Skýr krafa um breytingu á stjórnarskránni 21. október 2012 20:30 Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir að almenningur hafi í gær sett fram skýra kröfu á þingmenn að þeir ljúki nú við frumvarp að nýrri stjórnarskrá svo hægt verði að kjósa um það í vor. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að framhaldið sé enn óljóst. Það var mikill fögnuður á Hótel Borg í gærkvöldi þegar fyrstu tölur voru birtar en þar höfðu Samtök um nýja stjórnarskrá blásið til fagnaðar. Við tókum Salvöru Nordal, formann Stjórnlagaráðs tali. Hún sagði sérstaklega ánægjulegt að sjá hve mikinn stuðning fyrsta spurningin hafi fengið í atkvæðagreiðslunni og að nú sé boltinn hjá Alþingi. „Ég held að það sé óhjákvæmilegt að Alþingi taki þessar tillögur alvarlega og það verði núna alvarleg og efnisleg umræða um tillögurnar í framhaldinu," segir Salvör. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra tekur undir með Salvöru: „Ég er mjög stolt með það að þjóðin skuli skila þinginu svona afdráttarlausri niðurstöðu. Þarna hefur verið tekin afstaða í stórum deilumálum sem lengi hafa verið uppi hjá þjóðinni," segir Jóhanna. Jóhanna segist ekki á því að þáttakan hafi verið dræm, og að niðurstaðan sé nægilega afdráttarlaus til þess að þinginu beri að taka hana alvarlega og hún vill klára málið fyrir næstu kosningar. „Þetta er krafa frá þjóðinni, það eru bara skilaboðin til þingsins. Ég ætla nú bara að leyfa mér að vera bjartsýn á að menn fari nú ekki að læsast niðri í skotgröfunum heldur setjist málefnalega yfir þau verkefni sem okkur hafa verið falin og við afgreiðum þau fyrir næstu alþingiskosningar," segir Jóhanna. Birgir Ármannsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir ljóst að kjörsóknin sé lítil. "Sem vekur auðvitað spurningar um hvenig stór hluti kjósenda leit á þessa atkvæðagreiðslu. Það er auðvitað dálítið bratt að ætla sér að segja til um hvað allt það fólk var að hugsa og ég hugsa að ástæðurnar geti verið mjög mismunandi," segir Birgir. Birgir segir framhaldið óráðið en ljóst sé þó að meirihlutinn muni leggja fram frumvarp um málið á þingi. „Þá er öll málsmeðferðin eftir í þinginu og það er auðvitað ekki ljóst á þessu stigi hvaða stefnu hún tekur eða hve mikið svigrúm þingmenn munu telja sig hafa til að breyta textanum sem liggur fyrir," segir Birgir. Eina sem við getum sagt með nokkri vissu er það þarna liggur fyrir Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sjá meira
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir að almenningur hafi í gær sett fram skýra kröfu á þingmenn að þeir ljúki nú við frumvarp að nýrri stjórnarskrá svo hægt verði að kjósa um það í vor. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að framhaldið sé enn óljóst. Það var mikill fögnuður á Hótel Borg í gærkvöldi þegar fyrstu tölur voru birtar en þar höfðu Samtök um nýja stjórnarskrá blásið til fagnaðar. Við tókum Salvöru Nordal, formann Stjórnlagaráðs tali. Hún sagði sérstaklega ánægjulegt að sjá hve mikinn stuðning fyrsta spurningin hafi fengið í atkvæðagreiðslunni og að nú sé boltinn hjá Alþingi. „Ég held að það sé óhjákvæmilegt að Alþingi taki þessar tillögur alvarlega og það verði núna alvarleg og efnisleg umræða um tillögurnar í framhaldinu," segir Salvör. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra tekur undir með Salvöru: „Ég er mjög stolt með það að þjóðin skuli skila þinginu svona afdráttarlausri niðurstöðu. Þarna hefur verið tekin afstaða í stórum deilumálum sem lengi hafa verið uppi hjá þjóðinni," segir Jóhanna. Jóhanna segist ekki á því að þáttakan hafi verið dræm, og að niðurstaðan sé nægilega afdráttarlaus til þess að þinginu beri að taka hana alvarlega og hún vill klára málið fyrir næstu kosningar. „Þetta er krafa frá þjóðinni, það eru bara skilaboðin til þingsins. Ég ætla nú bara að leyfa mér að vera bjartsýn á að menn fari nú ekki að læsast niðri í skotgröfunum heldur setjist málefnalega yfir þau verkefni sem okkur hafa verið falin og við afgreiðum þau fyrir næstu alþingiskosningar," segir Jóhanna. Birgir Ármannsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir ljóst að kjörsóknin sé lítil. "Sem vekur auðvitað spurningar um hvenig stór hluti kjósenda leit á þessa atkvæðagreiðslu. Það er auðvitað dálítið bratt að ætla sér að segja til um hvað allt það fólk var að hugsa og ég hugsa að ástæðurnar geti verið mjög mismunandi," segir Birgir. Birgir segir framhaldið óráðið en ljóst sé þó að meirihlutinn muni leggja fram frumvarp um málið á þingi. „Þá er öll málsmeðferðin eftir í þinginu og það er auðvitað ekki ljóst á þessu stigi hvaða stefnu hún tekur eða hve mikið svigrúm þingmenn munu telja sig hafa til að breyta textanum sem liggur fyrir," segir Birgir. Eina sem við getum sagt með nokkri vissu er það þarna liggur fyrir
Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sjá meira