Innlent

Slæm veðurspá - mikilvægt að binda niður lausamuni

Boði Logason skrifar
Veðurstofan vill vekja athygli á mjög slæmri veðurspá fyrir sunnudag og mánudag.

Veðrið verður hvað verst á norður og austurlandi, allt upp í 18 til 25 metrar síðdegis á sunnudag og allra hvassast undir Vatnajökli, allt upp í 40 metrar á sekúndu. Einar Magnús Einarsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir óveðrið gangi niður á mánudagskvöld.

„Og þá má búast við snjókomu til fjalla, og rigningu eða slyddu á láglendi,“ segir hann.



Er eitthvað sem fólk á þessu svæði getur gert til að koma í veg fyrir tjón?

„Mér skilst að það sé búið að smala á öllu norðanverðulandinu, ef við erum að spá í það. En auðvitað verður mjög hvasst og mikilvægt er að binda lausamuni. Þá getur færð einnig orðið slæm á fjallvegum norðaustan til, þar sem er úrkomumeira, allavega frá Öxnadalsheiði og austur úr.“

Er þetta vísbending um að veturinn sé að koma? „Þetta er vísbending um að það er kominn september, eins og við munum frá því í fyrra og í lok ágúst síðastliðinn, þá megum við alveg eiga von á svona veðri á þessum árstíma.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×