Lífið

Slakar á fyrir fæðinguna

Adele býr sig undir móðurhlutverkið en hún á von á sér á næstu vikum. Nordicphotos/getty
Adele býr sig undir móðurhlutverkið en hún á von á sér á næstu vikum. Nordicphotos/getty
Söngkonan Adele er í óða önn þessa dagana að undirbúa fæðingu síns fyrsta barns. Söngkonan á von á sér á næstu vikum en er nú byrjuð að slaka á og undirbúa heimilið fyrir barnið ásamt unnusta sínum, Simon Konecki.

Adele er einnig með annað augað á vinsældalistunum. Lag hennar Skyfall kom út í síðustu viku en lagið er titillag nýjustu James Bond-myndarinnar. Lagið hefur fengið góðar viðtökur en það var leikarinn Daniel Craig sem vildi endilega að Adele syngi lagið. Hún hefur greint frá því að hún hafi verið hikandi við að taka verkefnið að sér enda mikil pressa sem fylgir því að syngja titillag James Bond-myndar. Lagið er það fyrsta sem Adele gefur frá sér síðan platan 21 kom út í byrjun árs 2011 og fékk frábærar viðtökur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.