Slakt gengi stráka í íslensku skólakerfi Björn Guðmundsson skrifar 28. febrúar 2013 06:00 Nýverið kom fram að 23% íslenskra 15 ára stráka lesa ekki sér til gagns en 9% stúlkna glíma við sama vanda. Fyrir fáeinum áratugum var hlutfall kvenna í háskólum á Íslandi lægra en karla. Nú eru 63% háskólanema konur en aðeins 37% karlar. Hvernig má skýra þetta? Á Íslandi eru nánast allir starfsmenn leikskóla konur. Svipað gildir um grunnskóla, en þar er hlutfall kvenna yfir 80%. Í framhaldsskólum er vaxandi hluti kennslunnar í höndum kvenna, víða yfir 50% og stefnir í 80% á næstu fimmtán árum. Stuðlar þetta hugsanlega að því að strákar fari síður en stelpur í háskólanám? Er menntun að verða forréttindi kvenna? Ef svo er, þarf þá ekki að bregðast við og huga að réttindum stráka? Lítið heyrist talað um það. Áhyggjuefnið virðist vera að stelpur séu enn þá færri í verkfræðideild. Minna heyrist um áhyggjur af því að strákar séu færri en stelpur í lækna-, tannlækna- og lyfjafræðideild svo dæmi séu tekin.Eiga undir högg að sækja Englendingar hafa áhyggjur af því að strákar standa sig verr en stelpur í enskum skólum. Skv. rannsóknum Bonny Hartley, sálfræðings við háskólann í Kent í Englandi, stuðla kvenkennarar að lélegri sjálfsmynd stráka með því að vera sífellt að gagnrýna þá fyrir að eiga erfiðara með að sitja kyrrir og prúðir eins og stelpurnar. Við átta ára aldur eru strákarnir komnir á þá skoðun að stelpurnar séu stilltari, gáfaðri og hafi meiri metnað. Stelpurnar fá meiri hvatningu frá kvenkennurum svo þær telja sig gáfaðri en strákarnir. Um 90% enskra grunnskólakennara eru konur. Ekki skal því haldið fram hér að þessar niðurstöður megi yfirfæra á íslenska skóla. Sumar kannanir hér hafa sýnt neikvæðari sjálfsmynd stúlkna en drengja. Hvað sem því líður og hverjar sem ástæður þess eru virðast strákar eiga undir högg að sækja í skólum á Íslandi. Tekið skal fram að réttindabarátta kvenna á fullan rétt á sér og hefur sem betur fer skilað árangri þótt enn sé verk að vinna, m.a. varðandi launajafnrétti. Konur eiga að fá sömu laun fyrir sömu vinnu og karlar og hafa sömu tækifæri til menntunar og atvinnuþátttöku. Konur eiga allt gott skilið, en varla getur það talist æskilegt né eðlilegt að þær séu nánast allsráðandi við mótun ungs fólks í skólakerfinu. Hugsum okkur að þessu væri öllu öfugt farið, að stúlkur yrðu síður læsar en drengir, að hlutfall kvenna í æðra námi færi lækkandi, að flestir kennarar á flestum skólastigum væru karlar og að þeim færi fjölgandi. Líklegt er að slíkt þætti stórvandamál sem brugðist yrði við af festu. Þá væru sett lög, reglugerðir og kynjakvótar til að breyta hlutföllunum og rétta hlut stelpna. En þarf ekki að rétta hlut stráka?Ekkert frést af aðgerðum Bráðlega taka gildi lög um að konur skuli skipa 40% sæta í stjórnum stærri fyrirtækja á Íslandi. Menn hljóta að telja slíkt til bóta fyrir þjóðfélagið. Frá ESB koma skilaboð um að beita fjársektum til að ná þessu fram. Ekkert hefur þó frést af aðgerðum til að rétta hlut stráka í skólakerfinu. Kristín Jóhannesdóttir kvikmyndaleikstjóri sagði nýlega: „Örfá hlutverk í myndum karla eiga sem sagt að skapa okkur kvenímyndir í þessum öfluga miðli… Þetta er ekki aðeins ójöfnuður og óréttlæti, heldur hættuástand sem hamlar eðlilegri framþróun greinarinnar og það sem meira er, samfélagsins alls… Þetta er þjóðfélagsmein. Þjóðfélag verður aldrei heilt með karlagildi ein í öndvegi.“ Ég tek undir með Kristínu, en mér finnst hún þó taka djúpt í árinni. Ef það sem hún lýsir er hættuástand, hvaða orð á þá að hafa um það að skólakerfið sé óðum að komast í hendur annars kynsins? Varla verður þjóðfélagið heilt með kvennagildi ein í öndvegi í skólakerfinu svo notuð séu hennar orð. Ýmsir telja að strákar þurfi öðruvísi kennslu en stelpur og að karlkennarar séu líklegri til að henta strákum. Líklega er þó best fyrir bæði stráka og stelpur að hafa kennara af báðum kynjum. Abigail James, doktor í kennslusálfræði, er hlynnt kynjaskiptingu í skólum, telur slíkt báðum kynjum til hagsbóta. En þá er spurningin hvort konur eigi að kenna stelpum og karlar strákum? James telur að bæði kynin þurfi að kynnast kennurum af báðum kynjum. Sé það rétt þarf að hækka hlutfall karlkennara í íslenskum skólum. Allt hnígur að því að brýnt sé að spyrna við fótum og bregðast af einurð við slöku gengi stráka í skólakerfinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson Skoðun Göngum í takt Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Göngum í takt skrifar Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Sjá meira
Nýverið kom fram að 23% íslenskra 15 ára stráka lesa ekki sér til gagns en 9% stúlkna glíma við sama vanda. Fyrir fáeinum áratugum var hlutfall kvenna í háskólum á Íslandi lægra en karla. Nú eru 63% háskólanema konur en aðeins 37% karlar. Hvernig má skýra þetta? Á Íslandi eru nánast allir starfsmenn leikskóla konur. Svipað gildir um grunnskóla, en þar er hlutfall kvenna yfir 80%. Í framhaldsskólum er vaxandi hluti kennslunnar í höndum kvenna, víða yfir 50% og stefnir í 80% á næstu fimmtán árum. Stuðlar þetta hugsanlega að því að strákar fari síður en stelpur í háskólanám? Er menntun að verða forréttindi kvenna? Ef svo er, þarf þá ekki að bregðast við og huga að réttindum stráka? Lítið heyrist talað um það. Áhyggjuefnið virðist vera að stelpur séu enn þá færri í verkfræðideild. Minna heyrist um áhyggjur af því að strákar séu færri en stelpur í lækna-, tannlækna- og lyfjafræðideild svo dæmi séu tekin.Eiga undir högg að sækja Englendingar hafa áhyggjur af því að strákar standa sig verr en stelpur í enskum skólum. Skv. rannsóknum Bonny Hartley, sálfræðings við háskólann í Kent í Englandi, stuðla kvenkennarar að lélegri sjálfsmynd stráka með því að vera sífellt að gagnrýna þá fyrir að eiga erfiðara með að sitja kyrrir og prúðir eins og stelpurnar. Við átta ára aldur eru strákarnir komnir á þá skoðun að stelpurnar séu stilltari, gáfaðri og hafi meiri metnað. Stelpurnar fá meiri hvatningu frá kvenkennurum svo þær telja sig gáfaðri en strákarnir. Um 90% enskra grunnskólakennara eru konur. Ekki skal því haldið fram hér að þessar niðurstöður megi yfirfæra á íslenska skóla. Sumar kannanir hér hafa sýnt neikvæðari sjálfsmynd stúlkna en drengja. Hvað sem því líður og hverjar sem ástæður þess eru virðast strákar eiga undir högg að sækja í skólum á Íslandi. Tekið skal fram að réttindabarátta kvenna á fullan rétt á sér og hefur sem betur fer skilað árangri þótt enn sé verk að vinna, m.a. varðandi launajafnrétti. Konur eiga að fá sömu laun fyrir sömu vinnu og karlar og hafa sömu tækifæri til menntunar og atvinnuþátttöku. Konur eiga allt gott skilið, en varla getur það talist æskilegt né eðlilegt að þær séu nánast allsráðandi við mótun ungs fólks í skólakerfinu. Hugsum okkur að þessu væri öllu öfugt farið, að stúlkur yrðu síður læsar en drengir, að hlutfall kvenna í æðra námi færi lækkandi, að flestir kennarar á flestum skólastigum væru karlar og að þeim færi fjölgandi. Líklegt er að slíkt þætti stórvandamál sem brugðist yrði við af festu. Þá væru sett lög, reglugerðir og kynjakvótar til að breyta hlutföllunum og rétta hlut stelpna. En þarf ekki að rétta hlut stráka?Ekkert frést af aðgerðum Bráðlega taka gildi lög um að konur skuli skipa 40% sæta í stjórnum stærri fyrirtækja á Íslandi. Menn hljóta að telja slíkt til bóta fyrir þjóðfélagið. Frá ESB koma skilaboð um að beita fjársektum til að ná þessu fram. Ekkert hefur þó frést af aðgerðum til að rétta hlut stráka í skólakerfinu. Kristín Jóhannesdóttir kvikmyndaleikstjóri sagði nýlega: „Örfá hlutverk í myndum karla eiga sem sagt að skapa okkur kvenímyndir í þessum öfluga miðli… Þetta er ekki aðeins ójöfnuður og óréttlæti, heldur hættuástand sem hamlar eðlilegri framþróun greinarinnar og það sem meira er, samfélagsins alls… Þetta er þjóðfélagsmein. Þjóðfélag verður aldrei heilt með karlagildi ein í öndvegi.“ Ég tek undir með Kristínu, en mér finnst hún þó taka djúpt í árinni. Ef það sem hún lýsir er hættuástand, hvaða orð á þá að hafa um það að skólakerfið sé óðum að komast í hendur annars kynsins? Varla verður þjóðfélagið heilt með kvennagildi ein í öndvegi í skólakerfinu svo notuð séu hennar orð. Ýmsir telja að strákar þurfi öðruvísi kennslu en stelpur og að karlkennarar séu líklegri til að henta strákum. Líklega er þó best fyrir bæði stráka og stelpur að hafa kennara af báðum kynjum. Abigail James, doktor í kennslusálfræði, er hlynnt kynjaskiptingu í skólum, telur slíkt báðum kynjum til hagsbóta. En þá er spurningin hvort konur eigi að kenna stelpum og karlar strákum? James telur að bæði kynin þurfi að kynnast kennurum af báðum kynjum. Sé það rétt þarf að hækka hlutfall karlkennara í íslenskum skólum. Allt hnígur að því að brýnt sé að spyrna við fótum og bregðast af einurð við slöku gengi stráka í skólakerfinu.
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun