Innlent

Slasaður vélsleðamaður í Böggvisstaðadal

Birgir Olgeirsson skrifar
Vísir
Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Dalvík og Ólafsfirði voru kallaðar út laust fyrir klukkan 13.00 til vegna vélsleðamanns sem féll af sleða sínum og slasaðist innst í Böggvisstaðadal ofan Dalvíkur.

Rúmlega hálfri klukkustund eftir að útkallið barst voru fyrstu björgunarsveitarmennirnir komir að þeim slasaða þar sem þeir hlúðu að honum og fluttu hann síðan til byggða. Á Dalvík beið sjúkrabíll sem flutti þann slasaða undir læknishendur á Akureyri.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×