Slitastjórnir mala gull eftir hrunið 6. nóvember 2011 18:36 Mynd/Fréttablaðið Slitastjórnir föllnu bankanna þriggja mala gull eftir bankahrunið, en sumar lögmannsstofur í eigu nefndarmanna í slitastjórnum skiluðu tugmilljóna króna hagnaði á síðasta ári. Í slitastjórn Kaupþings sitja nú þau Feldís Lilja Óskarsdóttir og Davíð Benedikt Gíslason, eftir að Ólafur Garðarsson, lét af störfum. Lögmannstofa Feldísar Lilju hagnaðist um 6,8 milljónir króna í fyrra samkvæmt ársreikningi. Félag Davíðs hefur ekki skilað ársreikningi fyrir árið 2010. Fyrirtæki utan um rekstur Steinars Þórs Guðgeirssonar, sem er formaður skilanefndar Kaupþings, skilaði rúmlega fimmtíu milljóna króna hagnaði á síðasta ári og er félagið skráð með eignir upp á tæplega hundrað milljónir króna, en hann þess skal getið að hann rekur félagið ásamt eiginkonu sinni sem einnig er lögmaður og inni í fjárhæðinni eru því einnig hagnaður vegna tekna hennar. Félag Jóhannesar Rúnars Jóhannssonar, sem einnig er í skilanefnd Kaupþings, skilaði tæplega 8,6 milljóna króna hagnaði. Skilanefndir bankanna verða lagðar niður frá og með áramótum þegar þær sameinast slitastjórnum í samræmi við breytingar á lögum um fjármálafyrirtæki. Embla lögmenn ehf., lögmannsstofa Herdísar Hallmarsdóttur, sem situr í slitastjórn Landsbankans, skilaði tæplega 23 milljóna króna hagnaði, en hún rekur stofuna ásamt Ingibjörgu Björnsdóttur. Lögmannsstofa Kristins Bjarnasonar , KB lögmannsstofa ehf., hefur ekki skilað ársreikningi fyrir árið 2010. Félag í eigu Halldórs Backman, sem einnig er í slitastjórn Landsbankans, hefur heldur ekki skilað inn ársreikningi, en lögmannstofur beggja skiluðu hvorar um sig meira en 50 milljóna króna hagnaði árið 2009. Félag utan um rekstur Lárentsínusar Kristjánssonar, formanns skilanefndar Landsbankans, hefur ekki skilað ársreikningi en hagnaðist um tæplega 40 milljónir króna árið 2009. Félag Ársæls Hafsteinssonar, sem er með honum í skilanefnd bankanks, hagnaði um 35 milljónir en 56 milljónir árið á udan. Ókrýnd drottning slitastjórna föllnu bankanna sé miðað við tekjur er tvímælalaust Steinunn Guðbjartsdóttir, sem er yfir slitastjórn Glitnis en lögmannsstofa hennar hagnaðist um rúmlega 68 milljónir króna í fyrra. Þar á undan hagnaðist stofan um 52 milljónir og rúmlega 20 milljónir árið 2008. Mest lesið Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Sjá meira
Slitastjórnir föllnu bankanna þriggja mala gull eftir bankahrunið, en sumar lögmannsstofur í eigu nefndarmanna í slitastjórnum skiluðu tugmilljóna króna hagnaði á síðasta ári. Í slitastjórn Kaupþings sitja nú þau Feldís Lilja Óskarsdóttir og Davíð Benedikt Gíslason, eftir að Ólafur Garðarsson, lét af störfum. Lögmannstofa Feldísar Lilju hagnaðist um 6,8 milljónir króna í fyrra samkvæmt ársreikningi. Félag Davíðs hefur ekki skilað ársreikningi fyrir árið 2010. Fyrirtæki utan um rekstur Steinars Þórs Guðgeirssonar, sem er formaður skilanefndar Kaupþings, skilaði rúmlega fimmtíu milljóna króna hagnaði á síðasta ári og er félagið skráð með eignir upp á tæplega hundrað milljónir króna, en hann þess skal getið að hann rekur félagið ásamt eiginkonu sinni sem einnig er lögmaður og inni í fjárhæðinni eru því einnig hagnaður vegna tekna hennar. Félag Jóhannesar Rúnars Jóhannssonar, sem einnig er í skilanefnd Kaupþings, skilaði tæplega 8,6 milljóna króna hagnaði. Skilanefndir bankanna verða lagðar niður frá og með áramótum þegar þær sameinast slitastjórnum í samræmi við breytingar á lögum um fjármálafyrirtæki. Embla lögmenn ehf., lögmannsstofa Herdísar Hallmarsdóttur, sem situr í slitastjórn Landsbankans, skilaði tæplega 23 milljóna króna hagnaði, en hún rekur stofuna ásamt Ingibjörgu Björnsdóttur. Lögmannsstofa Kristins Bjarnasonar , KB lögmannsstofa ehf., hefur ekki skilað ársreikningi fyrir árið 2010. Félag í eigu Halldórs Backman, sem einnig er í slitastjórn Landsbankans, hefur heldur ekki skilað inn ársreikningi, en lögmannstofur beggja skiluðu hvorar um sig meira en 50 milljóna króna hagnaði árið 2009. Félag utan um rekstur Lárentsínusar Kristjánssonar, formanns skilanefndar Landsbankans, hefur ekki skilað ársreikningi en hagnaðist um tæplega 40 milljónir króna árið 2009. Félag Ársæls Hafsteinssonar, sem er með honum í skilanefnd bankanks, hagnaði um 35 milljónir en 56 milljónir árið á udan. Ókrýnd drottning slitastjórna föllnu bankanna sé miðað við tekjur er tvímælalaust Steinunn Guðbjartsdóttir, sem er yfir slitastjórn Glitnis en lögmannsstofa hennar hagnaðist um rúmlega 68 milljónir króna í fyrra. Þar á undan hagnaðist stofan um 52 milljónir og rúmlega 20 milljónir árið 2008.
Mest lesið Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Sjá meira