Innlent

Sló heimsmet á Grænlandsjökli - Vatnajökull stoppaði hann

Vatnajökull getur verið varhugaverður.
Vatnajökull getur verið varhugaverður. mynd/ vilhelm gunnarsson
Fjallgöngumaðurinn Alex Hibbert hringdi í föður sinn þegar hann og félagi hans, Finn McCann, lentu í hrakningum uppi á Vatnajökli fyrr í vikunni. Fram kemur á vefsíðu Daily Mail að faðir Hibberts hringdi því næst í strandgæsluna í Bretlandi sem kom skilaboðum áleiðis til íslensku björgunarsveitanna.

Félagarnir eru vægast sagt vanir göngumenn. Þeir hugðust ganga frá Kirkjubæjarklaustri, yfir Vatnajökul og þaðan til Hafnar. Þeir voru búnir að vera á ferðinni í mánuð þegar tjaldið þeirra gaf sig og þeir þurftu að kalla á aðstoð. Félagarnir gáfu sér allt að 50 daga til að ljúka þessari göngu.

Áður hefur Hibbert unnið sér til frægðar að hafa gengið 2200 kílómetra yfir Grænlandsjökul hjálparlaust. Hann var 21 árs gamall þegar hann gekk yfir jökulinn og sló heimsmet með göngunni.

Það var Björgunarsveitin á Hornafirði sem sótti félagana. Talsmaður bresku strandgæslunnar bendir hinsvegar ferðalöngum á að kynna sér neyðarnúmer þeirra landa sem þeir ætla að ferðast til.


Tengdar fréttir

Breskir göngumenn í vandræðum upp á Vatnajökli

Björgunarfélag Hornafjarðar var kallað út um klukkan hálf tíu í morgun til að sækja tvo breska ferðamenn sem eru í vandræðum í Norðlingalægð á miðjum Vatnajökli. Eru þeir blautir og hraktir og tjald þeirra brotið.

Búið að bjarga Bretunum

Búið er að bjarga Bretunum sem voru fastir uppi á Vatnajökli. Það var björgunarfélagið á Hornafirði sem fór eftir þeim um klukkan tíu í morgun. Mennirnir voru blautir og hraktir og tjald þeirra brotið þegar þeir sendu neyðarkallið. Mennirnir voru mjög vel búnir til ferðalagsins.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×