Innlent

Slökkvistarfi lokið á Bústaðabletti

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Búið er að slökkva eldinn sem kom upp í húsi við Bústaðablett í Reykjavík fyrr í kvöld.

Töluverður eldur var í húsinu um tíma, að sögn slökkviliðsins. Fréttamaður Vísis sem var á staðnum sagði að mikinn reyk hefði lagt frá húsinu. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu er húsið í eigu Reykjavíkurborgar. Það var mannlaust þegar eldurinn kom upp.

Þetta er annað brunaútkallið sem slökkviliðsmenn á höfuðborgarsvæðinu sinna á þessum sólarhring því að um sexleytið í morgun kviknaði í bílaverkstæði á Smiðjuvegi. Reykkafarar björguðu manni út af verkstæðinu og var hann fluttur með reykeitrun á spítala.




Tengdar fréttir

Eldur á Bústaðabletti

Eldur kviknaði í húsi á Bústaðabletti, rétt við Bústaðarkirkju, fyrir stundu. Gríðarlegan reyk leggur frá húsinu segir fréttamaður Vísis sem er á staðnum. Allt tiltækt lið slökkviliðsins var kallað út til að fást við eldinn. Reykkafarar fóru samstundis inn í húsið til að kanna aðstæður. Frekari upplýsingar hafa ekki borist enn að sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×