Innlent

Smábátarnir að klára ýsukvótann

Gissur Sigurðsson skrifar
Smábátar, sem róa í svonefndu krókaaflamarkskerfi, eru sumir umþaðbil að klára eða jafnvel búnir með ýsukvóta sína fyrir þetta fiskveiðiár, en átta og hálfur mánuður er til upphafs næsta fiskveiðiárs.

Sjómenn á þessum bátum  forðast eins og heitan eldinn að fá ýsu á króka sína þegar þeir eru að reyna að veiða aðrar tegundir, en allt virðist koma fyrir ekki og eru bátar í þessu kerfi búnir að veiða tæp 80 prósent af kvóta fiksveiðiársins.

Ýsan er óhjákvæmilegur meðafli þegar bátarnir eru að veiða aðrar tegundir þannig að eigendur þeirra neyðast til að leilgja eða kaupa ýsukvóta, en á móti kemur að sára lítið framboð er á þeim og verðið hátt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×