Stjórn SMÁÍS, Samtaka myndrétthafa á Íslandi, hefur kært Snæbjörn Steingrímsson, fyrrverandi framkvæmdastjóra samtakanna, til embættis sérstaks saksóknara.
Ákvörðun þess efnis var tekin eftir að fjárreiður samtakanna voru skoðuð við starfslok Snæbjörns.
Snæbjörn hafði starfað sem framkvæmdastjóri í sex ár áður en hann sagði upp störfum undir lok síðasta árs. Hann lét að sér kveða í baráttunni gegn ólöglegu niðurhali höfundaréttarvarins efnis hérlendis.
Stjórn SMÁÍS hefur ekki viljað tjá sig um málið, ef frá er talin tilkynning sem samtökin sendu frá sér.
