Smakkaði snjó í fyrsta skipti Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 30. mars 2017 09:00 Brynja Dan Gunnarsdóttir, fékk litlu systir sína frá Sri lanka í heimsókn, en þær systur hittust fyrst í júní á síðasta ári. Vísir/GVA „Við hittumst í júní og við smullum saman, það er eitthvað sem er svo líkt með okkur að það var bara eins og við hefðum alltaf þekkst. Ætli það sé ekki sama nördagenið í okkur báðum. Ég stakk upp á því að hún kæmi til íslands, hún er að læra jarðfræði og hvergi áhugaverðara að vera en á Íslandi þegar kemur að því. Henni leist bara vel á það, þrátt fyrir að hafa aldrei stigið uppí flugvél áður,“ segir Brynja Dan Gunnarsdóttir, spurð út í það hvernig það kom til að systir hennar, Dilmi, kom í heimsókn til Íslands. Brynja fór ásamt Sigrúnu Ósk Kristjánsdóttur, dagskrárgerðarkonu á Stöð 2 og umsjónamanni þáttarins Leitin að upprunanum, til Sri Lanka í leit að fjölskyldu sinni í fyrrasumar, en Brynja var ættleitt til Íslands sem ungbarn.Brynja ásamt systur sinni Dilmi ?og syni sínum Mána í Bláa lóninu.Mynd/Brynja„Ég setti mér það markmið daginn sem ég hitti fjölskyldu mína að halda samskiptunum og fá Dilmi hingað og helst þau öll einn daginn og það er svo gott að vera búin að fá það í gegn,“ segir Brynja og bætir við að hún láti ekki segja sér hver megi heimsækja hana og hver ekki. Það gekk ekki þrautalaust fyrir Dilmi að komast til landsins því að þegar hún ætlaði fyrst að koma hingað í febrúar fékk hún ekki vegabréfsáritun. „Ég tók ekki annað í mál en að hún kæmi hingað, sama hvað. Ég fékk svo mikinn stuðning frá fólkinu í kringum mig í þeirri baráttu, fyrir það er ég endalaust þakklát,“ segir hún. Það er óhætt að segja að systurnar hafi átt góðar stundir hér á klakanum og Dilmi fékk að upplifa allt það besta sem Ísland hefur upp á að bjóða.Brynja fór með systur sína í vélsleðaferð með Mountaineers.Mynd/Brynja„Við fórum í geggjaða vélsleðaferð með Mountaineers. Hún var að sjá og koma við snjó í fyrsta sinn og gerði það með stæl á vélsleða uppi á jökli. Svo fórum við í Bláa lónið og áttum yndislegan tíma þar. Hún hefur mikinn áhuga á jarðhita og öllu því magnaða sem landið okkar býr yfir. Síðan fórum við á Geysi og í bústað þar sem við sáum norðurljósin og borðuðum íslenskt lamb. Við kíktum í fjórhjólaferð og á hestbak, svo áttum við yndislegan systratíma, hittum flesta mína nánustu í kaffi, borðuðum súkkulaði, settum á okkur maska og hlógum, og grétum yfir bíómyndum,“ segir Brynja þakklát. Brynja er staðráðin í því að halda áfram góðum samskiptum við fjölskyldu sína á Sri Lanka og segir að Dilmi eigi eftir að koma aftur í heimsókn. „Við reynum líklegast að skiptast á, því þetta er ekki ódýrt ferðalag en hún kemur aftur og vonandi í skóla í framtíðinni. Svo eru líklega að opnast dyr sem gera mér kleift að vera eitthvað á Sri Lanka af og til. Ég bíð bara spennt eftir frekari fregnum af því verkefni. Svo mun bróðir minn líklega gifta sig á næstu árum svo það er ýmislegt sem stendur til á næstunni,“ segir Brynja. Fékkstu að vita eitthvað meira um fjölskyldu þína úti? „Já, mamma okkar er ekki alveg til í að deila með mér hvað pabbi minn heitir, hún og amma eru þær einu sem vita það. Dilmi er mjög meðvituð um að það sé ekki uppi á borðinu og reynir því að grípa allt sem þær missa út úr sér varðandi hann og sendir mér það svo. Hún sagði mér núna að mamma hefði minnst á að ég væri með sama bros og hann, sem var gaman að heyra. Það er gaman að sjá hvað við erum líkar, vinkonur mínar tóku eftir því að við værum með alveg eins takta og hreyfingar, svo er ég nefnilega mjög lík hinni systur minni sem er líka ættleidd, svo það er alveg greinilegt að bæði gen og umhverfi hafa mikið að segja,“ segir Brynja.Brynja og Dilmi áttu góðar stundir saman. Mynd/Brynja Leitin að upprunanum Mest lesið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Sjá meira
„Við hittumst í júní og við smullum saman, það er eitthvað sem er svo líkt með okkur að það var bara eins og við hefðum alltaf þekkst. Ætli það sé ekki sama nördagenið í okkur báðum. Ég stakk upp á því að hún kæmi til íslands, hún er að læra jarðfræði og hvergi áhugaverðara að vera en á Íslandi þegar kemur að því. Henni leist bara vel á það, þrátt fyrir að hafa aldrei stigið uppí flugvél áður,“ segir Brynja Dan Gunnarsdóttir, spurð út í það hvernig það kom til að systir hennar, Dilmi, kom í heimsókn til Íslands. Brynja fór ásamt Sigrúnu Ósk Kristjánsdóttur, dagskrárgerðarkonu á Stöð 2 og umsjónamanni þáttarins Leitin að upprunanum, til Sri Lanka í leit að fjölskyldu sinni í fyrrasumar, en Brynja var ættleitt til Íslands sem ungbarn.Brynja ásamt systur sinni Dilmi ?og syni sínum Mána í Bláa lóninu.Mynd/Brynja„Ég setti mér það markmið daginn sem ég hitti fjölskyldu mína að halda samskiptunum og fá Dilmi hingað og helst þau öll einn daginn og það er svo gott að vera búin að fá það í gegn,“ segir Brynja og bætir við að hún láti ekki segja sér hver megi heimsækja hana og hver ekki. Það gekk ekki þrautalaust fyrir Dilmi að komast til landsins því að þegar hún ætlaði fyrst að koma hingað í febrúar fékk hún ekki vegabréfsáritun. „Ég tók ekki annað í mál en að hún kæmi hingað, sama hvað. Ég fékk svo mikinn stuðning frá fólkinu í kringum mig í þeirri baráttu, fyrir það er ég endalaust þakklát,“ segir hún. Það er óhætt að segja að systurnar hafi átt góðar stundir hér á klakanum og Dilmi fékk að upplifa allt það besta sem Ísland hefur upp á að bjóða.Brynja fór með systur sína í vélsleðaferð með Mountaineers.Mynd/Brynja„Við fórum í geggjaða vélsleðaferð með Mountaineers. Hún var að sjá og koma við snjó í fyrsta sinn og gerði það með stæl á vélsleða uppi á jökli. Svo fórum við í Bláa lónið og áttum yndislegan tíma þar. Hún hefur mikinn áhuga á jarðhita og öllu því magnaða sem landið okkar býr yfir. Síðan fórum við á Geysi og í bústað þar sem við sáum norðurljósin og borðuðum íslenskt lamb. Við kíktum í fjórhjólaferð og á hestbak, svo áttum við yndislegan systratíma, hittum flesta mína nánustu í kaffi, borðuðum súkkulaði, settum á okkur maska og hlógum, og grétum yfir bíómyndum,“ segir Brynja þakklát. Brynja er staðráðin í því að halda áfram góðum samskiptum við fjölskyldu sína á Sri Lanka og segir að Dilmi eigi eftir að koma aftur í heimsókn. „Við reynum líklegast að skiptast á, því þetta er ekki ódýrt ferðalag en hún kemur aftur og vonandi í skóla í framtíðinni. Svo eru líklega að opnast dyr sem gera mér kleift að vera eitthvað á Sri Lanka af og til. Ég bíð bara spennt eftir frekari fregnum af því verkefni. Svo mun bróðir minn líklega gifta sig á næstu árum svo það er ýmislegt sem stendur til á næstunni,“ segir Brynja. Fékkstu að vita eitthvað meira um fjölskyldu þína úti? „Já, mamma okkar er ekki alveg til í að deila með mér hvað pabbi minn heitir, hún og amma eru þær einu sem vita það. Dilmi er mjög meðvituð um að það sé ekki uppi á borðinu og reynir því að grípa allt sem þær missa út úr sér varðandi hann og sendir mér það svo. Hún sagði mér núna að mamma hefði minnst á að ég væri með sama bros og hann, sem var gaman að heyra. Það er gaman að sjá hvað við erum líkar, vinkonur mínar tóku eftir því að við værum með alveg eins takta og hreyfingar, svo er ég nefnilega mjög lík hinni systur minni sem er líka ættleidd, svo það er alveg greinilegt að bæði gen og umhverfi hafa mikið að segja,“ segir Brynja.Brynja og Dilmi áttu góðar stundir saman. Mynd/Brynja
Leitin að upprunanum Mest lesið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Sjá meira