Smávirkjanir fýsilegar til sjálfbærni Hornafjarðar Þorgils Jónsson skrifar 31. júlí 2013 07:00 Frá Höfn. Sveitafélagið Hornafjörður stefnir að því að verða sjálfbærara varðandi orkumál á komandi árum. Fyrstu skrefin í því eru að kanna fýsileika smávirkjana. Sveitarfélagið Hornafjörður stefnir að meiri sjálfbærni í orkuöflun og –nýtingu á komandi árum og telur verkfræðistofan Verkís í úttekt að marga fýsilega virkjunarkosti sé að finna í landi sveitarfélagsins. Þeir kalli þó á nánari úttekt og segir Hjalti Þór Vignisson bæjarstjóri að verkefnið sé enn á grunnstigi. „Við erum á köldu svæði og hér eru ekki stórir virkjanakostir,“ segir hann. „Þó að hér sé að vísu heitt vatn er það ekki í nægjanlegu magni og það er ljóst að orkukostnaður fyrir heimili og fyrirtæki mun hækka á næstu árum. Þess vegna spurðum við okkur hvað hægt væri að gera í málunum, sérstaklega litið til framtíðar, og höfum ákveðið að skoða nánar og fóstra betur hugmyndir um smávirkjanir.“Hjalti þór VignissonÞeir virkjunarkostir sem helst hafa verið í umræðunni um fallvatnsvirkjanir í landi sveitarfélagsins undanfarið eru Svínafellsá, Kapaldalsá og Skriðulækur, sem Orkustofnun tiltók í úttekt fyrir nokkrum árum. Hjalti segir að í framhaldinu ætli bæjaryfirvöld að koma á samstarfi við bændur, landeigendur og áhugafólk um að leita að öðrum og jafnvel fýsilegri kostum í virkjun fallvatna. Aðspurður segir Hjalti þó að þessi verkefni muni ekki verða til þess að gera sveitarfélagið sjálfbært um orku þar sem notkun svæðisins sé á bilinu 20 til 30 megavött. „Með þessar smávirkjanir erum við að horfa á stærð sem er kannski um eitt megavatt. Það yrði þá fyrst og fremst gott fyrir byggðina í nágrenni virkjunarinnar og síðan yrði afgangurinn seldur inn á kerfið.“ Hjalti bætir því við að margir fleiri kostir séu í skoðun og ýmislegt hafi komið fram á ráðstefnu um orkumál, sem bærinn stóð fyrir síðasta vetur. Meðal annars standi nú yfir prófanir með sjávarhverfil til virkjunar raforku úr sjávarföllum í Mikleyjaráli skammt frá Höfn. „Í þessum málum verðum við að horfa til langs tíma, næstu tíu eða tuttugu ára, og það erum við einmitt að gera.“ Litlar en mikilvægar stoðir í kerfinu Smávirkjanir eru allnokkrar á Íslandi og framleiða alls 131 gígavattsstund af rafmagni. Það er þó einungis brot af heildarframleiðslu hér á landi, sem er 17.548 gígavattsstundir. Mikilvægi virkjananna er þó meira en sem því nemur, að sögn Kristins Einarssonar, yfirverkefnisstjóra auðlindanýtingar hjá Orkustofnun; bæði fyrir raforkukerfið sjálft og fyrir búsetu í landinu. „Smávirkjanir leggja kannski ekki mikið inn í kerfið ef á heildina er litið, en þær geta verið mikilvægar á ákveðnum stöðum," segir hann. „Til að mynda virkjunin í Kolku í Skagafirði, sem var tengd við kerfi RARIK, en staðsetning hennar gerði óþarft að byggja nýja línu til Siglufjarðar. Þá er virkjun í Hvestu í Arnarfirði sem er afar mikilvæg fyrir sunnanverða Vestfirði. Auk þess geta smávirkjanir líka dregið úr kostnaði fyrir bændur, jafnvel skapað þeim tekjur ef þeir framleiða inn á kerfið, og það getur jafnvel riðið baggamuninn með búsetu á bænum líkt og hver önnur hliðarbúgrein.“ Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Fleiri fréttir Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Sjá meira
Sveitarfélagið Hornafjörður stefnir að meiri sjálfbærni í orkuöflun og –nýtingu á komandi árum og telur verkfræðistofan Verkís í úttekt að marga fýsilega virkjunarkosti sé að finna í landi sveitarfélagsins. Þeir kalli þó á nánari úttekt og segir Hjalti Þór Vignisson bæjarstjóri að verkefnið sé enn á grunnstigi. „Við erum á köldu svæði og hér eru ekki stórir virkjanakostir,“ segir hann. „Þó að hér sé að vísu heitt vatn er það ekki í nægjanlegu magni og það er ljóst að orkukostnaður fyrir heimili og fyrirtæki mun hækka á næstu árum. Þess vegna spurðum við okkur hvað hægt væri að gera í málunum, sérstaklega litið til framtíðar, og höfum ákveðið að skoða nánar og fóstra betur hugmyndir um smávirkjanir.“Hjalti þór VignissonÞeir virkjunarkostir sem helst hafa verið í umræðunni um fallvatnsvirkjanir í landi sveitarfélagsins undanfarið eru Svínafellsá, Kapaldalsá og Skriðulækur, sem Orkustofnun tiltók í úttekt fyrir nokkrum árum. Hjalti segir að í framhaldinu ætli bæjaryfirvöld að koma á samstarfi við bændur, landeigendur og áhugafólk um að leita að öðrum og jafnvel fýsilegri kostum í virkjun fallvatna. Aðspurður segir Hjalti þó að þessi verkefni muni ekki verða til þess að gera sveitarfélagið sjálfbært um orku þar sem notkun svæðisins sé á bilinu 20 til 30 megavött. „Með þessar smávirkjanir erum við að horfa á stærð sem er kannski um eitt megavatt. Það yrði þá fyrst og fremst gott fyrir byggðina í nágrenni virkjunarinnar og síðan yrði afgangurinn seldur inn á kerfið.“ Hjalti bætir því við að margir fleiri kostir séu í skoðun og ýmislegt hafi komið fram á ráðstefnu um orkumál, sem bærinn stóð fyrir síðasta vetur. Meðal annars standi nú yfir prófanir með sjávarhverfil til virkjunar raforku úr sjávarföllum í Mikleyjaráli skammt frá Höfn. „Í þessum málum verðum við að horfa til langs tíma, næstu tíu eða tuttugu ára, og það erum við einmitt að gera.“ Litlar en mikilvægar stoðir í kerfinu Smávirkjanir eru allnokkrar á Íslandi og framleiða alls 131 gígavattsstund af rafmagni. Það er þó einungis brot af heildarframleiðslu hér á landi, sem er 17.548 gígavattsstundir. Mikilvægi virkjananna er þó meira en sem því nemur, að sögn Kristins Einarssonar, yfirverkefnisstjóra auðlindanýtingar hjá Orkustofnun; bæði fyrir raforkukerfið sjálft og fyrir búsetu í landinu. „Smávirkjanir leggja kannski ekki mikið inn í kerfið ef á heildina er litið, en þær geta verið mikilvægar á ákveðnum stöðum," segir hann. „Til að mynda virkjunin í Kolku í Skagafirði, sem var tengd við kerfi RARIK, en staðsetning hennar gerði óþarft að byggja nýja línu til Siglufjarðar. Þá er virkjun í Hvestu í Arnarfirði sem er afar mikilvæg fyrir sunnanverða Vestfirði. Auk þess geta smávirkjanir líka dregið úr kostnaði fyrir bændur, jafnvel skapað þeim tekjur ef þeir framleiða inn á kerfið, og það getur jafnvel riðið baggamuninn með búsetu á bænum líkt og hver önnur hliðarbúgrein.“
Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Fleiri fréttir Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Sjá meira