Smíða fleiri borpalla sem ráða við Drekann Kristján Már Unnarsson skrifar 21. janúar 2012 19:18 Olíufélög leggja nú aukna áherslu á smíði borpalla fyrir heimskautasvæði og mikið hafsdýpi. Fyrirsjáanlegur skortur á slíkum borpöllum gæti þó valdið því að enginn verði á lausu fyrir Drekasvæðið á næstu árum. Þetta er borpallurinn Aker Barents en í síðustu viku tilkynnti Statoil að hann hefði komið niður á mikla olíulind í Barentshafi. Athyglisvert er að þetta gerist um hávetur, langt norðan heimskautsbaugs, þar sem nú er fimbulkuldi og myrkur allan sólarhringinn, víðfjarri mannabyggðum, um 200 sjómílur norðvestur af Hammerfest. Þetta leiðir hugann að aðstæðum á Drekasvæðinu, sem er heldur nær landi, og mun sunnar á hnettinum. Olíuleitin í Barentshafi sýnir jafnframt við hve hrikalegar aðstæður nýjustu borpöllum er ætlað að vinna en þegar við fylgdumst með smíði Aker Barents á eynni Storð í Noregi fyrir tveimur árum var okkur greint frá því að þessi fljótandi pallur gæti borað í ólgandi stórsjó í miklum frosthörkum á þriggja kílómetra hafsdýpi. Jafnframt væri gríðarleg áherslu lögð á varnir gegn umhverfisslysum og öryggi mannskapsins um borð. Slíkir pallar eru hins vegar ekki á lausu því samkvæmt helsta netmiðli Noregs um olíuiðnaðinn, offshore.no, er búið að ráðstafa flestum borpöllum mörg ár fram í tímann. Þannig er Aker Barents bókaður í verkefni fram yfir mitt ár 2014. Þetta hefur jafnframt leitt til þess að aukinn kraftur hefur verið settur í smíði nýrra borpalla og segir netmiðillinn að 70 fljótandi leitarpallar séu nú smíðum víðsvegar um heim. Þannig er norska fyrirtækið Oddfjell Drilling að láta smíða fjóra palla eins og þennan hér, sem ber heitið Deepsea Atlantic, en þeir virðast eins og klæðskerasniðnir til að ráða við aðstæður eins og á Drekasvæðinu, heimskautaslóðir með miklu hafsdýpi. Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Sjá meira
Olíufélög leggja nú aukna áherslu á smíði borpalla fyrir heimskautasvæði og mikið hafsdýpi. Fyrirsjáanlegur skortur á slíkum borpöllum gæti þó valdið því að enginn verði á lausu fyrir Drekasvæðið á næstu árum. Þetta er borpallurinn Aker Barents en í síðustu viku tilkynnti Statoil að hann hefði komið niður á mikla olíulind í Barentshafi. Athyglisvert er að þetta gerist um hávetur, langt norðan heimskautsbaugs, þar sem nú er fimbulkuldi og myrkur allan sólarhringinn, víðfjarri mannabyggðum, um 200 sjómílur norðvestur af Hammerfest. Þetta leiðir hugann að aðstæðum á Drekasvæðinu, sem er heldur nær landi, og mun sunnar á hnettinum. Olíuleitin í Barentshafi sýnir jafnframt við hve hrikalegar aðstæður nýjustu borpöllum er ætlað að vinna en þegar við fylgdumst með smíði Aker Barents á eynni Storð í Noregi fyrir tveimur árum var okkur greint frá því að þessi fljótandi pallur gæti borað í ólgandi stórsjó í miklum frosthörkum á þriggja kílómetra hafsdýpi. Jafnframt væri gríðarleg áherslu lögð á varnir gegn umhverfisslysum og öryggi mannskapsins um borð. Slíkir pallar eru hins vegar ekki á lausu því samkvæmt helsta netmiðli Noregs um olíuiðnaðinn, offshore.no, er búið að ráðstafa flestum borpöllum mörg ár fram í tímann. Þannig er Aker Barents bókaður í verkefni fram yfir mitt ár 2014. Þetta hefur jafnframt leitt til þess að aukinn kraftur hefur verið settur í smíði nýrra borpalla og segir netmiðillinn að 70 fljótandi leitarpallar séu nú smíðum víðsvegar um heim. Þannig er norska fyrirtækið Oddfjell Drilling að láta smíða fjóra palla eins og þennan hér, sem ber heitið Deepsea Atlantic, en þeir virðast eins og klæðskerasniðnir til að ráða við aðstæður eins og á Drekasvæðinu, heimskautaslóðir með miklu hafsdýpi.
Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Sjá meira