Smíða fleiri borpalla sem ráða við Drekann Kristján Már Unnarsson skrifar 21. janúar 2012 19:18 Olíufélög leggja nú aukna áherslu á smíði borpalla fyrir heimskautasvæði og mikið hafsdýpi. Fyrirsjáanlegur skortur á slíkum borpöllum gæti þó valdið því að enginn verði á lausu fyrir Drekasvæðið á næstu árum. Þetta er borpallurinn Aker Barents en í síðustu viku tilkynnti Statoil að hann hefði komið niður á mikla olíulind í Barentshafi. Athyglisvert er að þetta gerist um hávetur, langt norðan heimskautsbaugs, þar sem nú er fimbulkuldi og myrkur allan sólarhringinn, víðfjarri mannabyggðum, um 200 sjómílur norðvestur af Hammerfest. Þetta leiðir hugann að aðstæðum á Drekasvæðinu, sem er heldur nær landi, og mun sunnar á hnettinum. Olíuleitin í Barentshafi sýnir jafnframt við hve hrikalegar aðstæður nýjustu borpöllum er ætlað að vinna en þegar við fylgdumst með smíði Aker Barents á eynni Storð í Noregi fyrir tveimur árum var okkur greint frá því að þessi fljótandi pallur gæti borað í ólgandi stórsjó í miklum frosthörkum á þriggja kílómetra hafsdýpi. Jafnframt væri gríðarleg áherslu lögð á varnir gegn umhverfisslysum og öryggi mannskapsins um borð. Slíkir pallar eru hins vegar ekki á lausu því samkvæmt helsta netmiðli Noregs um olíuiðnaðinn, offshore.no, er búið að ráðstafa flestum borpöllum mörg ár fram í tímann. Þannig er Aker Barents bókaður í verkefni fram yfir mitt ár 2014. Þetta hefur jafnframt leitt til þess að aukinn kraftur hefur verið settur í smíði nýrra borpalla og segir netmiðillinn að 70 fljótandi leitarpallar séu nú smíðum víðsvegar um heim. Þannig er norska fyrirtækið Oddfjell Drilling að láta smíða fjóra palla eins og þennan hér, sem ber heitið Deepsea Atlantic, en þeir virðast eins og klæðskerasniðnir til að ráða við aðstæður eins og á Drekasvæðinu, heimskautaslóðir með miklu hafsdýpi. Mest lesið „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Nebraska heyrir sögunni til Viðskipti innlent Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Viðskipti innlent Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Viðskipti innlent Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Viðskipti innlent Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Viðskipti innlent Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Fleiri fréttir „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Sjá meira
Olíufélög leggja nú aukna áherslu á smíði borpalla fyrir heimskautasvæði og mikið hafsdýpi. Fyrirsjáanlegur skortur á slíkum borpöllum gæti þó valdið því að enginn verði á lausu fyrir Drekasvæðið á næstu árum. Þetta er borpallurinn Aker Barents en í síðustu viku tilkynnti Statoil að hann hefði komið niður á mikla olíulind í Barentshafi. Athyglisvert er að þetta gerist um hávetur, langt norðan heimskautsbaugs, þar sem nú er fimbulkuldi og myrkur allan sólarhringinn, víðfjarri mannabyggðum, um 200 sjómílur norðvestur af Hammerfest. Þetta leiðir hugann að aðstæðum á Drekasvæðinu, sem er heldur nær landi, og mun sunnar á hnettinum. Olíuleitin í Barentshafi sýnir jafnframt við hve hrikalegar aðstæður nýjustu borpöllum er ætlað að vinna en þegar við fylgdumst með smíði Aker Barents á eynni Storð í Noregi fyrir tveimur árum var okkur greint frá því að þessi fljótandi pallur gæti borað í ólgandi stórsjó í miklum frosthörkum á þriggja kílómetra hafsdýpi. Jafnframt væri gríðarleg áherslu lögð á varnir gegn umhverfisslysum og öryggi mannskapsins um borð. Slíkir pallar eru hins vegar ekki á lausu því samkvæmt helsta netmiðli Noregs um olíuiðnaðinn, offshore.no, er búið að ráðstafa flestum borpöllum mörg ár fram í tímann. Þannig er Aker Barents bókaður í verkefni fram yfir mitt ár 2014. Þetta hefur jafnframt leitt til þess að aukinn kraftur hefur verið settur í smíði nýrra borpalla og segir netmiðillinn að 70 fljótandi leitarpallar séu nú smíðum víðsvegar um heim. Þannig er norska fyrirtækið Oddfjell Drilling að láta smíða fjóra palla eins og þennan hér, sem ber heitið Deepsea Atlantic, en þeir virðast eins og klæðskerasniðnir til að ráða við aðstæður eins og á Drekasvæðinu, heimskautaslóðir með miklu hafsdýpi.
Mest lesið „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Nebraska heyrir sögunni til Viðskipti innlent Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Viðskipti innlent Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Viðskipti innlent Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Viðskipti innlent Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Viðskipti innlent Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Fleiri fréttir „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Sjá meira