Smíðar Dúa-bíla í frístundum 19. apríl 2012 14:30 Úlfar Már byrjaði að búa bílana til þegar Sófus Oddur, sonur hans fæddist þar sem hann vildi að sonur sinn myndi eignast sinn eigin bíl. Fréttablaðið/Pjetur Úlfar Már Sófusson hefur endurvakið hina vinsælu Dúa-bíla sem eiga sögu sína að rekja aftur til ársins 1985. heimili „Pabbi minn smíðaði þessa bíla áður fyrr en þegar hann lést árið 2002 lögðust þeir í smá dvala. Það var svo fyrir svona tveimur árum sem ég ákvað að byrja að smíða þá aftur, þar sem mig langaði að sonur minn fengi svona bíl,“ segir iðnneminn Úlfar Már Sófusson. Úlfar hefur unnið sem smiður í hátt í tíu ár og mun ljúka smíðanámi nú í vor. Hann segist ekki hafa auglýst bílana neitt enn þá, en sé samt sem áður með um ellefu pantanir sem bíða hans. „Ég vinn þetta í frístundunum en það tekur dágóðan tíma að smíða hvern bíl, maður verður nú að vanda sig við verkið, “ segir Úlfar. Að sögn hans eru það helst menn sem áttu slíka bíla á sínum yngri árum sem kaupi þá handa börnum sínum eða barnabörnum. Á árum áður var hægt að fá nokkrar tegundir af bílnum en Úlfar heldur sig aðeins við vinsælustu útgáfuna í sinni framleiðslu, þeir koma þó í mismunandi litum. Frá því að bílarnir komu fyrst á markað árið 1985 hafa þeir alltaf verið handsmíðaðir og þykja einkar endingargóðir og vandaðir. „Ég á sjálfur einn sem er orðinn meira en 20 ára gamall og hann er enn þá í heilu lagi. Það eru mörg dæmi um að bílarnir gangi hreinlega í erfðir,“ segir Úlfar. Í gamla daga var hægt að fá bílinn merktan með nafni barnsins sem hann átti að fá, einhverju ákveðnu bílnúmeri eða hvað svo sem börnin óskuðu og þeim fylgdi skráningarvottorð. Úlfar er ekki farinn að láta slíkt fylgja með bílunum enn en segir líklegt að hann taki það upp fljótlega. „Það væri gaman að fara með þetta alla leið fyrst maður er að þessu á annað borð,“ segir hann að lokum.tinnaros@frettabladid.is Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Sjá meira
Úlfar Már Sófusson hefur endurvakið hina vinsælu Dúa-bíla sem eiga sögu sína að rekja aftur til ársins 1985. heimili „Pabbi minn smíðaði þessa bíla áður fyrr en þegar hann lést árið 2002 lögðust þeir í smá dvala. Það var svo fyrir svona tveimur árum sem ég ákvað að byrja að smíða þá aftur, þar sem mig langaði að sonur minn fengi svona bíl,“ segir iðnneminn Úlfar Már Sófusson. Úlfar hefur unnið sem smiður í hátt í tíu ár og mun ljúka smíðanámi nú í vor. Hann segist ekki hafa auglýst bílana neitt enn þá, en sé samt sem áður með um ellefu pantanir sem bíða hans. „Ég vinn þetta í frístundunum en það tekur dágóðan tíma að smíða hvern bíl, maður verður nú að vanda sig við verkið, “ segir Úlfar. Að sögn hans eru það helst menn sem áttu slíka bíla á sínum yngri árum sem kaupi þá handa börnum sínum eða barnabörnum. Á árum áður var hægt að fá nokkrar tegundir af bílnum en Úlfar heldur sig aðeins við vinsælustu útgáfuna í sinni framleiðslu, þeir koma þó í mismunandi litum. Frá því að bílarnir komu fyrst á markað árið 1985 hafa þeir alltaf verið handsmíðaðir og þykja einkar endingargóðir og vandaðir. „Ég á sjálfur einn sem er orðinn meira en 20 ára gamall og hann er enn þá í heilu lagi. Það eru mörg dæmi um að bílarnir gangi hreinlega í erfðir,“ segir Úlfar. Í gamla daga var hægt að fá bílinn merktan með nafni barnsins sem hann átti að fá, einhverju ákveðnu bílnúmeri eða hvað svo sem börnin óskuðu og þeim fylgdi skráningarvottorð. Úlfar er ekki farinn að láta slíkt fylgja með bílunum enn en segir líklegt að hann taki það upp fljótlega. „Það væri gaman að fara með þetta alla leið fyrst maður er að þessu á annað borð,“ segir hann að lokum.tinnaros@frettabladid.is
Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Sjá meira