Smíðar Dúa-bíla í frístundum 19. apríl 2012 14:30 Úlfar Már byrjaði að búa bílana til þegar Sófus Oddur, sonur hans fæddist þar sem hann vildi að sonur sinn myndi eignast sinn eigin bíl. Fréttablaðið/Pjetur Úlfar Már Sófusson hefur endurvakið hina vinsælu Dúa-bíla sem eiga sögu sína að rekja aftur til ársins 1985. heimili „Pabbi minn smíðaði þessa bíla áður fyrr en þegar hann lést árið 2002 lögðust þeir í smá dvala. Það var svo fyrir svona tveimur árum sem ég ákvað að byrja að smíða þá aftur, þar sem mig langaði að sonur minn fengi svona bíl,“ segir iðnneminn Úlfar Már Sófusson. Úlfar hefur unnið sem smiður í hátt í tíu ár og mun ljúka smíðanámi nú í vor. Hann segist ekki hafa auglýst bílana neitt enn þá, en sé samt sem áður með um ellefu pantanir sem bíða hans. „Ég vinn þetta í frístundunum en það tekur dágóðan tíma að smíða hvern bíl, maður verður nú að vanda sig við verkið, “ segir Úlfar. Að sögn hans eru það helst menn sem áttu slíka bíla á sínum yngri árum sem kaupi þá handa börnum sínum eða barnabörnum. Á árum áður var hægt að fá nokkrar tegundir af bílnum en Úlfar heldur sig aðeins við vinsælustu útgáfuna í sinni framleiðslu, þeir koma þó í mismunandi litum. Frá því að bílarnir komu fyrst á markað árið 1985 hafa þeir alltaf verið handsmíðaðir og þykja einkar endingargóðir og vandaðir. „Ég á sjálfur einn sem er orðinn meira en 20 ára gamall og hann er enn þá í heilu lagi. Það eru mörg dæmi um að bílarnir gangi hreinlega í erfðir,“ segir Úlfar. Í gamla daga var hægt að fá bílinn merktan með nafni barnsins sem hann átti að fá, einhverju ákveðnu bílnúmeri eða hvað svo sem börnin óskuðu og þeim fylgdi skráningarvottorð. Úlfar er ekki farinn að láta slíkt fylgja með bílunum enn en segir líklegt að hann taki það upp fljótlega. „Það væri gaman að fara með þetta alla leið fyrst maður er að þessu á annað borð,“ segir hann að lokum.tinnaros@frettabladid.is Mest lesið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Fleiri fréttir „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Sjá meira
Úlfar Már Sófusson hefur endurvakið hina vinsælu Dúa-bíla sem eiga sögu sína að rekja aftur til ársins 1985. heimili „Pabbi minn smíðaði þessa bíla áður fyrr en þegar hann lést árið 2002 lögðust þeir í smá dvala. Það var svo fyrir svona tveimur árum sem ég ákvað að byrja að smíða þá aftur, þar sem mig langaði að sonur minn fengi svona bíl,“ segir iðnneminn Úlfar Már Sófusson. Úlfar hefur unnið sem smiður í hátt í tíu ár og mun ljúka smíðanámi nú í vor. Hann segist ekki hafa auglýst bílana neitt enn þá, en sé samt sem áður með um ellefu pantanir sem bíða hans. „Ég vinn þetta í frístundunum en það tekur dágóðan tíma að smíða hvern bíl, maður verður nú að vanda sig við verkið, “ segir Úlfar. Að sögn hans eru það helst menn sem áttu slíka bíla á sínum yngri árum sem kaupi þá handa börnum sínum eða barnabörnum. Á árum áður var hægt að fá nokkrar tegundir af bílnum en Úlfar heldur sig aðeins við vinsælustu útgáfuna í sinni framleiðslu, þeir koma þó í mismunandi litum. Frá því að bílarnir komu fyrst á markað árið 1985 hafa þeir alltaf verið handsmíðaðir og þykja einkar endingargóðir og vandaðir. „Ég á sjálfur einn sem er orðinn meira en 20 ára gamall og hann er enn þá í heilu lagi. Það eru mörg dæmi um að bílarnir gangi hreinlega í erfðir,“ segir Úlfar. Í gamla daga var hægt að fá bílinn merktan með nafni barnsins sem hann átti að fá, einhverju ákveðnu bílnúmeri eða hvað svo sem börnin óskuðu og þeim fylgdi skráningarvottorð. Úlfar er ekki farinn að láta slíkt fylgja með bílunum enn en segir líklegt að hann taki það upp fljótlega. „Það væri gaman að fara með þetta alla leið fyrst maður er að þessu á annað borð,“ segir hann að lokum.tinnaros@frettabladid.is
Mest lesið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Fleiri fréttir „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Sjá meira