Snæbjörn sakaður um að hafa greitt fyrir leigubíla, mat og drykki með peningum SMÁÍS Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 19. desember 2016 13:37 Hér má sjá sundurliðun á nokkrum færslum af kreditkorti SMÁÍS sem Snæbjörn hafði til afnota. vísir Snæbjörn Steingrímsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri SMÁÍS, hefur verið ákærður af héraðssaksóknara fyrir fjárdrátt og umboðssvik. Honum er gefið að sök að hafa notað kreditkort félagsins til eigin nota í alls 275 skipti fyrir um 6,8 milljónir króna, og að hafa dregið sér tæplega 1,3 milljónir króna í gegnum bankareikning félagsins. Meint brot áttu sér stað á árunum 2007 til 2014. Snæbjörn er ákærður fyrir umboðssvik með því að hafa misnotað aðstöðu sína með því að nota kreditkort félagsins til eigin nota, að því er segir í ákæru. Kreditkortið fékk hann frá SMÁÍS vegna starfa sinna sem framkvæmdastjóri og var honum ætlað að greiða með því tilfallandi útgjöld tengd félaginu. Fjárhæðin, sem nemur tæplega 6,8 milljónum króna, var síðan skuldfærð af bankareikningi félagsins.Leigubílar, matur og áfengi Kreditkortið var fyrst og fremst notað til greiðslna á leigubílaþjónustu og á ýmsum veitingastöðum í miðborginni, til dæmis á 101 hóteli, Nauthóli og Jómfrúnni, að því er segir í ákæru. Þá var kortið einnig notað í ÁTVR, Sjónvarpsmiðstöðinni og Bónus, svo fátt eitt sé nefnt. Þá er Snæbjörn ákærður fyrir fjárdrátt með því að hafa dregið að sér fjármuni félagsins, tæplega 1,3 milljónir króna, með úttektum af bankareikningi félagsins með debetkorti, greiðslu reikninga og millifærslum af reikningnum. Debetkortið var gefið út til notkunar vegna kostnaðar sem til féll vegna starfsemi félagsins. Samkvæmt ákæru er Snæbirni gefið að sök að hafa notað kortið til eigin nota, í Bónus, Hagkaup og Elko og á fleiri stöðum. Héraðssaksóknari fer fram á að Snæbjörn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar og þá fer þrotabú SMÁÍSS fram á tæplega fimm milljónir króna í skaðabætur. SMÁÍS, samtök myndrétthafa á Íslandi, var tekið til gjaldþrotaskipta árið 2014. Stjórn samtakanna sagði ástæðuna ítrekuð brot Snæbjörns, en hann gegndi starfinu frá árinu 2007. Samtökin voru stofnuð árið 1992 til að gæta hagsmuna rétthafa myndefnis á Íslandi auk þess sem þau áttu að hafa ýmis hagsmunamál rétthafa á sínum snærum. Tengdar fréttir „Ég fæddist ekki til að fara í taugarnar á netverjum“ „Þetta hefur verið erfitt fyrir mig sjálfan og þá sem eru í kringum mig. Það getur líka verið erfitt að geta ekki alltaf svarað þessum árásum,“ segir Snæbjörn Steingrímsson sem lætur af störfum sem framkvæmdastjóri Smáís. 10. desember 2013 10:43 SMÁÍS gafst upp á Facebook eftir fjóra daga "Sumar athugasemdirnar voru þannig að þær voru eiginlega ekki birtingarhæfar. Það kemur ekki rosalega mikið á óvart en okkur þótti samt þess virði að prófa þetta,“ segir Snæbjörn Steingrímsson framkvæmdastjóri SMÁÍS. 4. febrúar 2013 22:00 Segja Snæbjörn hafa viðurkennt fjárdrátt Stjórn Smáís hefur óskað eftir því að félagið verði tekið til gjaldþrotaskipta. Ástæðan segir stjórnin vera ítrekuð brot fyrrum framkvæmdastjóra samtakanna. 21. ágúst 2014 11:02 Smáís kærir Snæbjörn til sérstaks saksóknara Ákvörðun þess efnis var tekin eftir að fjárreiður samtakanna voru skoðuð við starfslok Snæbjörns. 30. maí 2014 17:12 Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Snæbjörn Steingrímsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri SMÁÍS, hefur verið ákærður af héraðssaksóknara fyrir fjárdrátt og umboðssvik. Honum er gefið að sök að hafa notað kreditkort félagsins til eigin nota í alls 275 skipti fyrir um 6,8 milljónir króna, og að hafa dregið sér tæplega 1,3 milljónir króna í gegnum bankareikning félagsins. Meint brot áttu sér stað á árunum 2007 til 2014. Snæbjörn er ákærður fyrir umboðssvik með því að hafa misnotað aðstöðu sína með því að nota kreditkort félagsins til eigin nota, að því er segir í ákæru. Kreditkortið fékk hann frá SMÁÍS vegna starfa sinna sem framkvæmdastjóri og var honum ætlað að greiða með því tilfallandi útgjöld tengd félaginu. Fjárhæðin, sem nemur tæplega 6,8 milljónum króna, var síðan skuldfærð af bankareikningi félagsins.Leigubílar, matur og áfengi Kreditkortið var fyrst og fremst notað til greiðslna á leigubílaþjónustu og á ýmsum veitingastöðum í miðborginni, til dæmis á 101 hóteli, Nauthóli og Jómfrúnni, að því er segir í ákæru. Þá var kortið einnig notað í ÁTVR, Sjónvarpsmiðstöðinni og Bónus, svo fátt eitt sé nefnt. Þá er Snæbjörn ákærður fyrir fjárdrátt með því að hafa dregið að sér fjármuni félagsins, tæplega 1,3 milljónir króna, með úttektum af bankareikningi félagsins með debetkorti, greiðslu reikninga og millifærslum af reikningnum. Debetkortið var gefið út til notkunar vegna kostnaðar sem til féll vegna starfsemi félagsins. Samkvæmt ákæru er Snæbirni gefið að sök að hafa notað kortið til eigin nota, í Bónus, Hagkaup og Elko og á fleiri stöðum. Héraðssaksóknari fer fram á að Snæbjörn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar og þá fer þrotabú SMÁÍSS fram á tæplega fimm milljónir króna í skaðabætur. SMÁÍS, samtök myndrétthafa á Íslandi, var tekið til gjaldþrotaskipta árið 2014. Stjórn samtakanna sagði ástæðuna ítrekuð brot Snæbjörns, en hann gegndi starfinu frá árinu 2007. Samtökin voru stofnuð árið 1992 til að gæta hagsmuna rétthafa myndefnis á Íslandi auk þess sem þau áttu að hafa ýmis hagsmunamál rétthafa á sínum snærum.
Tengdar fréttir „Ég fæddist ekki til að fara í taugarnar á netverjum“ „Þetta hefur verið erfitt fyrir mig sjálfan og þá sem eru í kringum mig. Það getur líka verið erfitt að geta ekki alltaf svarað þessum árásum,“ segir Snæbjörn Steingrímsson sem lætur af störfum sem framkvæmdastjóri Smáís. 10. desember 2013 10:43 SMÁÍS gafst upp á Facebook eftir fjóra daga "Sumar athugasemdirnar voru þannig að þær voru eiginlega ekki birtingarhæfar. Það kemur ekki rosalega mikið á óvart en okkur þótti samt þess virði að prófa þetta,“ segir Snæbjörn Steingrímsson framkvæmdastjóri SMÁÍS. 4. febrúar 2013 22:00 Segja Snæbjörn hafa viðurkennt fjárdrátt Stjórn Smáís hefur óskað eftir því að félagið verði tekið til gjaldþrotaskipta. Ástæðan segir stjórnin vera ítrekuð brot fyrrum framkvæmdastjóra samtakanna. 21. ágúst 2014 11:02 Smáís kærir Snæbjörn til sérstaks saksóknara Ákvörðun þess efnis var tekin eftir að fjárreiður samtakanna voru skoðuð við starfslok Snæbjörns. 30. maí 2014 17:12 Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
„Ég fæddist ekki til að fara í taugarnar á netverjum“ „Þetta hefur verið erfitt fyrir mig sjálfan og þá sem eru í kringum mig. Það getur líka verið erfitt að geta ekki alltaf svarað þessum árásum,“ segir Snæbjörn Steingrímsson sem lætur af störfum sem framkvæmdastjóri Smáís. 10. desember 2013 10:43
SMÁÍS gafst upp á Facebook eftir fjóra daga "Sumar athugasemdirnar voru þannig að þær voru eiginlega ekki birtingarhæfar. Það kemur ekki rosalega mikið á óvart en okkur þótti samt þess virði að prófa þetta,“ segir Snæbjörn Steingrímsson framkvæmdastjóri SMÁÍS. 4. febrúar 2013 22:00
Segja Snæbjörn hafa viðurkennt fjárdrátt Stjórn Smáís hefur óskað eftir því að félagið verði tekið til gjaldþrotaskipta. Ástæðan segir stjórnin vera ítrekuð brot fyrrum framkvæmdastjóra samtakanna. 21. ágúst 2014 11:02
Smáís kærir Snæbjörn til sérstaks saksóknara Ákvörðun þess efnis var tekin eftir að fjárreiður samtakanna voru skoðuð við starfslok Snæbjörns. 30. maí 2014 17:12