Innlent

Snjóar og snjóar í Bláfjöllum

Nú kyngir niður snjónum í Bláfjöllum að sögn Einars Bjarnasonar rekstrarstjóra skíðasvæðisins. Starfsmenn eru byrjaðir að troða og nú styttist í að hægt verði að opna eina lyftu fyrir þá sem stunda skipulagðar æfingar.

Að sögn Einars vantar enn töluvert af snjó í Kóngsgilið og upp á hrygginn en snjórinn sem fellur nú er mjög léttur í sér og festist í öllum girðingum. Ef fram heldur sem horfir segir Einar mögulegt að stefna á opnun fyrir almenning í næstu viku.

Þetta lítur því mun betur út en oft áður en Einar segist harma að vera ekki með snjóframleiðslubúnað, þá væri hægt að opna mun fyrr  en ella.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×