Innlent

Snjókoma í borginni: Leit að 17 ára pilti og margir ökumenn fastir

Margir ökumenn eru fastir og reyna björgunarsveitarmenn eftir fremsta megni að aðstoða. Mikill snjór er á götum höfuðborgarsvæðisins.
Margir ökumenn eru fastir og reyna björgunarsveitarmenn eftir fremsta megni að aðstoða. Mikill snjór er á götum höfuðborgarsvæðisins. mynd úr safni
Mikil snjókoma hefur verið á höfuðborgarsvæðinu síðustu klukkutíma og hafa margir ökumenn fest bíla sína í snjósköflum. Nóg hefur verið að gera hjá björgunarsveitum í nótt.

Björgunarsveitirnar voru kallaðar út rétt eftir klukkan 1 í nótt eftir að símtal barst frá 17 ára gömlum pilti sem var týndur upp við Vatnsenda. Hann hafði verið í göngu og eftir um klukkustund var hann orðinn villtur.

Leitarhópar voru sendir á svæðið og var meðal annars ekið um með blikkandi ljós á bílum. Drengurinn sá ljósin og gat gert vart við sig. Hann var þá staddur í nágrenni við hesthúsahverfið Heimsenda. Hann var heill á húfi en nokkuð kaldur. Honum var ekið til síns heima.

Í tilkynningu frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg segir að um 40 björgunarsveitarmenn hafi verið komnir í leitna þegar pilturinn fannst.

Fjölmargar aðstoðarbeiðnir hafa borist björgunarsveitunum vegna ófærðar. Um klukkan 2 í nótt höfðu 20 ökumenn beðið um aðstoð en þeir eru staddir víða um höfuðborgarsvæðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×