Innlent

Snjór í Öskju - björgunarsveitir í viðbragðsstöðu

Það var einhver snjór við Öskju við Drekagil.
Það var einhver snjór við Öskju við Drekagil. Mynd/Vilhelm
Þó ekki hafi ræst fyllilega úr vondri veðurspá er ljóst að veður var vont víða í gær og í nótt.

Meðal annars tók ljósmyndari Fréttablaðsins þessa mynd af skála Ferðafélags Akureyrar við Drekagil í Öskju í Vatnajökulsþjóðgarði morgun.

Sá sagði í samtali við Vísi að veðrið hefði verið vont í nótt þó það hafi ekki snjóað mikið. Hann sagði að helst hefði fokið í skafla.

Ennfremur sagði hann fáa á ferli á hálendinu.

Ekki þurfti að kalla björgunarsveitir út í nótt vegna veðurs í nótt. Björgunarsveitarmenn luku því þeim verkefnum sem sköpuðust vegna hvassviðrisins sem gengur yfir landið um klukkan átta í gærkvöldi.

Fólust verkefni björgunarsveitanna fram að því helst í að festa niður tampólín og þakplötur en auk þess rifnaði tré upp með rótum í miðborginni.

Á höfðuborgarsvæðinu virðist veðrið að mestu gengið yfir en fulltrú Landsbjargar sem fréttastofa ræddi við í morgun segir björgunarsveitirnar þó enn hafa viðbúnað víða um land.

Nú sídegis fengust þær upplýsingar að allt væri með kyrru kjörum en björgunarsveitarmenn væru á tánum.

Á Norðurlandi og á Vestfjörðum snjóaði í fjöllum og segir í tilkynningu frá Vegagerðinni að hálkublettir séu þar á nokkrum fjallvegum




Fleiri fréttir

Sjá meira


×