Snjóskaflar þrefalda aksturstíma að gosi Kristján Már Unnarsson skrifar 29. október 2014 12:30 Akstur á jeppum sem í september tók 3 klukkustundir tekur nú 8-9 klukkustundir. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Aðstæður til að komast akandi úr byggð að eldsstöðinni í Holuhrauni hafa hríðversnað eftir því sem bætir í snjó á hálendinu. Ferðalag sem áður tók þrjá tíma tekur nú átta til níu tíma. Það eru fyrst og fremst vísindamenn og lögreglumenn sem verið hafa á gosstöðvunum undanfarnar vikur og er ekki vitað til þess að neinir fjölmiðlamenn hafi verið á svæðinu síðustu þrjár vikur. Almannavarnir hertu mjög aðgangstakmarkanir með nýjum reglum fyrir tólf dögum og gáfu engin leyfi út til fjölmiðlamanna í tvær vikur á undan meðan reglurnar voru í smíðum. Og jafnvel þótt menn fái leyfi verður sífellt erfiðara að komast akandi á sérbúnum jeppum á svæðið, sem er í um sjö hundruð metra hæð yfir sjávarmáli. Þeir fáu sem fá leyfi verða allir að aka um Möðrudal á Fjöllum og fara um sérstaka lokunarstöð í svokallaðri Krepputungu. Á fyrstu vikum eldgossins, áður en fór að snjóa á hálendinu, tók það um þrjár klukkustundir að aka frá Möðrudal að Holuhrauni, en fyrir tveimur vikum fór færið að þyngjast. Fjórir starfsmenn Jarðvísindastofnunar, sem lögðu af stað um sexleytið í gærkvöldi frá Möðrudal, voru ekki komnir í Drekaskála fyrr en um eittleytið í nótt og voru því um sjö tíma á leiðinni. Þaðan eiga þeir svo eftir að aka að eldsstöðinni, og það er einnig orðið seinfarnara. Lögreglumenn sem óku í gær milli Holuhrauns og Dreka voru um einn og hálfan tíma á þeirri leið, en áður en fór að snjóa var þetta um hálftíma akstur. Snjónum var lýst þannig að hann væri ekki nægilega blautur til að troðast niður og því myndaðist ekki troðin vegslóð. Þetta er því orðinn milli 8 og 9 klukkustunda leiðangur úr byggð að eldstöðinni, ferð sem áður tók um þrjá tíma. Menn horfa þó til þess möguleika að það bæti enn í snjóinn svo að fært verði á vélsleðum, sem myndi væntanlega stytta ferðatímann á ný. Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent TikTok hólpið í bili Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Fleiri fréttir „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Sjá meira
Aðstæður til að komast akandi úr byggð að eldsstöðinni í Holuhrauni hafa hríðversnað eftir því sem bætir í snjó á hálendinu. Ferðalag sem áður tók þrjá tíma tekur nú átta til níu tíma. Það eru fyrst og fremst vísindamenn og lögreglumenn sem verið hafa á gosstöðvunum undanfarnar vikur og er ekki vitað til þess að neinir fjölmiðlamenn hafi verið á svæðinu síðustu þrjár vikur. Almannavarnir hertu mjög aðgangstakmarkanir með nýjum reglum fyrir tólf dögum og gáfu engin leyfi út til fjölmiðlamanna í tvær vikur á undan meðan reglurnar voru í smíðum. Og jafnvel þótt menn fái leyfi verður sífellt erfiðara að komast akandi á sérbúnum jeppum á svæðið, sem er í um sjö hundruð metra hæð yfir sjávarmáli. Þeir fáu sem fá leyfi verða allir að aka um Möðrudal á Fjöllum og fara um sérstaka lokunarstöð í svokallaðri Krepputungu. Á fyrstu vikum eldgossins, áður en fór að snjóa á hálendinu, tók það um þrjár klukkustundir að aka frá Möðrudal að Holuhrauni, en fyrir tveimur vikum fór færið að þyngjast. Fjórir starfsmenn Jarðvísindastofnunar, sem lögðu af stað um sexleytið í gærkvöldi frá Möðrudal, voru ekki komnir í Drekaskála fyrr en um eittleytið í nótt og voru því um sjö tíma á leiðinni. Þaðan eiga þeir svo eftir að aka að eldsstöðinni, og það er einnig orðið seinfarnara. Lögreglumenn sem óku í gær milli Holuhrauns og Dreka voru um einn og hálfan tíma á þeirri leið, en áður en fór að snjóa var þetta um hálftíma akstur. Snjónum var lýst þannig að hann væri ekki nægilega blautur til að troðast niður og því myndaðist ekki troðin vegslóð. Þetta er því orðinn milli 8 og 9 klukkustunda leiðangur úr byggð að eldstöðinni, ferð sem áður tók um þrjá tíma. Menn horfa þó til þess möguleika að það bæti enn í snjóinn svo að fært verði á vélsleðum, sem myndi væntanlega stytta ferðatímann á ný.
Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent TikTok hólpið í bili Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Fleiri fréttir „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Sjá meira