Innlent

Snörp hrina í Kötlu

Snörp jarðskjálftahrina hófst laust fyrir klukkan þrjú í nótt í norðanverðri Kötluöskjunni. Benedikt Ófeigsson jarðvísindamaður var kallaður á vakt á Veðurstofuna og segir hann að fyrsti skjálftinn hafi verið vel yfir þjú stig á Richter og nokkrir í kringum þrjú hafi fylgt í kjölfarið.

Síðan hafi dregið úr virkninni, en hún hafi aftur aukist klukkan hálf fjögur og svo aftur klukkan hálf sex, en í báðum þeim tilvikum hafi skjálftarnir verið vægari en í fyrstu hrynunni.

Ekki hafi því þótt ástæða til að gera Almannavörnum viðvart, en þar verði þó farið yfir atburði næturinnar þegar líður á morguninn.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×