Innlent

Snorri Magnússon nýr formaður LL

Snorri Magnússon.
Snorri Magnússon.

Snorri Magnússon rannsóknarlögreglumaður var kjörinn nýr formaður Landssambands lögreglumanna. Valið var á milli tveggja lista. Annars vegar lista með Snorra sem formanni og hins vegar lista með Gils Jóhannssyni sem formanni. Þátttaka í kjörinu var mjög góð og vann Snorri afgerandi sigur.

Alls bárust 523 atkvæði og var kosningaþátttaka því 71,64 % og féllu atkvæði þannig að listi Snorra fékk 358 atkvæði, eða 70% og listi Gils 151 atkvæði eða 30%. Auðir og ógildir seðlar voru 14.

Snorri tekur við að loknu þingi LL í byrjun maí. Sveinn Ingiberg Magnússon gaf ekki kost á sér til áframhaldandi formennsku. Greint var frá þessu á vef BSRB.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×