Erlent

Snowden ekki á leið til Kúbu

Uppljóstrarinn Edward Snowden er enn í Moskvu og er ekki á leiðinni til Kúbu, eins og greint var frá í morgun.

Snowden átti að fljúga til Havana á Kúbu í morgun, þar sem hann ætlaði að freista þess að sækja um pólitískt hæli í Ekvador.

Rússneski blaðamaðurinn Max Eddon bókaði sæti í sömu vél og Snowden átti að vera í, og fyrir stundu birti hann mynd á Twitter síðu sinni af sætinu sem Snowden átti að sitja í. Þar var hinsvegar enginn. „Stend hér hliðina á sætinu hans Edward Snowden í flugvélinni til Kúbu. Hann er ekki hér,“ segir hann.

Um þrjátíu blaðamenn eru um borð í flugvélinni, og hafa bæði AP fréttastofan og Reuters staðfest að hann sé ekki um borð.

John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í morgun að Snowden væri föðurlandssvikari.

Beina textalýsingu The Guardian má nálgast hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×