Innlent

Sóknarnefndar og presta að marka stefnu

Óskar Hafsteinn Óskarsson
Óskar Hafsteinn Óskarsson
Prestar og sóknarprestur Selfosskirkju eru ekki á einu máli um hvort heimilt sé öðrum en biskupi að meina prestum sem uppvísir hafa orðið að kynferðisbrotum að þjóna í kirkjunni.

Biskup sendi í byrjun mánaðarins prestum kirkjunnar og fleirum tölvupóst þar sem hann gerir athugasemd við nýjar starfsreglur Selfosskirkju og telur vafa undirorpið hvort sóknarnefnd og prestar geti meinað ákveðnum prestum að annast athafnir í kirkju.

„En saga yrði það til næsta bæjar ef nota ætti starfsreglur kirkjunnar til að opna leið þeirra í kirkju sem uppvísir hafa orðið að kynferðisbrotum til að annast þar athafnir og mæta jafnvel fórnarlömbum sínum,“ segir í grein sem birtist í Fréttablaðinu í gær, en hana rita tveir prestar Selfosskirkju, Óskar Hafsteinn Óskarsson og Nanna Sif Svavarsdóttir, ásamt sóknarnefndarmanninum Grími Hergeirssyni lögmanni. „Ekki verður efast um heimild sóknarnefndar […] til að setja sér vinnureglur og marka stefnu gegn kynferðisbrotum í samráði við prestana.“

Sóknarnefndin og prestarnir tveir sömdu nýju reglurnar án aðkomu sóknarprestsins, Kristins Ágústs Friðfinnssonar. Hann hefur sagst þeirrar skoðunar að breyta þurfi nýju starfsreglunum, agavald kirkjunnar sé hjá biskupi einum.

- óká



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×