Innlent

Solla er besti hráfæðiskokkur í heimi

Solla Eiríks. MYND/EA
Solla Eiríks. MYND/EA
Hráfæðiskokkurinn Sólveig Eiríksdóttir fór með sigur af hólmi í keppni hráfæðismatreiðslumanna en úrslitin hafa nú verið kunngjörð. Sólveig, eða Solla eins og hún er kölluð var tilnefnd í tveimur flokkum, „BEST of RAW Gourmet Chef" og líka í „Best RAW Simple Chef" og sigraði hún báða flokkana. Valið fór fram á netinu en úrslitin voru kunngjörð við hátíðlega athöfn í San Franciso. Solla greinir frá úrslitunum á Facebook síðu sinni í dag.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×