Lífið

Söluhæstu frumraunirnar síðasta vor

Of Monsters and Men
Of Monsters and Men
Lista yfir söluhæstu frumraunir íslenskrar tónlistarsögu má finna í tölum sem voru teknar saman m.a. fyrir útgáfu bókarinnar 100 bestu plötur Íslandssögunnar, sem kom út 2009, og voru uppfærðar síðasta vor vegna átaks FHF (Félags hljómplötuframleiðenda) vegna söluhæstu platna Íslandssögunnar. Sölutölurnar endurspegla langan tíma, eða frá útgáfudegi til síðasta vors.

Samkvæmt þeim hefur Of Monsters and Men selt um 11 þúsund eintök af plötu sinni en frá síðasta vori hefur sú tala tvöfaldast og er listinn því ekki lengur marktækur hvað þá plötu varðar. Dýrð í dauðaþögn var ekki komin út þegar tölurnar voru teknar saman en væri núna í öðru af tveimur efstu sætunum ásamt My Head Is An Animal. Þetta er sérlega góður árangur því platan kom út í september í fyrra á meðan hinar plöturnar hafa verið fáanlegar í einhver ár eða áratugi.

Svona leit listinn út síðasta vor:

1. Olga Guðrún Árnadóttir – Eniga meniga (1976) um 20.000 eintök

2. Stuðmenn – Sumar á Sýrlandi (1975) um 19.000 eintök

3. Írafár – Allt sem ég sé (2002) um 19.000 eintök

4. Garðar Cortes – Cortes (2005) um 16.000 eintök

5. Sigur Rós – Von (1997) um 16.000 eintök

6. Óskar Pétursson – Aldrei einn á ferð (2003) um 14.000 eintök

7. Bubbi Morthens – Ísbjarnarblús (1980) um 13.500 eintök

8. Lay Low – Please don't hate me (2006) um 11.500 eintök

9. Jóhanna Guðrún – 9 (2000) um 11.000 eintök

19. Mugison – Mugimama is this monkeymusic? (2004) um 11.000 eintök

11. Of monsters and men – My head is an animal (2011) um 11.000 eintök

12. Selma – I am (1999) um 10.500 eintök

13. Hjálmar – Hjálmar (2005) um 10.500 eintök

14. XXX Rottweiler hundar – XXX Rottweilerhundar (2001) um 10.500 eintök


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×