Lífið

Söng lagið eins og hún hefur alltaf gert

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Fleiri en færri eru á því að söngkonan hafi farið aðeins fram úr sér þegar hún leiddi fjöldasönginn í gær.
Fleiri en færri eru á því að söngkonan hafi farið aðeins fram úr sér þegar hún leiddi fjöldasönginn í gær.
Söngkonan Erna Hrönn Ólafsdóttir segist auðmjúk og þakklát fyrir að hafa verið boðið að taka þátt í móttökuathöfn strákanna okkar sem sneru heim eftir Evrópuævintýrið í Frakklandi. Þúsundir Íslendinga tóku á móti okkar mönnum við Arnarhól í gær og söng Erna Hrönn lagið „Ég er kominn heim“ í þann mund sem rútan með strákana mætti á svæðið.

Töluverð umræða hefur verið um söng Ernu Hrannar og sérstaklega á þeim nótum að ekki hafi verið um fjöldasöng að ræða. Fjallað var um málið á Vísi fyrr í dag. Erna segist einfaldlega hafa verið beðin um að syngja lagið og söng það eins og hún gerir alltaf.

„Upplifunin var ólýsanleg þar sem ég stóð á sviðinu í fallega fánakjólnum sem Anna Karen saumaði fyrir tilefnið,“ segir Erna og bætir við að lagið sé eitt af hennar uppáhalds.

„Mér þykir afar leitt ef einhverjum fannst ég ganga of langt í túlkun minni á „Ég er kominn heim“ en ég var ráðin til þess að syngja lagið og söng það eins og ég hef gert í svo ótalmörg skipti við allskonar tilefni.“

Erna Hrönn bætir við að landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson hafi gefið henni faðmlag og Lars Lagerbäck hrósað henni sérstaklega eftir flutninginn. Knúsið og hrósið muni hún alltaf geyma í hjarta sínu.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.