Sönnunargögn um hatursglæp í ruslið Brjánn Jónasson skrifar 29. nóvember 2013 06:00 Þegar mynd frá ljósmyndara Fréttablaðsins er stækkuð má greinilega sjá að um er að ræða blóði drifnar síður úr Kóraninum. Fréttablaðið/Vilhelm Blóði drifnar síður úr Kóraninum sem voru hluti sönnunargagna um hatursglæp gegn múslimum á Íslandi var hent í ruslið. Borgarstarfsmenn fjarlægðu síðurnar ásamt þremur svínshöfðum sem hafði verið komið fyrir á lóð Félags múslima á Íslandi á miðvikudag. Svínshöfuð, lappir og blóð ásamt blóðugu eintaki af Kóraninum, trúarriti múslima, fundust á lóð félagsins þar sem til stendur að reisa mosku á miðvikudag. Í 233. grein almennra hegningarlaga segir að hver sem með háði, rógi, smánun, ógnun eða á annan hátt ráðist opinberlega á mann eða hóp manna, til dæmis vegna trúar þeirra skuli sæta sektum eða fangelsi allt að 2 árum.Björg Thorarensen„Menn geta brotið gegn þessari lagagrein með bæði orðum og athöfnum sem eru smánandi og niðurlægjandi fyrir hóp manna á grundvelli trúarbragða. Mér finnst blasa við að það eigi við í þessu máli,“ segir Björg Thorarensen, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands. „Kóraninn vísar skýrt til íslamstrúar og það getur ekki verið skýrara að hverjum þetta beinist.“ Ólíklegt er að lögreglan aðhafist frekar í málinu segir Benedikt Lund, lögreglufulltrúi hjá Lögreglu höfuðborgarsvæðisins. „Við höfum ekkert í höndunum til að rannsaka,“ segir Benedikt. „Við myndum rannsaka þetta ef við hefðum eitthvað í höndunum.“ Hann segir að lögreglumaður sem fór á vettvang hafi staðfest við sig að það hafi verið „einhver bréf“ á vettvangi en þeim hafi verið hent. „Hann sagði að þetta hafi verið eitthvað bréfarusl og veit ekki einu sinni hvort það tilheyrir þessu máli eða hvort þetta var bara eitthvað rusl sem var þarna á vettvangi. Þessu var öllu hent og ég hef ekkert í höndunum um þetta svínamál,“ segir Benedikt.Hreinsað Borgarstarfsmenn hreinsuðu upp svínshausa og önnur sönnunargögn á vettvangi.Svínshausar ekki vinsæl söluvara Svínum er eftir því sem Fréttablaðið kemst næst slátrað í fjórum sláturhúsum á landinu. Hjá þeim sláturhúsum sem Fréttablaðið hafði samband við fengust þær upplýsingar að svínshausar séu alls ekki vinsæl söluvara og fáir hausar séu seldir. Eingöngu kjötvinnslur kaupa svínsblóð og því ekki sérlega margir sem hafa aðgang að jafn miklu magni og helt var á lóð Félags múslima á Íslandi. Ekki er þó útilokað að um blóð úr öðrum dýrum hafi verið að ræða, enda til dæmis mikið magn af kindablóði selt til sláturgerðar. Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Sjá meira
Blóði drifnar síður úr Kóraninum sem voru hluti sönnunargagna um hatursglæp gegn múslimum á Íslandi var hent í ruslið. Borgarstarfsmenn fjarlægðu síðurnar ásamt þremur svínshöfðum sem hafði verið komið fyrir á lóð Félags múslima á Íslandi á miðvikudag. Svínshöfuð, lappir og blóð ásamt blóðugu eintaki af Kóraninum, trúarriti múslima, fundust á lóð félagsins þar sem til stendur að reisa mosku á miðvikudag. Í 233. grein almennra hegningarlaga segir að hver sem með háði, rógi, smánun, ógnun eða á annan hátt ráðist opinberlega á mann eða hóp manna, til dæmis vegna trúar þeirra skuli sæta sektum eða fangelsi allt að 2 árum.Björg Thorarensen„Menn geta brotið gegn þessari lagagrein með bæði orðum og athöfnum sem eru smánandi og niðurlægjandi fyrir hóp manna á grundvelli trúarbragða. Mér finnst blasa við að það eigi við í þessu máli,“ segir Björg Thorarensen, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands. „Kóraninn vísar skýrt til íslamstrúar og það getur ekki verið skýrara að hverjum þetta beinist.“ Ólíklegt er að lögreglan aðhafist frekar í málinu segir Benedikt Lund, lögreglufulltrúi hjá Lögreglu höfuðborgarsvæðisins. „Við höfum ekkert í höndunum til að rannsaka,“ segir Benedikt. „Við myndum rannsaka þetta ef við hefðum eitthvað í höndunum.“ Hann segir að lögreglumaður sem fór á vettvang hafi staðfest við sig að það hafi verið „einhver bréf“ á vettvangi en þeim hafi verið hent. „Hann sagði að þetta hafi verið eitthvað bréfarusl og veit ekki einu sinni hvort það tilheyrir þessu máli eða hvort þetta var bara eitthvað rusl sem var þarna á vettvangi. Þessu var öllu hent og ég hef ekkert í höndunum um þetta svínamál,“ segir Benedikt.Hreinsað Borgarstarfsmenn hreinsuðu upp svínshausa og önnur sönnunargögn á vettvangi.Svínshausar ekki vinsæl söluvara Svínum er eftir því sem Fréttablaðið kemst næst slátrað í fjórum sláturhúsum á landinu. Hjá þeim sláturhúsum sem Fréttablaðið hafði samband við fengust þær upplýsingar að svínshausar séu alls ekki vinsæl söluvara og fáir hausar séu seldir. Eingöngu kjötvinnslur kaupa svínsblóð og því ekki sérlega margir sem hafa aðgang að jafn miklu magni og helt var á lóð Félags múslima á Íslandi. Ekki er þó útilokað að um blóð úr öðrum dýrum hafi verið að ræða, enda til dæmis mikið magn af kindablóði selt til sláturgerðar.
Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Sjá meira