Erlent

Sonur minn, ræninginn

Óli Tynes skrifar
Hit med pengene.
Hit med pengene.

Danskir foreldrar tóku ákveðið á málinu þegar þeir komust að því að 18 ára gamall sonur þeirra hafði framið vopnað rán. Hjónin sáu til hans þegar hann kom heim seint í gærkvöldi eftir að hafa rænt Shell bensínstöð. Hann var með ránsfenginn á sér. Foreldrarnir hringdu beint í lögregluna. Hálftíma eftir ránið var ræninginn því kominn undir manna hendur.

Í ljós kom að byssan sem hann notaði var leikfangabyssa. Mogens Bröndum lögregluforingi sagði við fjölmiðla að drengurinn hafi aldrei áður komið við sögu lögreglunnar. „Foreldrarnir voru settir í skelfilega aðstöðu," sagði Bröndum. „Við berum dýpstu virðingu fyrir þeim, fyrir að taka svona strax í taumana."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×