Sóun orkuauðlinda Ólafur Teitur Guðnason skrifar 25. nóvember 2013 00:00 Jón Steinsson, dósent í hagfræði, hélt því nýverið fram í netpistli að aukin orkusala til álvera, fremur en um sæstreng fyrir fjórfalt hærra verð, fæli í sér sóun á orkuauðlindum þjóðarinnar. Af því að Jón beinir spjótum að orkusölu til álframleiðslu tel ég rétt að vekja athygli á tveimur atriðum, án þess að hér verði lagt nokkurt mat á fýsileika sæstrengs. Fyrra atriðið er býsna augljóst en virðist þó þurfa að minna á, nefnilega að viðskiptavinurinn sem Jón vill snúa sér til, sæstrengurinn, er ekki til. Landsvirkjun telur að hann komi varla til sögunnar fyrr en eftir tíu ár eða svo, reynist yfirleitt fýsilegt að leggja hann, fáist erlendir aðilar til að fjármagna hann og aðrir óvissuþættir gangi upp. Það væri dýrt að slá arðbær verkefni út af borðinu í heilan áratug á meðan þetta er athugað. Á meðan færi óvirkjað aflið í súginn sem töpuð tækifæri – glataður arður – því hér gildir vitaskuld annað en um endanlegar auðlindir á borð við námur eða olíulindir, sem alla jafna kostar ekkert að geyma til síðari tíma. Þennan fórnarkostnað, hinn tapaða arð, þyrfti Jón að taka með í reikninginn, það er ef það væri rétt hjá honum að valið stæði á milli sæstrengs og áliðnaðar. En svo er ekki. Hér komum við nefnilega að síðara atriðinu sem bent skal á: Það má vel gera hvort tveggja. Á haustfundi Landsvirkjunar kom fram að ætla má að sæstrengur taki ekki til sín nema um 10 prósent af þeirri óvirkjuðu orku sem undir öðrum kringumstæðum yrði seld til iðnaðar. Með öðrum orðum: álver í dag er fjarri því að útiloka sæstreng seinna. Rétt er að nefna að Jón dregur ekki í efa í grein sinni að aukin orkusala til áliðnaðar sé arðbær; hann telur aðeins að sæstrengur myndi gefa enn meira af sér (og vísar þar í ríkisstyrkt verð í Bretlandi). Hann lítur að vísu fram hjá því að álverin skiluðu þjóðarbúinu í fyrra litlum 60 milljörðum í gjaldeyristekjur af öðru en orkukaupum (það er með kaupum á annarri vöru og þjónustu, launagreiðslum og opinberum gjöldum) en látum duga hér að árétta að hann dregur ekki í efa að orkusalan sé arðbær þótt þessi ávinningur sé undanskilinn. Tillaga Jóns er því sú, að gera ekki arðbæra orkusölusamninga í dag, heldur bíða og sjá hvort kannski megi gera enn betri samninga eftir áratug, um lítinn hluta orkunnar, enda þótt vel sé hægt að gera hvort tveggja. Ég sé ekki betur en að þetta sé uppskrift að sóun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fúli kallinn á stallinum Hermann Stefánsson Skoðun Deyið fyrir okkur í skiptum fyrir ekkert Gabríel Ingimarsson Skoðun Tálmun þrífst í þögn nærsamfélagsins Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason Skoðun Tesluvandinn Alexandra Briem Skoðun Framtíðin felst í hugviti — hvers vegna gröfum við þá undan því? Arnar Halldórsson Skoðun Að vinna með fólki en ekki fyrir það Gísla Rafn Ólafsson,Ósk Sigurðardóttir Skoðun Silja Karl og Magnús Bára eru rektorinn minn Pétur Henry Petersen Skoðun Hver er stefna ríkisstjórnarinnar í geðheilbrigðismálum? Kristófer Þorleifsson Skoðun Skoðun Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar Skoðun Auðlind þjóðarinnar Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar Skoðun Leiðrétt veiðigjöld Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Táknmálstúlkun Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Tesluvandinn Alexandra Briem skrifar Skoðun Kjósum Silju Báru fyrir nemendur HÍ Sóllilja Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ég kýs öflugan rannsakanda og málsvara vísinda Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Silja Karl og Magnús Bára eru rektorinn minn Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Metum lífið að verðleikum og stöðvum fordóma Þröstur Ólafsson skrifar Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Tilkynna þegar vart er við dýr í neyð Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Deyið fyrir okkur í skiptum fyrir ekkert Gabríel Ingimarsson skrifar Skoðun Hver er stefna ríkisstjórnarinnar í geðheilbrigðismálum? Kristófer Þorleifsson skrifar Skoðun Sjáðu Gaza Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Framtíðin felst í hugviti — hvers vegna gröfum við þá undan því? Arnar Halldórsson skrifar Skoðun Að vinna með fólki en ekki fyrir það Gísla Rafn Ólafsson,Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Tálmun þrífst í þögn nærsamfélagsins Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl er okkar rektor Tinna Laufey Ásgeirsdóttir,Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Segja stjórnendur RÚV af sér vegna falsfréttanna? Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Barn síns tíma? Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Óþolandi ástand Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Merkið stendur þó maðurinn falli Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Þegar tækifæri glatast: Mikilvægi táknmálstúlka fyrir samfélagið Heiðdís Dögg Eiríksdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta og jöfnuður Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Menntastofnun eða spilavíti? Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Keppnismaðurinn Magnús Karl Magnússon Bjarni Elvar Pjétursson skrifar Skoðun Fúli kallinn á stallinum Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Úkraína og stóra myndin í alþjóðasamskiptum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Sjá meira
Jón Steinsson, dósent í hagfræði, hélt því nýverið fram í netpistli að aukin orkusala til álvera, fremur en um sæstreng fyrir fjórfalt hærra verð, fæli í sér sóun á orkuauðlindum þjóðarinnar. Af því að Jón beinir spjótum að orkusölu til álframleiðslu tel ég rétt að vekja athygli á tveimur atriðum, án þess að hér verði lagt nokkurt mat á fýsileika sæstrengs. Fyrra atriðið er býsna augljóst en virðist þó þurfa að minna á, nefnilega að viðskiptavinurinn sem Jón vill snúa sér til, sæstrengurinn, er ekki til. Landsvirkjun telur að hann komi varla til sögunnar fyrr en eftir tíu ár eða svo, reynist yfirleitt fýsilegt að leggja hann, fáist erlendir aðilar til að fjármagna hann og aðrir óvissuþættir gangi upp. Það væri dýrt að slá arðbær verkefni út af borðinu í heilan áratug á meðan þetta er athugað. Á meðan færi óvirkjað aflið í súginn sem töpuð tækifæri – glataður arður – því hér gildir vitaskuld annað en um endanlegar auðlindir á borð við námur eða olíulindir, sem alla jafna kostar ekkert að geyma til síðari tíma. Þennan fórnarkostnað, hinn tapaða arð, þyrfti Jón að taka með í reikninginn, það er ef það væri rétt hjá honum að valið stæði á milli sæstrengs og áliðnaðar. En svo er ekki. Hér komum við nefnilega að síðara atriðinu sem bent skal á: Það má vel gera hvort tveggja. Á haustfundi Landsvirkjunar kom fram að ætla má að sæstrengur taki ekki til sín nema um 10 prósent af þeirri óvirkjuðu orku sem undir öðrum kringumstæðum yrði seld til iðnaðar. Með öðrum orðum: álver í dag er fjarri því að útiloka sæstreng seinna. Rétt er að nefna að Jón dregur ekki í efa í grein sinni að aukin orkusala til áliðnaðar sé arðbær; hann telur aðeins að sæstrengur myndi gefa enn meira af sér (og vísar þar í ríkisstyrkt verð í Bretlandi). Hann lítur að vísu fram hjá því að álverin skiluðu þjóðarbúinu í fyrra litlum 60 milljörðum í gjaldeyristekjur af öðru en orkukaupum (það er með kaupum á annarri vöru og þjónustu, launagreiðslum og opinberum gjöldum) en látum duga hér að árétta að hann dregur ekki í efa að orkusalan sé arðbær þótt þessi ávinningur sé undanskilinn. Tillaga Jóns er því sú, að gera ekki arðbæra orkusölusamninga í dag, heldur bíða og sjá hvort kannski megi gera enn betri samninga eftir áratug, um lítinn hluta orkunnar, enda þótt vel sé hægt að gera hvort tveggja. Ég sé ekki betur en að þetta sé uppskrift að sóun.
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar
Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar
Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þegar tækifæri glatast: Mikilvægi táknmálstúlka fyrir samfélagið Heiðdís Dögg Eiríksdóttir skrifar
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun