Innlent

Spara pening með því að sleppa heiðursverðinum

Mynd/Vilhelm
Setningu Alþingis á laugardag hefur verið flýtt til klukkan hálf ellefu um morguninn, en hún hefur jafnan verið klukkan hálf tvö eftir hádegi, og lögregla mun ekki standa heiðursvörð við athöfnina, eins og venja hefur verið.

Að sögn Helga Bernódussonar skrifstofustjóra Alþingis lítur lögreglan svo á að hún þurfi fyrst og fremst að sinna öryggisgæslu og verði það gert. Undir það tekur Stefán Eiríksson lögreglustjóri, sem bendir á mikinn sparnað af því að sleppa heiðursverðinum, sem hefur talið á annan tug lögreglumanna allt frá stofnun lýðveldisins, eftir því sem Fréttastofan kemst næst.

Setning 140 löggjafarþingsins hefst með stuttri Guðsþjónustu í Dómkirkjunni og ganga þingmenn að henni lokinni til þinghússins klukkan rúmlega ellefu, þar sem þing verður sett. Helgi hafnar sögusögnum um að þingsentingunni hafi verið flýtt í von um að færri mótmælendur mættu á svæðið en ella, heldur hafi þesi ákvörðun verið tekin í sumar þar sem þingmenn hafi viljað taka daginn fyrr en vant er og ljúka fyrsta starfsdegi þar með fyrr en vanalega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×