Spegill sem er sá eini sinnar tegundar á Íslandi Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 4. október 2015 23:24 Auðvitað kom ekkert annað til greina en "selfie“ til að fagna speglinum. myndir/daníel freyr „Ég fékk hugmyndina að þessu á netinu þannig þetta er ekki sá fyrsti í heiminum en sennilega sá fyrsti á landinu,“ segir Daníel Freyr Hjartarson tölvunarfræðinemi í samtali við Vísi. Daníel lauk á dögunum við að smíða spegil sem er ansi sérstakur. Daníel vantaði spegil og ákvað að það væri ekki bara nóg að fara í IKEA og versla slíkan. Þess í stað keypti hann cool-lite gler, sem hann segir að sé í raun nokkuð venjulegt sólgler, og setti það yfir tölvuskjá. Upp á tölvuskjáinn varpar hann hinum ýmsu upplýsingum með lítilli Raspberry Pi tölvu. „Gæjarnir í versluninni göptu þegar ég sagði þeim hvað ég ætlaði að nota glerið í.“Daníel Freyr Hjartarson„Tölvan sækir upplýsingar úr iCalendar hjá mér og síðan uppfærir hún veðrið með hjálp norsku veðurstofunnar,“ segir hann. Aðspurður segir hann að það verði forvitnilegt að sjá hvort hann verði stundvísari vegna þessa. „Það er allavega ljóst að ég mun klæða mig eftir veðri,“ segir hann og hlær. Daníel er 23 ára tölvunarfræðinemi en í vor lauk hann BS gráðu í vélaverkfræði. Hann er ekki ókunnugur því að leysa hin ýmsu vandamál en hann hefur undanfarin tvö ár komið að smíði kappakstursbíls Team Spark. „Þetta er í raun og veru ekkert mál ef maður bara gefur sér tíma í þetta. Hver sem er getur gert þetta í raun,“ segir hann en hann stefnir að því að stofna bloggsíðu og setja ferlið við gerð spegilsins þar inn. „Ég veit ekkert hvenær ég hef tíma í það en það er stefnan. Ef fólk hefur áhuga á að smíða svona apparat getur það pikkað í mig og ég reyni að aðstoða eftir fremsta megni.“ Daníel deildi afrakstrinum á Facebook og viðbrögðin stóðu ekki á sér. „Alltaf þegar fólk spurði hvað ég væri að smíða og ég sagði að þetta væri spegill þá hló það að mér en núna skilur það mig. Félagi minn hringdi til að mynda í mig og sagði að þetta væri með því svalara sem hann hefði séð,“ segir hann. „Þetta er klárlega viðskiptahugmynd en ég hef bara engan tíma til að vera eitthvað brasa í þessu og markaðssetja þetta,“ segir Daníel að lokum. Mest lesið Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Viðskipti innlent Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Viðskipti innlent „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Viðskipti innlent Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Viðskipti innlent Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Viðskipti innlent Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Neytendur Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Sjá meira
„Ég fékk hugmyndina að þessu á netinu þannig þetta er ekki sá fyrsti í heiminum en sennilega sá fyrsti á landinu,“ segir Daníel Freyr Hjartarson tölvunarfræðinemi í samtali við Vísi. Daníel lauk á dögunum við að smíða spegil sem er ansi sérstakur. Daníel vantaði spegil og ákvað að það væri ekki bara nóg að fara í IKEA og versla slíkan. Þess í stað keypti hann cool-lite gler, sem hann segir að sé í raun nokkuð venjulegt sólgler, og setti það yfir tölvuskjá. Upp á tölvuskjáinn varpar hann hinum ýmsu upplýsingum með lítilli Raspberry Pi tölvu. „Gæjarnir í versluninni göptu þegar ég sagði þeim hvað ég ætlaði að nota glerið í.“Daníel Freyr Hjartarson„Tölvan sækir upplýsingar úr iCalendar hjá mér og síðan uppfærir hún veðrið með hjálp norsku veðurstofunnar,“ segir hann. Aðspurður segir hann að það verði forvitnilegt að sjá hvort hann verði stundvísari vegna þessa. „Það er allavega ljóst að ég mun klæða mig eftir veðri,“ segir hann og hlær. Daníel er 23 ára tölvunarfræðinemi en í vor lauk hann BS gráðu í vélaverkfræði. Hann er ekki ókunnugur því að leysa hin ýmsu vandamál en hann hefur undanfarin tvö ár komið að smíði kappakstursbíls Team Spark. „Þetta er í raun og veru ekkert mál ef maður bara gefur sér tíma í þetta. Hver sem er getur gert þetta í raun,“ segir hann en hann stefnir að því að stofna bloggsíðu og setja ferlið við gerð spegilsins þar inn. „Ég veit ekkert hvenær ég hef tíma í það en það er stefnan. Ef fólk hefur áhuga á að smíða svona apparat getur það pikkað í mig og ég reyni að aðstoða eftir fremsta megni.“ Daníel deildi afrakstrinum á Facebook og viðbrögðin stóðu ekki á sér. „Alltaf þegar fólk spurði hvað ég væri að smíða og ég sagði að þetta væri spegill þá hló það að mér en núna skilur það mig. Félagi minn hringdi til að mynda í mig og sagði að þetta væri með því svalara sem hann hefði séð,“ segir hann. „Þetta er klárlega viðskiptahugmynd en ég hef bara engan tíma til að vera eitthvað brasa í þessu og markaðssetja þetta,“ segir Daníel að lokum.
Mest lesið Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Viðskipti innlent Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Viðskipti innlent „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Viðskipti innlent Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Viðskipti innlent Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Viðskipti innlent Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Neytendur Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Sjá meira