Spillingin í Hæstarétti og stjórnarskráin Gísli Tryggvason skrifar 6. mars 2013 06:00 Blaðamaður Fréttablaðsins sneiðir að mér í þættinum Frá Degi til dags í gær –undir nafni þó. Verra er að blaðamaðurinn, Stígur Helgason, blandar embættisheiti mínu í málið. Blaðamaðurinn finnur að orðum mínum um að ógilding Hæstaréttar á stjórnlagaþingskosningunum hefði verið „hluti af spillingunni.“ Þetta séu stór orð frá löglærðum manni sem vilji láta kjósa sig á þing. „Kannski hann ætti að skýra betur hvað hann hefur fyrir sér þegar hann segir svona. Ef það er þá nokkuð.“ Í tilefni lokaorðanna þigg ég auðvitað boð Fréttablaðsins um að skýra málið betur en ég gat á þeim mínútum sem mér buðust í Silfri Egils. Ógilding stjórnlagaþingskosninganna er einsdæmi enda var þar á einu stigi tekin ákvörðun án möguleika á endurskoðun. Ákvörðun um gildi kosninga til sveitarstjórnar fær t.a.m. meðferð á fjórum stigum. Hæstiréttur braut með ákvörðun sinni gegn tveimur skýrum hæstaréttardómafordæmum um hvað þurfi til svo að kosning sé ógilt vegna formgalla; frá 1982 um að misferli þurfi til og frá 1994 um orsakatengsl. Nú er rekið fyrir dómi mál gegn fyrrverandi stjórnlagaráðsfulltrúa um þann orðróm að hæstaréttardómari hafi sjálfur samið kæruna í stjórnlagaþingsmálinu. Þar sem Hæstiréttur neitaði að rökstyðja synjun endurupptöku verður ákvörðun hans helst skýrð með annarri spillingu – skipun í Hæstarétt og spilltum ofurkjörum hæstaréttardómara. Lengst af frá stofnun Hæstaréttar 1920 hefur sami stjórnmálaflokkurinn ákveðið skipun hæstaréttardómara – oft nátengda flokknum – sem flestir hafa komið úr æðstu lögum þjóðfélagsins, gjarnan úr sama menntaskólanum. Einstaka framsóknarmenn og kratar hafa fengið að fljóta með, varla vinstrimenn, sjaldan landsbyggðarfólk en nýverið konur. Þessi hópur, sem til skamms tíma var aðalumsagnaraðili um nýja hæstaréttardómara, hefur í áratugi með fáum undantekningum, skammtað sér full laun til æviloka með því að biðja ráðherra dómsmála um 65 ára afmælisgjöf: brottrekstur; þá þjóðargjöf hafa ráðherrar gefið. Nýja stjórnarskráin tekur á þessu öllu; valdastéttin er vanhæf til að semja eigin starfslýsingu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Skoðun Bætt réttindi VR félaga frá áramótum Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Leiðréttingar á staðhæfingum um mjólkurmarkaðinn og tollflokkun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar Sjá meira
Blaðamaður Fréttablaðsins sneiðir að mér í þættinum Frá Degi til dags í gær –undir nafni þó. Verra er að blaðamaðurinn, Stígur Helgason, blandar embættisheiti mínu í málið. Blaðamaðurinn finnur að orðum mínum um að ógilding Hæstaréttar á stjórnlagaþingskosningunum hefði verið „hluti af spillingunni.“ Þetta séu stór orð frá löglærðum manni sem vilji láta kjósa sig á þing. „Kannski hann ætti að skýra betur hvað hann hefur fyrir sér þegar hann segir svona. Ef það er þá nokkuð.“ Í tilefni lokaorðanna þigg ég auðvitað boð Fréttablaðsins um að skýra málið betur en ég gat á þeim mínútum sem mér buðust í Silfri Egils. Ógilding stjórnlagaþingskosninganna er einsdæmi enda var þar á einu stigi tekin ákvörðun án möguleika á endurskoðun. Ákvörðun um gildi kosninga til sveitarstjórnar fær t.a.m. meðferð á fjórum stigum. Hæstiréttur braut með ákvörðun sinni gegn tveimur skýrum hæstaréttardómafordæmum um hvað þurfi til svo að kosning sé ógilt vegna formgalla; frá 1982 um að misferli þurfi til og frá 1994 um orsakatengsl. Nú er rekið fyrir dómi mál gegn fyrrverandi stjórnlagaráðsfulltrúa um þann orðróm að hæstaréttardómari hafi sjálfur samið kæruna í stjórnlagaþingsmálinu. Þar sem Hæstiréttur neitaði að rökstyðja synjun endurupptöku verður ákvörðun hans helst skýrð með annarri spillingu – skipun í Hæstarétt og spilltum ofurkjörum hæstaréttardómara. Lengst af frá stofnun Hæstaréttar 1920 hefur sami stjórnmálaflokkurinn ákveðið skipun hæstaréttardómara – oft nátengda flokknum – sem flestir hafa komið úr æðstu lögum þjóðfélagsins, gjarnan úr sama menntaskólanum. Einstaka framsóknarmenn og kratar hafa fengið að fljóta með, varla vinstrimenn, sjaldan landsbyggðarfólk en nýverið konur. Þessi hópur, sem til skamms tíma var aðalumsagnaraðili um nýja hæstaréttardómara, hefur í áratugi með fáum undantekningum, skammtað sér full laun til æviloka með því að biðja ráðherra dómsmála um 65 ára afmælisgjöf: brottrekstur; þá þjóðargjöf hafa ráðherrar gefið. Nýja stjórnarskráin tekur á þessu öllu; valdastéttin er vanhæf til að semja eigin starfslýsingu.
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar
Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar