Spítalinn og plágurnar Sigurður Oddsson skrifar 15. nóvember 2014 07:00 Læknar komnir í verkfall. Ekki er það gott. Verra gæti það verið, ef engir væru læknarnir, sem gætu farið í verkfall. Í þá átt hefur lengi stefnt. Fyrri ríkisstjórn lagði línurnar og sú nýja stefnir hraðbyri sömu leið. Hvort sem samið verður um 3% eða 30% leysir það ekki vandann, sem er léleg vinnuaðstaða og úrsérgenginn tækjakostur. Við höfum lengi notið þess að í landinu búa góðir læknar með sérþekkingu og starfsreynslu erlendis frá og hér heima. Í viðbót við þá sem hér búa starfar fjöldi íslenskra lækna um allan heim. Þar kynnast þeir nýjungum í faginu og læra á nýjustu tæki, sem ekki eru til hér. Þessir læknar hafa til skamms tíma komið heim og aukið við þekkinguna í landinu. Nú koma færri og dæmi eru um að læknar hafi komið heim með fjölskylduna og flutt út aftur. Svo eru allir hinir sérfræðingarnir, sem eru að flytja út svo að til vandræða horfir í ýmsum deildum. Þessari þróun verður að snúa við, en hvernig er hægt að ætlast til að læknar í góðri stöðu komi heim að vinna með verðtryggð námslánin á bakinu. Ekki trekkir aðstaðan, sem í boði er. Vandinn leysist ekki fyrr en býðst vinna á sjúkrahúsi með góða vinnuaðstöðu og nýjasta tækjabúnað. Að öðrum kosti er eina lausnin sú hin sama og víða í atvinnulífinu. það er ráðning lækna frá löndum þar sem laun eru lægri og minni kröfur gerðar til lífsgæða. Við Hringbraut verður spítalinn of lítill áður en byggingarframkvæmdir hefjast og aldrei hægt að bjóða vinnuaðstöðu, sem lokkar íslenska lækna heim til starfa. Starfsemin dreifist um allt of stórt svæði til vera hagkvæm. Vinna á spítala er ekkert öðruvísi en vinna í verksmiðju, þar sem hagkvæmnin byggist á því að framleiðslan flæði greiðlega í gegnum framleiðsluferli, sem taka hvert við af öðru. Iðnfyrirtæki með flæðilínur eins og yrði við Hringbrautina færi lóðbeint á hausinn. Á stofnanamáli heitir það framúrkeyrsla og enginn axlar ábyrgð. Í einkarekstri axla eigendur ábyrgð á þann hátt að þeir geta orðið gjaldþrota. Við Hringbrautina er undirstaðan blágrýti. Það þarf að sprengja fyrir grunnum húsa og að mér skilst göng fyrir aðföng. Fyrir utan óþægindin hafa sprengingar slæm áhrif á elektrónísk tæki og hætt við að þau bili þegar verst stendur á. Svo þarf að keyra grjótið burt. Í Fossvogi er allt önnur aðstaða en við Hringbraut. Þar er hægt að byggja Háskólasjúkrahús (HS), sem nýtist til framtíðar. Yfirdrifið pláss verður til að leigja læknum aðstöðu fyrir læknastofur. Bæði þeim sem koma heim og þeim sem í dag eru með stofur úti í bæ. Leigan myndi eitthvað minnka rekstrarkostnað spítalans og um leið laða að meiri þekkingu og afköst. Hverfi biðlistar skapast möguleiki til að bæta reksturinn með lækningu sjúkra frá öðrum löndum. Hægt er að byrja strax að grafa út lóðina án þess að raska starfsemi spítalans eða trufla nágrannana. Umferðartruflanir verða hverfandi því hægt er að lagera moldinni neðst í Fossvoginum til seinni tíma notkunar.Sjö plágur Almættið hefur fram til þessa séð til þess, að ekki var byrjað að grafa og sprengja við Hringbrautina. Það þurfti 7 plágur til að leysa Gyðinga úr þrælakistunni í Egiptalandi. Ég velti fyrir mér, hversu margar plágur þurfi til að vísa stjórnvöldum frá Hringbrautarvillunni í Fossvoginn: - Fyrsta plágan var hrunið. þá gufuðu upp símapeningarnir, sem búið var að taka frá fyrir byggingunni. - Önnur plágan var Jóhanna og Steingrímur, sem settu ESB í forgang fram fyrir HS og vildu borga Icesave. Guði sé lof að þeim tókst það ekki, því þá yrði spítalinn ekki byggður í fyrirsjáanlegri framtíð - Þriðja plágan er myglusveppur. - Fjórða plágan er mósabaktería, sem sýklalyf vinna ekki á. - Fimmta plágan er maurar. - Sjötta plágan er verkfall. - Sjöunda plágan? Vonandi ekki sú að engir læknar verði eftir í landinu til að fara í verkfall. Í öllum blankheitunum er furðulegt, að þeir Sigmundur Davíð og Bjarni skuli ekki sjá möguleikana í Fossvoginum. Þar er hægt að byggja betra sjúkrahús fyrir tugum milljarða minna fjármagn. Árlegur rekstrarkostnaður verður líka milljörðum lægri um alla framtíð. Á sl. árum hef ég rætt við marga lækna um staðsetningu HS. Undantekningalaust eru þeir ósammála byggingu við Hringbraut, en segjast ekki spurðir. Ég spurði þá af hverju þeir létu þá ekki heyra í sér. Svarið var að það þýddi ekkert. Sá sem það gerir fær rýtinginn í bakið, eða er kippt inn í stjórn, þar sem atkvæði hans hefur lítið vægi. Það er endalaust kóað. Annar sem hafði lært og unnið í Ameríku sagði að ekki skipti máli, hvar spítalinn væri, ef byggt væri á hæðina. Nú að lokinni leiðréttingu hrunlána skora ég á ykkur, Sigmundur og Bjarni, að gera raunhæfan samanburð á HS Hringbraut/HS Fossvogi. Samanburð á starfsaðstöðu og kostnaði. Gagnvart skattgreiðendum ber ykkur skylda til að gera það. Það er miklu minna mál að gera þennan samanburð en að leita að flugvallarstæði, sem réttlætir að leggja niður núverandi flugvöll. Að lokum smá spítalareynslusaga. Undirritaður fór í hjartaþræðingu fyrir nokkrum árum og var mættur kl. 8 að morgni. Slakaði á í rúmi til kl. 16, en þá var honum sagt að því miður væri ekki hægt að taka alla í dag. Við vorum tvö sem fórum heim. Læknir á spítalanum sagði mér seinna að ekkert mál hefði verið að klára þetta, ef mátt hefði vinna eftirvinnu. Nú stefnir í að mörgum hundruðum eða þúsundum aðgerða verði frestað og spurning, hversu langan tíma taki að vinna það upp. Vonandi fá læknar og hjúkrunarfólk að vinna eftirvinnu. Það er bara framúrkeyrsla á spítalanum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Göngum í takt skrifar Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Sjá meira
Læknar komnir í verkfall. Ekki er það gott. Verra gæti það verið, ef engir væru læknarnir, sem gætu farið í verkfall. Í þá átt hefur lengi stefnt. Fyrri ríkisstjórn lagði línurnar og sú nýja stefnir hraðbyri sömu leið. Hvort sem samið verður um 3% eða 30% leysir það ekki vandann, sem er léleg vinnuaðstaða og úrsérgenginn tækjakostur. Við höfum lengi notið þess að í landinu búa góðir læknar með sérþekkingu og starfsreynslu erlendis frá og hér heima. Í viðbót við þá sem hér búa starfar fjöldi íslenskra lækna um allan heim. Þar kynnast þeir nýjungum í faginu og læra á nýjustu tæki, sem ekki eru til hér. Þessir læknar hafa til skamms tíma komið heim og aukið við þekkinguna í landinu. Nú koma færri og dæmi eru um að læknar hafi komið heim með fjölskylduna og flutt út aftur. Svo eru allir hinir sérfræðingarnir, sem eru að flytja út svo að til vandræða horfir í ýmsum deildum. Þessari þróun verður að snúa við, en hvernig er hægt að ætlast til að læknar í góðri stöðu komi heim að vinna með verðtryggð námslánin á bakinu. Ekki trekkir aðstaðan, sem í boði er. Vandinn leysist ekki fyrr en býðst vinna á sjúkrahúsi með góða vinnuaðstöðu og nýjasta tækjabúnað. Að öðrum kosti er eina lausnin sú hin sama og víða í atvinnulífinu. það er ráðning lækna frá löndum þar sem laun eru lægri og minni kröfur gerðar til lífsgæða. Við Hringbraut verður spítalinn of lítill áður en byggingarframkvæmdir hefjast og aldrei hægt að bjóða vinnuaðstöðu, sem lokkar íslenska lækna heim til starfa. Starfsemin dreifist um allt of stórt svæði til vera hagkvæm. Vinna á spítala er ekkert öðruvísi en vinna í verksmiðju, þar sem hagkvæmnin byggist á því að framleiðslan flæði greiðlega í gegnum framleiðsluferli, sem taka hvert við af öðru. Iðnfyrirtæki með flæðilínur eins og yrði við Hringbrautina færi lóðbeint á hausinn. Á stofnanamáli heitir það framúrkeyrsla og enginn axlar ábyrgð. Í einkarekstri axla eigendur ábyrgð á þann hátt að þeir geta orðið gjaldþrota. Við Hringbrautina er undirstaðan blágrýti. Það þarf að sprengja fyrir grunnum húsa og að mér skilst göng fyrir aðföng. Fyrir utan óþægindin hafa sprengingar slæm áhrif á elektrónísk tæki og hætt við að þau bili þegar verst stendur á. Svo þarf að keyra grjótið burt. Í Fossvogi er allt önnur aðstaða en við Hringbraut. Þar er hægt að byggja Háskólasjúkrahús (HS), sem nýtist til framtíðar. Yfirdrifið pláss verður til að leigja læknum aðstöðu fyrir læknastofur. Bæði þeim sem koma heim og þeim sem í dag eru með stofur úti í bæ. Leigan myndi eitthvað minnka rekstrarkostnað spítalans og um leið laða að meiri þekkingu og afköst. Hverfi biðlistar skapast möguleiki til að bæta reksturinn með lækningu sjúkra frá öðrum löndum. Hægt er að byrja strax að grafa út lóðina án þess að raska starfsemi spítalans eða trufla nágrannana. Umferðartruflanir verða hverfandi því hægt er að lagera moldinni neðst í Fossvoginum til seinni tíma notkunar.Sjö plágur Almættið hefur fram til þessa séð til þess, að ekki var byrjað að grafa og sprengja við Hringbrautina. Það þurfti 7 plágur til að leysa Gyðinga úr þrælakistunni í Egiptalandi. Ég velti fyrir mér, hversu margar plágur þurfi til að vísa stjórnvöldum frá Hringbrautarvillunni í Fossvoginn: - Fyrsta plágan var hrunið. þá gufuðu upp símapeningarnir, sem búið var að taka frá fyrir byggingunni. - Önnur plágan var Jóhanna og Steingrímur, sem settu ESB í forgang fram fyrir HS og vildu borga Icesave. Guði sé lof að þeim tókst það ekki, því þá yrði spítalinn ekki byggður í fyrirsjáanlegri framtíð - Þriðja plágan er myglusveppur. - Fjórða plágan er mósabaktería, sem sýklalyf vinna ekki á. - Fimmta plágan er maurar. - Sjötta plágan er verkfall. - Sjöunda plágan? Vonandi ekki sú að engir læknar verði eftir í landinu til að fara í verkfall. Í öllum blankheitunum er furðulegt, að þeir Sigmundur Davíð og Bjarni skuli ekki sjá möguleikana í Fossvoginum. Þar er hægt að byggja betra sjúkrahús fyrir tugum milljarða minna fjármagn. Árlegur rekstrarkostnaður verður líka milljörðum lægri um alla framtíð. Á sl. árum hef ég rætt við marga lækna um staðsetningu HS. Undantekningalaust eru þeir ósammála byggingu við Hringbraut, en segjast ekki spurðir. Ég spurði þá af hverju þeir létu þá ekki heyra í sér. Svarið var að það þýddi ekkert. Sá sem það gerir fær rýtinginn í bakið, eða er kippt inn í stjórn, þar sem atkvæði hans hefur lítið vægi. Það er endalaust kóað. Annar sem hafði lært og unnið í Ameríku sagði að ekki skipti máli, hvar spítalinn væri, ef byggt væri á hæðina. Nú að lokinni leiðréttingu hrunlána skora ég á ykkur, Sigmundur og Bjarni, að gera raunhæfan samanburð á HS Hringbraut/HS Fossvogi. Samanburð á starfsaðstöðu og kostnaði. Gagnvart skattgreiðendum ber ykkur skylda til að gera það. Það er miklu minna mál að gera þennan samanburð en að leita að flugvallarstæði, sem réttlætir að leggja niður núverandi flugvöll. Að lokum smá spítalareynslusaga. Undirritaður fór í hjartaþræðingu fyrir nokkrum árum og var mættur kl. 8 að morgni. Slakaði á í rúmi til kl. 16, en þá var honum sagt að því miður væri ekki hægt að taka alla í dag. Við vorum tvö sem fórum heim. Læknir á spítalanum sagði mér seinna að ekkert mál hefði verið að klára þetta, ef mátt hefði vinna eftirvinnu. Nú stefnir í að mörgum hundruðum eða þúsundum aðgerða verði frestað og spurning, hversu langan tíma taki að vinna það upp. Vonandi fá læknar og hjúkrunarfólk að vinna eftirvinnu. Það er bara framúrkeyrsla á spítalanum.
Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar