Viðskipti innlent

Spjaldtölva verður jólagjöfin í ár

Rannsóknasetur verslunarinnar telur að jólagjöfin í ár verði spjaldtölva. Þetta kemur fram í árlegri spá rannsóknarsetursins um jólaverslunina.

Helstu niðurstöður eru að spáð er að jólaverslunin aukist um 2,5% frá síðasta ári. Leiðrétt fyrir verðhækkunum er spáð samdrætti um 2% að raunvirði.

Áætlað er að heildarvelta smásöluverslana í nóvember og desember verði tæplega 60 milljarðar króna án virðisaukaskatts.

Ætla má að hver Íslendingur verji að meðaltali um 38.000 kr. til innkaupa sem rekja má til jólahaldsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×