Spurning um næsta áfanga? Þorsteinn Pálsson skrifar 30. júlí 2011 07:00 Stjórnlagaráð hefur lokið störfum og hugmyndir að nýrri stjórnarskrá litið dagsins ljós, sumar nýtilegar og aðrar ekki eins og gengur. Formlega er málið nú í höndum Alþingis, sem ber ábyrgðina, þó að ríkisstjórnin ráði för. Harkalegar deilur hafa staðið um málsmeðferðina. Æskilegt er að sú forsaga trufli sem minnst framhaldið. Forsætisráðherra kaus í byrjun ríkisstjórnarsamstarfsins vorið 2009 að nota stjórnarskrármálið til þess að dýpka ágreining við Sjálfstæðisflokkinn. Engar ýkjur eru að það heppnaðist vel. Nú hefur ríkisstjórnin aftur tækifæri til þess að leita sátta og freista þess að ná samstöðu á Alþingi og úti í þjóðfélaginu. Engin dæmi munu vera um að annars staðar hafi heildarendurskoðun stjórnarskrár lokið án samvinnu við næststærsta flokk þjóðþings. Víst er að samstaða næst ekki nema ráðandi öfl á Alþingi séu reiðubúin að deila áhrifum í þeim tilgangi. Ekkert hefur komið fram sem bendir til að forsætisráðherra hafi hug á að leita leiða til að taka málið úr átakafarvegi. Að sama skapi liggur ekki fyrir hvort Sjálfstæðisflokkurinn er tilbúinn, eftir það sem á undan er gengið, að taka þátt í samráði á jafnræðisgrundvelli ef það er í boði. Framsóknarflokkurinn hefur til þessa að mestu fylgt ríkisstjórninni. Stærsta spurningin sem lýtur að framhaldi stjórnarskrármálsins er því hvernig það skuli rætt og unnið í næsta áfanga. Tvö ár eru til stefnu því að lokaafgreiðsla Alþingis verður ekki fyrr en síðasta dag kjörtímabilsins og ríkisstjórnin virðist ekki hafa áform um að stytta það.Fræðileg skoðun Þó að með öllu sé litið fram hjá þeim deilum sem stóðu um skipan stjórnlagaráðsins gat sá skammi tími sem því var ætlaður ekki leitt til þess að fullunnar hugmyndir litu ljós við starfslok þess. Það væri ósanngjörn krafa. Hugmyndirnar verður að meta í því ljósi. Það lýsir vel tímakreppunni að fjallað var um lokaskjalið og breytingatillögur við það án þess að fyrir lægi opinberlega almenn greinargerð og skýringar við einstakar greinar. Lokavinna stjórnlagaráðsins er því í raun áfangi á leið til fullbúinnar tillögu að nýrri stjórnarskrá sem Alþingi ber nú ábyrgð á að sjái dagsins ljós. Áður en menn fara að efna til þrætubókarumræðu um einstakar hugmyndir stjórnlagaráðsins væri ekki úr vegi að í næsta áfanga færi fram fræðileg úttekt á þeim hugmyndum sem fyrir liggja. Hver sem les þessa áfanganiðurstöðu sér að til þess að unnt sé að hefja málefnalega umræðu þarf ítarlega skoðun á áhrifum einstakra hugmynda og samhengi þeirra. Hér þarf ekki bara lögfræðilegt mat. Einnig ætti að kalla til sérfræðinga á sviði réttarheimspeki, stjórnmálafræði og hagfræði. Erlendir sérfræðingar gætu einnig veitt góð ráð. Fjölmargar spurningar vakna á þessu stigi málsins. Til dæmis má nefna spurninguna um það hvort hugmyndirnar séu líklegar til að hafa efnahagsleg áhrif og þá hver. Enn er í fersku minni flestra þegar forsætisráðherra vildi í vor afgreiða ný lög um fiskveiðistjórnun áður en Alþingi og almenningur fengi niðurstöður hagfræðinga um efnahagsleg áhrif þeirra. Glapræði væri að endurtaka slíkan leik þegar sjálf stjórnarskráin á í hlut.Eðli stjórnskipunarreglna Lítil sem engin almenn umræða hefur farið fram um ýmsar kjarnaspurningar varðandi eðli stjórnskipunarreglna. Hvað er markmiðið með þeim? Hvar á að draga markalínuna milli stjórnskipunarlaga og almennra laga? Ráðið hefur sýnilega ekki haft aðstöðu til að ígrunda af kostgæfni álitaefni af þessu tagi. Með mikilli fjölgun þjóðaratkvæðagreiðslna flytjast verkefni í stórum stíl frá Alþingi. Venjulega eru fjármunir færðir frá stofnunum samhliða verkefnum og starfsmönnum fækkað. Því þarf að kalla eftir fræðilegri úttekt á þeirri einkar frumlegu hugmynd að hækka samtölu þingmanna og ráðherra um nærri fimmtung um leið og valdsvið þeirra og ábyrgð minnkar. Þá má nefna að brýn þörf er á fræðilegri athugun á sambandi stjórnskipulegra stefnuyfirlýsinga og lýðræðis. Ein hætta við þær er að mikilvægar pólitískar ákvarðanir um ríkisútgjöld og skattheimtu færist í raun og veru frá lýðræðislega kjörnum fulltrúum til dómstóla. Þetta þarf að skoða mun nánar út frá réttarheimspekilegum og stjórnmálafræðilegum sjónarmiðum. Mestu skiptir nú að á þann veg verði haldið á málinu í framhaldinu að á endanum geti Alþingi haft sóma af verkinu, sem það ber ábyrgð á, þannig að þjóðin megi vel við una til langrar framtíðar. Stjórnarskráin er ekki hrifningarverkefni eða tilfinningamál fyrir líðandi stund. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson Skoðun
Stjórnlagaráð hefur lokið störfum og hugmyndir að nýrri stjórnarskrá litið dagsins ljós, sumar nýtilegar og aðrar ekki eins og gengur. Formlega er málið nú í höndum Alþingis, sem ber ábyrgðina, þó að ríkisstjórnin ráði för. Harkalegar deilur hafa staðið um málsmeðferðina. Æskilegt er að sú forsaga trufli sem minnst framhaldið. Forsætisráðherra kaus í byrjun ríkisstjórnarsamstarfsins vorið 2009 að nota stjórnarskrármálið til þess að dýpka ágreining við Sjálfstæðisflokkinn. Engar ýkjur eru að það heppnaðist vel. Nú hefur ríkisstjórnin aftur tækifæri til þess að leita sátta og freista þess að ná samstöðu á Alþingi og úti í þjóðfélaginu. Engin dæmi munu vera um að annars staðar hafi heildarendurskoðun stjórnarskrár lokið án samvinnu við næststærsta flokk þjóðþings. Víst er að samstaða næst ekki nema ráðandi öfl á Alþingi séu reiðubúin að deila áhrifum í þeim tilgangi. Ekkert hefur komið fram sem bendir til að forsætisráðherra hafi hug á að leita leiða til að taka málið úr átakafarvegi. Að sama skapi liggur ekki fyrir hvort Sjálfstæðisflokkurinn er tilbúinn, eftir það sem á undan er gengið, að taka þátt í samráði á jafnræðisgrundvelli ef það er í boði. Framsóknarflokkurinn hefur til þessa að mestu fylgt ríkisstjórninni. Stærsta spurningin sem lýtur að framhaldi stjórnarskrármálsins er því hvernig það skuli rætt og unnið í næsta áfanga. Tvö ár eru til stefnu því að lokaafgreiðsla Alþingis verður ekki fyrr en síðasta dag kjörtímabilsins og ríkisstjórnin virðist ekki hafa áform um að stytta það.Fræðileg skoðun Þó að með öllu sé litið fram hjá þeim deilum sem stóðu um skipan stjórnlagaráðsins gat sá skammi tími sem því var ætlaður ekki leitt til þess að fullunnar hugmyndir litu ljós við starfslok þess. Það væri ósanngjörn krafa. Hugmyndirnar verður að meta í því ljósi. Það lýsir vel tímakreppunni að fjallað var um lokaskjalið og breytingatillögur við það án þess að fyrir lægi opinberlega almenn greinargerð og skýringar við einstakar greinar. Lokavinna stjórnlagaráðsins er því í raun áfangi á leið til fullbúinnar tillögu að nýrri stjórnarskrá sem Alþingi ber nú ábyrgð á að sjái dagsins ljós. Áður en menn fara að efna til þrætubókarumræðu um einstakar hugmyndir stjórnlagaráðsins væri ekki úr vegi að í næsta áfanga færi fram fræðileg úttekt á þeim hugmyndum sem fyrir liggja. Hver sem les þessa áfanganiðurstöðu sér að til þess að unnt sé að hefja málefnalega umræðu þarf ítarlega skoðun á áhrifum einstakra hugmynda og samhengi þeirra. Hér þarf ekki bara lögfræðilegt mat. Einnig ætti að kalla til sérfræðinga á sviði réttarheimspeki, stjórnmálafræði og hagfræði. Erlendir sérfræðingar gætu einnig veitt góð ráð. Fjölmargar spurningar vakna á þessu stigi málsins. Til dæmis má nefna spurninguna um það hvort hugmyndirnar séu líklegar til að hafa efnahagsleg áhrif og þá hver. Enn er í fersku minni flestra þegar forsætisráðherra vildi í vor afgreiða ný lög um fiskveiðistjórnun áður en Alþingi og almenningur fengi niðurstöður hagfræðinga um efnahagsleg áhrif þeirra. Glapræði væri að endurtaka slíkan leik þegar sjálf stjórnarskráin á í hlut.Eðli stjórnskipunarreglna Lítil sem engin almenn umræða hefur farið fram um ýmsar kjarnaspurningar varðandi eðli stjórnskipunarreglna. Hvað er markmiðið með þeim? Hvar á að draga markalínuna milli stjórnskipunarlaga og almennra laga? Ráðið hefur sýnilega ekki haft aðstöðu til að ígrunda af kostgæfni álitaefni af þessu tagi. Með mikilli fjölgun þjóðaratkvæðagreiðslna flytjast verkefni í stórum stíl frá Alþingi. Venjulega eru fjármunir færðir frá stofnunum samhliða verkefnum og starfsmönnum fækkað. Því þarf að kalla eftir fræðilegri úttekt á þeirri einkar frumlegu hugmynd að hækka samtölu þingmanna og ráðherra um nærri fimmtung um leið og valdsvið þeirra og ábyrgð minnkar. Þá má nefna að brýn þörf er á fræðilegri athugun á sambandi stjórnskipulegra stefnuyfirlýsinga og lýðræðis. Ein hætta við þær er að mikilvægar pólitískar ákvarðanir um ríkisútgjöld og skattheimtu færist í raun og veru frá lýðræðislega kjörnum fulltrúum til dómstóla. Þetta þarf að skoða mun nánar út frá réttarheimspekilegum og stjórnmálafræðilegum sjónarmiðum. Mestu skiptir nú að á þann veg verði haldið á málinu í framhaldinu að á endanum geti Alþingi haft sóma af verkinu, sem það ber ábyrgð á, þannig að þjóðin megi vel við una til langrar framtíðar. Stjórnarskráin er ekki hrifningarverkefni eða tilfinningamál fyrir líðandi stund.
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun