Spyr hvort einnig eigi að þagga niður önnur brot Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. júlí 2015 18:13 Frá þjóðhátíð í Vestmannaeyjum VÍSIR/ÓSKAR P. FRIÐRIKSSON „Á þetta bara að vera einhver heilög fjölskylduskemmtun? Er það sú ímynd sem þau vilja að verði send út?” spyr Björg Guðrún Gísladóttir, ráðgjafi hjá Stígamótum, í kjölfar fregna af því að Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, hafi gefið út bréf og sent til allra viðbragðsaðila þar sem hún brýnir fyrir þeim að upplýsa fjölmiðla alls ekki um hugsanleg kynferðisbrot sem kunna að koma upp á þjóðhátíð um helgina. Ástæðuna segir lögreglustjórinn vera „hversu þungbært það er fyrir aðila og þá einkum þolendur að þurfa að þola umræðu um viðkvæm mál sín skömmu eftir að þau henda og eðlilegt að þeim sé veitt svigrúm til að standa upp eftir brot og þau fái frið til þess.” Björg segist hafa nokkurn skilning á þessu sjónarmiði. „En aftur á móti þá velti ég fyrir mér hvað það sé við kynferðisbrot sem gerir það að verkum að þau skuli þögguð niður? Ætlar lögreglan þá ekki heldur að veita upplýsingar um líkamsárásir eða fíkniefnabrot?” spyr Björg. Þolendur séu einnig að þeim málum.Sjá einnig: Lögreglustjóri í Eyjum krefst þagnar um kynferðisbrot á þjóðhátíð Í stað þess að veita fjölmiðlum ekki upplýsingar um afbrot á hátíðinni segir Björg að réttar væri að lögreglan, sem og fjölmiðlamenn, legðu áherslu á gerendur í brotunum sem kunna að koma upp um helgina, fremur en þolendurnar. Það verði þó ekki gert með takmörkuðu upplýsingaflæði, eða því sem Björg segir að megi túlka „sem ákveðna þöggun.“Björg Guðrún Gísladóttir, ráðgjafi hjá Stígamótum.Vísir/ValgarðurUmræðu frekar en hlífðarskjöld „Það er ýmislegt sem á sér stað á útihátíðum, í Vestmannaeyjum sem og annars staðar, og það vitum við öll,” segir Björg og efast stórlega um að það breytist með þó svo að ekki verði fluttar fréttir af hugsanlegum brotum. Mikilvægara sé að færa fókusinn af þolendum fremur en að fjalla ekki um brot gerendanna – sem sömuleiðis helst í hendur við þær háværu kröfur sem hafa verið uppi á síðustu vikum og mánuðum. „Ég held líka að með byltingunum sem nú eru í gangi, svo sem Beauty Tips og Druslugöngunni, sé komin krafa um að við stöndum öll saman í því að mynda það þjóðfélag sem við viljum hafa,” segir Björg. Liður í því sé umræða um þennan málaflokk, fremur en að kasta hlífðarskildi yfir kynferðisbrot. Tengdar fréttir Lögreglustjóri í Eyjum krefst þagnar um kynferðisbrot á þjóðhátíð Páley Borgþórsdóttir hefur gefið út bréf til allra viðbragðsaðila þar sem hún brýnir fyrir þeim að upplýsa fjölmiðla ekki um hugsanleg kynferðisbrot. 29. júlí 2015 16:48 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
„Á þetta bara að vera einhver heilög fjölskylduskemmtun? Er það sú ímynd sem þau vilja að verði send út?” spyr Björg Guðrún Gísladóttir, ráðgjafi hjá Stígamótum, í kjölfar fregna af því að Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, hafi gefið út bréf og sent til allra viðbragðsaðila þar sem hún brýnir fyrir þeim að upplýsa fjölmiðla alls ekki um hugsanleg kynferðisbrot sem kunna að koma upp á þjóðhátíð um helgina. Ástæðuna segir lögreglustjórinn vera „hversu þungbært það er fyrir aðila og þá einkum þolendur að þurfa að þola umræðu um viðkvæm mál sín skömmu eftir að þau henda og eðlilegt að þeim sé veitt svigrúm til að standa upp eftir brot og þau fái frið til þess.” Björg segist hafa nokkurn skilning á þessu sjónarmiði. „En aftur á móti þá velti ég fyrir mér hvað það sé við kynferðisbrot sem gerir það að verkum að þau skuli þögguð niður? Ætlar lögreglan þá ekki heldur að veita upplýsingar um líkamsárásir eða fíkniefnabrot?” spyr Björg. Þolendur séu einnig að þeim málum.Sjá einnig: Lögreglustjóri í Eyjum krefst þagnar um kynferðisbrot á þjóðhátíð Í stað þess að veita fjölmiðlum ekki upplýsingar um afbrot á hátíðinni segir Björg að réttar væri að lögreglan, sem og fjölmiðlamenn, legðu áherslu á gerendur í brotunum sem kunna að koma upp um helgina, fremur en þolendurnar. Það verði þó ekki gert með takmörkuðu upplýsingaflæði, eða því sem Björg segir að megi túlka „sem ákveðna þöggun.“Björg Guðrún Gísladóttir, ráðgjafi hjá Stígamótum.Vísir/ValgarðurUmræðu frekar en hlífðarskjöld „Það er ýmislegt sem á sér stað á útihátíðum, í Vestmannaeyjum sem og annars staðar, og það vitum við öll,” segir Björg og efast stórlega um að það breytist með þó svo að ekki verði fluttar fréttir af hugsanlegum brotum. Mikilvægara sé að færa fókusinn af þolendum fremur en að fjalla ekki um brot gerendanna – sem sömuleiðis helst í hendur við þær háværu kröfur sem hafa verið uppi á síðustu vikum og mánuðum. „Ég held líka að með byltingunum sem nú eru í gangi, svo sem Beauty Tips og Druslugöngunni, sé komin krafa um að við stöndum öll saman í því að mynda það þjóðfélag sem við viljum hafa,” segir Björg. Liður í því sé umræða um þennan málaflokk, fremur en að kasta hlífðarskildi yfir kynferðisbrot.
Tengdar fréttir Lögreglustjóri í Eyjum krefst þagnar um kynferðisbrot á þjóðhátíð Páley Borgþórsdóttir hefur gefið út bréf til allra viðbragðsaðila þar sem hún brýnir fyrir þeim að upplýsa fjölmiðla ekki um hugsanleg kynferðisbrot. 29. júlí 2015 16:48 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Lögreglustjóri í Eyjum krefst þagnar um kynferðisbrot á þjóðhátíð Páley Borgþórsdóttir hefur gefið út bréf til allra viðbragðsaðila þar sem hún brýnir fyrir þeim að upplýsa fjölmiðla ekki um hugsanleg kynferðisbrot. 29. júlí 2015 16:48