Staða Íslands í makríldeilu verr tryggð innan ESB Þorbjörn Þórðarson skrifar 3. ágúst 2011 19:30 Staða Íslands í makríldeilunni við ESB og Noreg væri mun verri innan ESB heldur en utan, segir sérfræðingur lagastofnunar Háskóla Íslands. Þá segir hann að ef hótanir sjávarútvegsstjóra ESB um innflutningsbann á sjávarafurðum verði að veruleika sé það brot á EES-samningnum. Á undanförnum árum hefur makríllinn í auknum mæli leitað ætis á Íslandsmiðum. Það er talið að 1,1 milljón tonna af makríl hafi verið á Íslandsmiðum sumarið 2010. Íslensk stjórnvöld hafa ekki orðið við kröfum ESB um að draga úr veiðum á makríl og þá hafa þau ekki fallist á ákvarðanir ESB um kvótaúthlutanir á makrílstfonum sem halda sig innan íslenskrar efnahagslögsögu. María Damanaki, sjávarútvegsstjóri Evrópusambandsins, sagði í síðustu viku að hún vildi að aðildarviðræður Íslands við ESB yrðu frystar og að innflutningsbann yrði sett á íslenskar sjávarútvegsafurðir yrðu Íslendingar ekki við viðvörunum ESB vegna makrílveiða.Valdið til að semja um stjórn stofnana færi til Evrópusambandsins Helgi Áss Grétarsson, lögfræðingur og sérfræðingur í sjávarútvegskerfum við Lagastofnun HÍ, segir hæpið að íslenska ríkið gæti leikið einleik í málinu gegn ESB-ríkjunum væri það aðili að ESB. „Ég tel að það væri mun erfiðara af því að um leið og menn ganga inn í hina sameiginlegu sjávarútvegsstefnu þá hefur ESB valdið til þess að semja um deilistofna við önnur ríki. Núna hefur Ísland rétt til að semja, sem fullvalda ríki, en þegar um er að ræða sameiginlega stjórn á deilistofnum þá fer valdið til þess að semja um stjórn þessara stofna til Evrópusambandsins og stofnana þess," segir Helgi Áss. Þannig að réttarstaða okkar væri verr tryggð innan ESB í þessari makríldeilu? „Ég myndi halda það en það fer þó auðvitað eftir þeim aðildarsamningum sem að yrðu á endanum samþykktir hvort að Ísland fengi að halda forræði sínu yfir þessum málaflokki." En hvað með hótanir Damanakis um innflutningstakmarkanir á íslenskum afurðum. Væri það ekki skýlaust brot á EES-samningnum? „Fljótt á litið myndi maður ætla að verulegar líkur væru á að svo væri en um það yrði sjálfsagt deilt fyrir viðeigandi dómstólum." thorbjorn@stod2.is Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Fleiri fréttir Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Sjá meira
Staða Íslands í makríldeilunni við ESB og Noreg væri mun verri innan ESB heldur en utan, segir sérfræðingur lagastofnunar Háskóla Íslands. Þá segir hann að ef hótanir sjávarútvegsstjóra ESB um innflutningsbann á sjávarafurðum verði að veruleika sé það brot á EES-samningnum. Á undanförnum árum hefur makríllinn í auknum mæli leitað ætis á Íslandsmiðum. Það er talið að 1,1 milljón tonna af makríl hafi verið á Íslandsmiðum sumarið 2010. Íslensk stjórnvöld hafa ekki orðið við kröfum ESB um að draga úr veiðum á makríl og þá hafa þau ekki fallist á ákvarðanir ESB um kvótaúthlutanir á makrílstfonum sem halda sig innan íslenskrar efnahagslögsögu. María Damanaki, sjávarútvegsstjóri Evrópusambandsins, sagði í síðustu viku að hún vildi að aðildarviðræður Íslands við ESB yrðu frystar og að innflutningsbann yrði sett á íslenskar sjávarútvegsafurðir yrðu Íslendingar ekki við viðvörunum ESB vegna makrílveiða.Valdið til að semja um stjórn stofnana færi til Evrópusambandsins Helgi Áss Grétarsson, lögfræðingur og sérfræðingur í sjávarútvegskerfum við Lagastofnun HÍ, segir hæpið að íslenska ríkið gæti leikið einleik í málinu gegn ESB-ríkjunum væri það aðili að ESB. „Ég tel að það væri mun erfiðara af því að um leið og menn ganga inn í hina sameiginlegu sjávarútvegsstefnu þá hefur ESB valdið til þess að semja um deilistofna við önnur ríki. Núna hefur Ísland rétt til að semja, sem fullvalda ríki, en þegar um er að ræða sameiginlega stjórn á deilistofnum þá fer valdið til þess að semja um stjórn þessara stofna til Evrópusambandsins og stofnana þess," segir Helgi Áss. Þannig að réttarstaða okkar væri verr tryggð innan ESB í þessari makríldeilu? „Ég myndi halda það en það fer þó auðvitað eftir þeim aðildarsamningum sem að yrðu á endanum samþykktir hvort að Ísland fengi að halda forræði sínu yfir þessum málaflokki." En hvað með hótanir Damanakis um innflutningstakmarkanir á íslenskum afurðum. Væri það ekki skýlaust brot á EES-samningnum? „Fljótt á litið myndi maður ætla að verulegar líkur væru á að svo væri en um það yrði sjálfsagt deilt fyrir viðeigandi dómstólum." thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Fleiri fréttir Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Sjá meira