Staða refsins á Íslandi er önnur en í Evrópu Þórhildur Hagalín skrifar 20. ágúst 2012 09:30 Um vernd villtra spendýra í Evrópusambandinu gildir tilskipun um verndun vistgerða og búsvæða, villtra dýra og plantna. Ekki er fjallað um vernd minks í tilskipuninni en með aðildarsamningi Austurríkis, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar að ESB var heimskautarefnum hins vegar bætt á lista hennar. Finnland, Noregur og Svíþjóð voru fyrstu löndin á útbreiðslusvæði heimskautarefsins sem sóttu um aðild að ESB en í þessum löndum er refurinn í útrýmingarhættu. Refurinn rataði því bæði á lista tilskipunarinnar yfir tegundir sem aðildarríki ESB þurfa að tryggja friðlönd og tegundir sem eru strangrar verndar þurfi. Enn fremur var heimskautarefurinn flokkaður sem svonefnd forgangstegund, en það eru tegundir í útrýmingarhættu sem aðildarríki Evrópusambandsins bera sérstaka ábyrgð á að vernda vegna þess hve mikill hluti náttúrulegra heimkynna þeirra er á yfirráðasvæði sambandsins. Refaveiðar eru því bannaðar samkvæmt reglum ESB sem og truflun meðan á æxlun stendur og spjöll á búsvæðum. Refir eru einnig friðaðir á Íslandi en minkar ekki samkvæmt meginreglu laga um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum. Í lögunum er þó að finna víðtækar heimildir til að veita undanþágur frá meginreglunni. Slík frávik geta ýmist komið til vegna þess að viðkoma stofnsins nægir til að vega upp á móti afföllum vegna veiða á tilteknum svæðum, eða til að koma í veg fyrir tjón af völdum refa, til dæmis í sauðfjárbúskap eða æðarrækt. Á slíkum svæðum hefur í tímans rás verið hvatt til refaveiða með fjárframlögum. Refaveiðar eru þó með öllu óheimilar á 26 friðlýstum svæðum víðs vegar um landið, svo sem á Hornströndum og í Þjórsárverum. Ekki liggur fyrir með hvaða hætti framangreind tilskipun yrði innleidd í íslenska löggjöf ef til aðildar kemur. Staða refsins í íslenskri náttúru er nokkuð önnur en almennt gerist í Evrópu en ref hefur fjölgað á Íslandi undanfarna áratugi ólíkt því sem gerst hefur víða annars staðar á útbreiðslusvæði hans. Í áliti meirihluta utanríkismálanefndar Alþingis vegna aðildarumsóknar að ESB kemur fram að við mótun samningsmarkmiða á þessu sviði skuli sérstaklega metið hvernig halda megi opnum möguleikum á að halda veiðum áfram, með vísan til aldalangrar hefðar, og að stefnt skuli að því að forræði þessara mála verði sem mest í höndum íslenskra stjórnvalda. Samningskaflinn um umhverfismál, sem refaveiðar heyra undir, hefur hins vegar ekki verið opnaður og endanleg samningsafstaða Íslands ekki verið birt. Í greinargerð samningahóps Íslands um umhverfismál kemur fram að aðildarríkjum sé heimilt að víkja frá meginreglum tilskipunarinnar í undantekningartilvikum, svo sem til verndar á fólki og búfé. Slíkt svigrúm gæti verið nægilegt til að veita tilteknum aðilum einstaka undanþágu til að veiða ref, að því tilskildu að sýnt væri fram á verulega hættu á tjóni af hans völdum. Undanþáguheimild tilskipunarinnar mundi þó ekki duga vilji stjórnvöld stjórna fjölda refa á tilteknu svæði. Ef ekki tekst að semja um undanþágu frá alfriðun refsins, segir í greinargerðinni, þyrfti að endurskoða frávik frá friðun refsins í íslenskri löggjöf með tilliti til undanþáguheimildar tilskipunarinnar og að líklega þyrfti að endurskoða veitingu ríkisstyrkja vegna refaveiða. Þess má geta að í sínum aðildarviðræðum við ESB sömdu Finnar um undanþágu frá friðun þriggja dýrategunda, sem almennt eru taldar strangrar verndar þurfi samkvæmt tilskipuninni, meðal annars úlfa á svæðum hreindýraræktar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Um vernd villtra spendýra í Evrópusambandinu gildir tilskipun um verndun vistgerða og búsvæða, villtra dýra og plantna. Ekki er fjallað um vernd minks í tilskipuninni en með aðildarsamningi Austurríkis, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar að ESB var heimskautarefnum hins vegar bætt á lista hennar. Finnland, Noregur og Svíþjóð voru fyrstu löndin á útbreiðslusvæði heimskautarefsins sem sóttu um aðild að ESB en í þessum löndum er refurinn í útrýmingarhættu. Refurinn rataði því bæði á lista tilskipunarinnar yfir tegundir sem aðildarríki ESB þurfa að tryggja friðlönd og tegundir sem eru strangrar verndar þurfi. Enn fremur var heimskautarefurinn flokkaður sem svonefnd forgangstegund, en það eru tegundir í útrýmingarhættu sem aðildarríki Evrópusambandsins bera sérstaka ábyrgð á að vernda vegna þess hve mikill hluti náttúrulegra heimkynna þeirra er á yfirráðasvæði sambandsins. Refaveiðar eru því bannaðar samkvæmt reglum ESB sem og truflun meðan á æxlun stendur og spjöll á búsvæðum. Refir eru einnig friðaðir á Íslandi en minkar ekki samkvæmt meginreglu laga um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum. Í lögunum er þó að finna víðtækar heimildir til að veita undanþágur frá meginreglunni. Slík frávik geta ýmist komið til vegna þess að viðkoma stofnsins nægir til að vega upp á móti afföllum vegna veiða á tilteknum svæðum, eða til að koma í veg fyrir tjón af völdum refa, til dæmis í sauðfjárbúskap eða æðarrækt. Á slíkum svæðum hefur í tímans rás verið hvatt til refaveiða með fjárframlögum. Refaveiðar eru þó með öllu óheimilar á 26 friðlýstum svæðum víðs vegar um landið, svo sem á Hornströndum og í Þjórsárverum. Ekki liggur fyrir með hvaða hætti framangreind tilskipun yrði innleidd í íslenska löggjöf ef til aðildar kemur. Staða refsins í íslenskri náttúru er nokkuð önnur en almennt gerist í Evrópu en ref hefur fjölgað á Íslandi undanfarna áratugi ólíkt því sem gerst hefur víða annars staðar á útbreiðslusvæði hans. Í áliti meirihluta utanríkismálanefndar Alþingis vegna aðildarumsóknar að ESB kemur fram að við mótun samningsmarkmiða á þessu sviði skuli sérstaklega metið hvernig halda megi opnum möguleikum á að halda veiðum áfram, með vísan til aldalangrar hefðar, og að stefnt skuli að því að forræði þessara mála verði sem mest í höndum íslenskra stjórnvalda. Samningskaflinn um umhverfismál, sem refaveiðar heyra undir, hefur hins vegar ekki verið opnaður og endanleg samningsafstaða Íslands ekki verið birt. Í greinargerð samningahóps Íslands um umhverfismál kemur fram að aðildarríkjum sé heimilt að víkja frá meginreglum tilskipunarinnar í undantekningartilvikum, svo sem til verndar á fólki og búfé. Slíkt svigrúm gæti verið nægilegt til að veita tilteknum aðilum einstaka undanþágu til að veiða ref, að því tilskildu að sýnt væri fram á verulega hættu á tjóni af hans völdum. Undanþáguheimild tilskipunarinnar mundi þó ekki duga vilji stjórnvöld stjórna fjölda refa á tilteknu svæði. Ef ekki tekst að semja um undanþágu frá alfriðun refsins, segir í greinargerðinni, þyrfti að endurskoða frávik frá friðun refsins í íslenskri löggjöf með tilliti til undanþáguheimildar tilskipunarinnar og að líklega þyrfti að endurskoða veitingu ríkisstyrkja vegna refaveiða. Þess má geta að í sínum aðildarviðræðum við ESB sömdu Finnar um undanþágu frá friðun þriggja dýrategunda, sem almennt eru taldar strangrar verndar þurfi samkvæmt tilskipuninni, meðal annars úlfa á svæðum hreindýraræktar.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun