Staða refsins á Íslandi er önnur en í Evrópu Þórhildur Hagalín skrifar 20. ágúst 2012 09:30 Um vernd villtra spendýra í Evrópusambandinu gildir tilskipun um verndun vistgerða og búsvæða, villtra dýra og plantna. Ekki er fjallað um vernd minks í tilskipuninni en með aðildarsamningi Austurríkis, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar að ESB var heimskautarefnum hins vegar bætt á lista hennar. Finnland, Noregur og Svíþjóð voru fyrstu löndin á útbreiðslusvæði heimskautarefsins sem sóttu um aðild að ESB en í þessum löndum er refurinn í útrýmingarhættu. Refurinn rataði því bæði á lista tilskipunarinnar yfir tegundir sem aðildarríki ESB þurfa að tryggja friðlönd og tegundir sem eru strangrar verndar þurfi. Enn fremur var heimskautarefurinn flokkaður sem svonefnd forgangstegund, en það eru tegundir í útrýmingarhættu sem aðildarríki Evrópusambandsins bera sérstaka ábyrgð á að vernda vegna þess hve mikill hluti náttúrulegra heimkynna þeirra er á yfirráðasvæði sambandsins. Refaveiðar eru því bannaðar samkvæmt reglum ESB sem og truflun meðan á æxlun stendur og spjöll á búsvæðum. Refir eru einnig friðaðir á Íslandi en minkar ekki samkvæmt meginreglu laga um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum. Í lögunum er þó að finna víðtækar heimildir til að veita undanþágur frá meginreglunni. Slík frávik geta ýmist komið til vegna þess að viðkoma stofnsins nægir til að vega upp á móti afföllum vegna veiða á tilteknum svæðum, eða til að koma í veg fyrir tjón af völdum refa, til dæmis í sauðfjárbúskap eða æðarrækt. Á slíkum svæðum hefur í tímans rás verið hvatt til refaveiða með fjárframlögum. Refaveiðar eru þó með öllu óheimilar á 26 friðlýstum svæðum víðs vegar um landið, svo sem á Hornströndum og í Þjórsárverum. Ekki liggur fyrir með hvaða hætti framangreind tilskipun yrði innleidd í íslenska löggjöf ef til aðildar kemur. Staða refsins í íslenskri náttúru er nokkuð önnur en almennt gerist í Evrópu en ref hefur fjölgað á Íslandi undanfarna áratugi ólíkt því sem gerst hefur víða annars staðar á útbreiðslusvæði hans. Í áliti meirihluta utanríkismálanefndar Alþingis vegna aðildarumsóknar að ESB kemur fram að við mótun samningsmarkmiða á þessu sviði skuli sérstaklega metið hvernig halda megi opnum möguleikum á að halda veiðum áfram, með vísan til aldalangrar hefðar, og að stefnt skuli að því að forræði þessara mála verði sem mest í höndum íslenskra stjórnvalda. Samningskaflinn um umhverfismál, sem refaveiðar heyra undir, hefur hins vegar ekki verið opnaður og endanleg samningsafstaða Íslands ekki verið birt. Í greinargerð samningahóps Íslands um umhverfismál kemur fram að aðildarríkjum sé heimilt að víkja frá meginreglum tilskipunarinnar í undantekningartilvikum, svo sem til verndar á fólki og búfé. Slíkt svigrúm gæti verið nægilegt til að veita tilteknum aðilum einstaka undanþágu til að veiða ref, að því tilskildu að sýnt væri fram á verulega hættu á tjóni af hans völdum. Undanþáguheimild tilskipunarinnar mundi þó ekki duga vilji stjórnvöld stjórna fjölda refa á tilteknu svæði. Ef ekki tekst að semja um undanþágu frá alfriðun refsins, segir í greinargerðinni, þyrfti að endurskoða frávik frá friðun refsins í íslenskri löggjöf með tilliti til undanþáguheimildar tilskipunarinnar og að líklega þyrfti að endurskoða veitingu ríkisstyrkja vegna refaveiða. Þess má geta að í sínum aðildarviðræðum við ESB sömdu Finnar um undanþágu frá friðun þriggja dýrategunda, sem almennt eru taldar strangrar verndar þurfi samkvæmt tilskipuninni, meðal annars úlfa á svæðum hreindýraræktar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 24.05.2025 Halldór #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Sjá meira
Um vernd villtra spendýra í Evrópusambandinu gildir tilskipun um verndun vistgerða og búsvæða, villtra dýra og plantna. Ekki er fjallað um vernd minks í tilskipuninni en með aðildarsamningi Austurríkis, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar að ESB var heimskautarefnum hins vegar bætt á lista hennar. Finnland, Noregur og Svíþjóð voru fyrstu löndin á útbreiðslusvæði heimskautarefsins sem sóttu um aðild að ESB en í þessum löndum er refurinn í útrýmingarhættu. Refurinn rataði því bæði á lista tilskipunarinnar yfir tegundir sem aðildarríki ESB þurfa að tryggja friðlönd og tegundir sem eru strangrar verndar þurfi. Enn fremur var heimskautarefurinn flokkaður sem svonefnd forgangstegund, en það eru tegundir í útrýmingarhættu sem aðildarríki Evrópusambandsins bera sérstaka ábyrgð á að vernda vegna þess hve mikill hluti náttúrulegra heimkynna þeirra er á yfirráðasvæði sambandsins. Refaveiðar eru því bannaðar samkvæmt reglum ESB sem og truflun meðan á æxlun stendur og spjöll á búsvæðum. Refir eru einnig friðaðir á Íslandi en minkar ekki samkvæmt meginreglu laga um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum. Í lögunum er þó að finna víðtækar heimildir til að veita undanþágur frá meginreglunni. Slík frávik geta ýmist komið til vegna þess að viðkoma stofnsins nægir til að vega upp á móti afföllum vegna veiða á tilteknum svæðum, eða til að koma í veg fyrir tjón af völdum refa, til dæmis í sauðfjárbúskap eða æðarrækt. Á slíkum svæðum hefur í tímans rás verið hvatt til refaveiða með fjárframlögum. Refaveiðar eru þó með öllu óheimilar á 26 friðlýstum svæðum víðs vegar um landið, svo sem á Hornströndum og í Þjórsárverum. Ekki liggur fyrir með hvaða hætti framangreind tilskipun yrði innleidd í íslenska löggjöf ef til aðildar kemur. Staða refsins í íslenskri náttúru er nokkuð önnur en almennt gerist í Evrópu en ref hefur fjölgað á Íslandi undanfarna áratugi ólíkt því sem gerst hefur víða annars staðar á útbreiðslusvæði hans. Í áliti meirihluta utanríkismálanefndar Alþingis vegna aðildarumsóknar að ESB kemur fram að við mótun samningsmarkmiða á þessu sviði skuli sérstaklega metið hvernig halda megi opnum möguleikum á að halda veiðum áfram, með vísan til aldalangrar hefðar, og að stefnt skuli að því að forræði þessara mála verði sem mest í höndum íslenskra stjórnvalda. Samningskaflinn um umhverfismál, sem refaveiðar heyra undir, hefur hins vegar ekki verið opnaður og endanleg samningsafstaða Íslands ekki verið birt. Í greinargerð samningahóps Íslands um umhverfismál kemur fram að aðildarríkjum sé heimilt að víkja frá meginreglum tilskipunarinnar í undantekningartilvikum, svo sem til verndar á fólki og búfé. Slíkt svigrúm gæti verið nægilegt til að veita tilteknum aðilum einstaka undanþágu til að veiða ref, að því tilskildu að sýnt væri fram á verulega hættu á tjóni af hans völdum. Undanþáguheimild tilskipunarinnar mundi þó ekki duga vilji stjórnvöld stjórna fjölda refa á tilteknu svæði. Ef ekki tekst að semja um undanþágu frá alfriðun refsins, segir í greinargerðinni, þyrfti að endurskoða frávik frá friðun refsins í íslenskri löggjöf með tilliti til undanþáguheimildar tilskipunarinnar og að líklega þyrfti að endurskoða veitingu ríkisstyrkja vegna refaveiða. Þess má geta að í sínum aðildarviðræðum við ESB sömdu Finnar um undanþágu frá friðun þriggja dýrategunda, sem almennt eru taldar strangrar verndar þurfi samkvæmt tilskipuninni, meðal annars úlfa á svæðum hreindýraræktar.
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun