Staðan á leikskólum aldrei verið jafn slæm Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 26. ágúst 2016 18:30 Staðan hefur aldrei verið svona slæm, segir leikskólastjóri í Reykjavík en skólanum hefur verið gert að skera enn frekar niður. Hún segir leikskólastjórnendur örmagna og ekki vita hvernig hægt sé að skera frekar niður en margir íhugi nú uppsögn vegna þessarar stöðu. Leikskólar í Reykjavík hafa lengi búið við skort á fjármagni til að sinna nauðsynlegri þjónustu. Staðan hefur verið sérstaklega erfið í ár eftir niðurskurð í málaflokknum sem meirihlutinn í Reykjavík samþykkti fyrr á þessu ári. Farið var yfir þessa stöðu með stjórnendum á leik- og grunnskólum á fjölmennum fundi í gærkvöldi. Þar voru rekstrarniðurstöður fyrir árið í fyrra kynntar en margir leikskólar skiluðu þá vegna launahækkana. Þá var sú ákvörðun kynnt fyrir stjórnendum að tapið fyrir árið í fyrra muni flytjast með yfir á árið 2016 og því þurfi að skera enn meira niður. Fólk orðið örmagna Guðrún Sólveig er leikskólastjóri á leikskólanum Rauðhól en þar eru 212 börn en skólinn þarf núna að skera niður um sjö milljónir króna.Hvernig ætlar þú að gera það?„Ég veit það ekki. Ég sé ekki að það sé neinn möguleiki,“ segir Guðrún. Ekki sé til að mynda hægt að fækka starfsfólki meira en þegar hefur verið gert.Þið eigið að veita foreldrum og börnum tiltekna þjónustu. Þið hafið þurft að skera núna í janúar síðastliðnum og svo aftur núna. Hvernig mun þessi niðurskurður bitna á þessari þjónustu?„Í mínum huga og þeirra stjórnenda sem ég hef talað við þá er fólk orðið örmagna. Það veit bara ekki hvar það getur tekið hlutina til þess að skera meira niður. Fólk talar um að það sé verið að hola stofnunina að innan. Ég held að við höfum engin ráð nema að fara í almenna skipulagsbreytingu, þannig að það veður þá að taka einhvers staðar af gæðunum,“ segir Guðrún.Þú talar um almennar skipulagsbreytingar. Hvað þýðir það?„Ég veit ekki. Börnin komi með nesti að heiman, lengra sumarfrí, minni vistunartími, loka deildum,“ segir Guðrún.Staðan aldrei verið svona slæmMargir leikskólakennarar og stjórnendur sé byrjaðir að íhuga uppsögn vegna þessarar stöðu. Hún voni að stjórnvöld í Reykjavík horfist í augu við þennan vanda og ákveði að gera eitthvað.Hefur staðan hjá ykkur einhvern tímann verið svona slæm?„Nei aldrei verið svona slæm. Bara, þetta er það versta sem við höfum komist í. En eins og ég segi, góðærið var ekki í leikskólunum, það var ekki þannig að við gætum spreðað í alls konar hluti,“ segir Guðrún.Viðtalið við Guðrúnu má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Fleiri fréttir Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Tré úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Sjá meira
Staðan hefur aldrei verið svona slæm, segir leikskólastjóri í Reykjavík en skólanum hefur verið gert að skera enn frekar niður. Hún segir leikskólastjórnendur örmagna og ekki vita hvernig hægt sé að skera frekar niður en margir íhugi nú uppsögn vegna þessarar stöðu. Leikskólar í Reykjavík hafa lengi búið við skort á fjármagni til að sinna nauðsynlegri þjónustu. Staðan hefur verið sérstaklega erfið í ár eftir niðurskurð í málaflokknum sem meirihlutinn í Reykjavík samþykkti fyrr á þessu ári. Farið var yfir þessa stöðu með stjórnendum á leik- og grunnskólum á fjölmennum fundi í gærkvöldi. Þar voru rekstrarniðurstöður fyrir árið í fyrra kynntar en margir leikskólar skiluðu þá vegna launahækkana. Þá var sú ákvörðun kynnt fyrir stjórnendum að tapið fyrir árið í fyrra muni flytjast með yfir á árið 2016 og því þurfi að skera enn meira niður. Fólk orðið örmagna Guðrún Sólveig er leikskólastjóri á leikskólanum Rauðhól en þar eru 212 börn en skólinn þarf núna að skera niður um sjö milljónir króna.Hvernig ætlar þú að gera það?„Ég veit það ekki. Ég sé ekki að það sé neinn möguleiki,“ segir Guðrún. Ekki sé til að mynda hægt að fækka starfsfólki meira en þegar hefur verið gert.Þið eigið að veita foreldrum og börnum tiltekna þjónustu. Þið hafið þurft að skera núna í janúar síðastliðnum og svo aftur núna. Hvernig mun þessi niðurskurður bitna á þessari þjónustu?„Í mínum huga og þeirra stjórnenda sem ég hef talað við þá er fólk orðið örmagna. Það veit bara ekki hvar það getur tekið hlutina til þess að skera meira niður. Fólk talar um að það sé verið að hola stofnunina að innan. Ég held að við höfum engin ráð nema að fara í almenna skipulagsbreytingu, þannig að það veður þá að taka einhvers staðar af gæðunum,“ segir Guðrún.Þú talar um almennar skipulagsbreytingar. Hvað þýðir það?„Ég veit ekki. Börnin komi með nesti að heiman, lengra sumarfrí, minni vistunartími, loka deildum,“ segir Guðrún.Staðan aldrei verið svona slæmMargir leikskólakennarar og stjórnendur sé byrjaðir að íhuga uppsögn vegna þessarar stöðu. Hún voni að stjórnvöld í Reykjavík horfist í augu við þennan vanda og ákveði að gera eitthvað.Hefur staðan hjá ykkur einhvern tímann verið svona slæm?„Nei aldrei verið svona slæm. Bara, þetta er það versta sem við höfum komist í. En eins og ég segi, góðærið var ekki í leikskólunum, það var ekki þannig að við gætum spreðað í alls konar hluti,“ segir Guðrún.Viðtalið við Guðrúnu má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Fleiri fréttir Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Tré úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Sjá meira