Staðan í ESB-viðræðunum Stefán Haukur Jóhannesson og Björg Thorarensen og Þorsteinn Gunnarsson skrifa 27. desember 2011 17:00 Á ríkjaráðstefnu í Brussel hinn 12. desember sl. voru opnaðir fimm samningskaflar í aðildarviðræðum Íslands og Evrópusambandsins (ESB). Þetta var þriðja ráðstefnan sem haldin er frá því að efnislegar samningaviðræður hófust í júní í sumar. Á fundinum nú í desember var í fyrsta skipti fjallað um samningskafla sem eru utan EES-samningsins, þ.e.a.s.kaflann um mannréttindi og um framlög aðildarríkja til ESB. Jafnframt lauk viðræðum um þrjá kafla sem eru hluti af EES-samningnum. Alls hafa 11 samningskaflar af þeim 33 sem viðræðurnar snúast um verið opnaðir og er viðræðum um átta þeirra lokið. Vel hefur gengið hingað til en framundan eru þó umfangsmiklir og erfiðir kaflar. Þar ríður á að vanda sem áður til verka og byggja undir okkar nálgun og samningsafstöðu með traustum rökum. Sæstrengur, smáfyrirtæki, borgaraþjónustaEftir því sem viðræðunum vindur fram kemur smám saman í ljós hvað aðildarsamningur – og aðild – getur falið í sér í einstökum málaflokkum. Í samningskaflanum um „Samevrópsk net", sem nær yfir regluverk ESB til að koma á sameiginlegu orku-, fjarskipta- og samgöngukerfi, er til að mynda að finna ákvæði um að tengja beri fjarlæg svæði við Evrópu. Fram hefur komið í viðræðunum að Evrópusambandið lítur svo á að lagning sæstrengs frá Íslandi til Evrópu gæti fengist skilgreint sem forgangsverkefni í orkuflutningsáætlun sambandsins og þannig gæti Ísland notið stuðnings við slík áform. Í kaflanum um réttarvörslu og grundvallarréttindi deilir Ísland öllum grunngildum með öðrum Evrópuríkjum svo litlar breytingar verða þar. Þó kemur fram í þessum málaflokki að borgarar aðildarríkja ESB geta leitað til sendiráða hvers annars á fjarlægum slóðum. Þetta myndi þýða að Íslendingar, sem eru í nauðum staddir erlendis þar sem Ísland er ekki með sendiráð, gætu leitað til hvaða sendiráðs ESB sem er til að fá aðstoð s.s. ef vegabréf glatast eða veikindi steðja að. Markmið regluverks ESB um atvinnu- og iðnstefnu er að skapa litlum og meðalstórum fyrirtækjum hagstætt rekstrarumhverfi sem hvetur til nýsköpunar og stuðlar að hagvexti. Sérstök áhersla er lögð á að hvetja til frumkvöðlastarfsemi og stofnunar nýrra fyrirtækja. Ísland hefur í gegnum EES tekið þátt í og notið góðs af samstarfi ESB-ríkja á þessu sviði og hingað til hafa styrkir til íslenskra aðila verið hærri en framlög Íslands. Um 99% íslenskra fyrirtækja teljast vera smá eða meðalstór. Í umfjöllun um samningskaflann um framlög til ESB hefur komið fram að Ísland muni greiða þó nokkrar fjárhæðir til ESB, komi til aðildar, rétt eins og raunin er innan EES. Að sama skapi fer það eftir elju og útsjónarsemi Íslendinga hversu mikið af framlaginu kemur tilbaka í formi styrkja og stuðnings s.s. í gegnum samstarfsverkefni Evrópuríkja til atvinnuuppbyggingar í dreifbýli. Þar býr Ísland að dýrmætri reynslu m.a. með þátttöku í rannsóknarsamstarfi ESB á grundvelli EES-samningsins þar sem íslenskir vísindamenn hafa náð góðum árangri. Hvað með vandræðin á evrusvæðinu?Ríkjaráðstefnan um aðild Íslands fór fram í beinu framhaldi af leiðtogafundi ESB um aukið aðhald í ríkisfjármálum og efnahagsmálum. Ákvarðanir ESB um að takast á við skulda- og fjármálakreppuna kunna að sönnu að hafa áhrif á framtíðarsamstarfið innan vébanda Evrópusambandsins. Samninganefndin mun fylgjast með þeirri þróun og leggja mat á hana út frá hagsmunum Íslands í yfirstandandi viðræðum en eitt af þeim samningsmarkmiðum sem lagt er upp með í áliti Alþingis lýtur að því hvernig tryggja megi stöðugleika íslensku krónunnar með þátttöku Íslands í myntsamstarfinu ERM II. Rétt er að hafa í huga að staðan á evrusvæðinu og aðgerðir ESB til að takast á við skuldavanda ákveðinna Evrópuríkja tengist ekki aðildarviðræðum Íslands eða stækkun ESB með beinum hætti eins og merkja má af því að Króatía undirritaði aðildarsamning sinn við ESB nú í desember. En þróunin í Evrópu og á evrusvæðinu hefur hins vegar umtalsverða þýðingu fyrir íslenska hagsmuni enda er mikill meirihluti okkar utanríkisviðskipta við aðildarríki ESB. Næstu skrefÍ mars næstkomandi verða fleiri samningskaflar opnaðir og svo aftur í júní í lok dönsku formennskunnar í ESB. Fram undan er að takast á við erfiða kafla í samningaferlinu, þar á meðal um sjávarútvegsmál, landbúnaðarmál og umhverfismál. Enginn þarf að óttast að viðræðurnar einkennist af asa eða óðagoti. Þvert á móti ráða gæði starfsins hraðanum og viðræðum mun ekki ljúka fyrr en góður samningur liggur fyrir. Vandað hefur verið til verka í málsmeðferð allri og eiga hagsmunaaðilar og félagasamtök hrós skilið fyrir virka þátttöku í ferlinu. Alþingi er í lykilhlutverki en utanríkismálanefnd fær allar upplýsingar og fylgist á virkan hátt með hverju skrefi. Nánari útskýringar á innihaldi samningskafla í aðildarviðræðunum við ESB er að finna á esb.utn.is. Þar eru einnig samningsafstöður Íslands, önnur gögn og nánari upplýsingar um viðræðuferlið. Við hvetjum alla til að heimsækja þá síðu og kynna sér málið. Einnig skal bent á vandaða heimasíðu vísindavefs Háskóla Íslands á slóðinni evropuvefur.is þar sem er að finna ýmsar spurningar og svör um Evrópumálin og viðræðuferlið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 26.04.2025 Halldór Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Sjá meira
Á ríkjaráðstefnu í Brussel hinn 12. desember sl. voru opnaðir fimm samningskaflar í aðildarviðræðum Íslands og Evrópusambandsins (ESB). Þetta var þriðja ráðstefnan sem haldin er frá því að efnislegar samningaviðræður hófust í júní í sumar. Á fundinum nú í desember var í fyrsta skipti fjallað um samningskafla sem eru utan EES-samningsins, þ.e.a.s.kaflann um mannréttindi og um framlög aðildarríkja til ESB. Jafnframt lauk viðræðum um þrjá kafla sem eru hluti af EES-samningnum. Alls hafa 11 samningskaflar af þeim 33 sem viðræðurnar snúast um verið opnaðir og er viðræðum um átta þeirra lokið. Vel hefur gengið hingað til en framundan eru þó umfangsmiklir og erfiðir kaflar. Þar ríður á að vanda sem áður til verka og byggja undir okkar nálgun og samningsafstöðu með traustum rökum. Sæstrengur, smáfyrirtæki, borgaraþjónustaEftir því sem viðræðunum vindur fram kemur smám saman í ljós hvað aðildarsamningur – og aðild – getur falið í sér í einstökum málaflokkum. Í samningskaflanum um „Samevrópsk net", sem nær yfir regluverk ESB til að koma á sameiginlegu orku-, fjarskipta- og samgöngukerfi, er til að mynda að finna ákvæði um að tengja beri fjarlæg svæði við Evrópu. Fram hefur komið í viðræðunum að Evrópusambandið lítur svo á að lagning sæstrengs frá Íslandi til Evrópu gæti fengist skilgreint sem forgangsverkefni í orkuflutningsáætlun sambandsins og þannig gæti Ísland notið stuðnings við slík áform. Í kaflanum um réttarvörslu og grundvallarréttindi deilir Ísland öllum grunngildum með öðrum Evrópuríkjum svo litlar breytingar verða þar. Þó kemur fram í þessum málaflokki að borgarar aðildarríkja ESB geta leitað til sendiráða hvers annars á fjarlægum slóðum. Þetta myndi þýða að Íslendingar, sem eru í nauðum staddir erlendis þar sem Ísland er ekki með sendiráð, gætu leitað til hvaða sendiráðs ESB sem er til að fá aðstoð s.s. ef vegabréf glatast eða veikindi steðja að. Markmið regluverks ESB um atvinnu- og iðnstefnu er að skapa litlum og meðalstórum fyrirtækjum hagstætt rekstrarumhverfi sem hvetur til nýsköpunar og stuðlar að hagvexti. Sérstök áhersla er lögð á að hvetja til frumkvöðlastarfsemi og stofnunar nýrra fyrirtækja. Ísland hefur í gegnum EES tekið þátt í og notið góðs af samstarfi ESB-ríkja á þessu sviði og hingað til hafa styrkir til íslenskra aðila verið hærri en framlög Íslands. Um 99% íslenskra fyrirtækja teljast vera smá eða meðalstór. Í umfjöllun um samningskaflann um framlög til ESB hefur komið fram að Ísland muni greiða þó nokkrar fjárhæðir til ESB, komi til aðildar, rétt eins og raunin er innan EES. Að sama skapi fer það eftir elju og útsjónarsemi Íslendinga hversu mikið af framlaginu kemur tilbaka í formi styrkja og stuðnings s.s. í gegnum samstarfsverkefni Evrópuríkja til atvinnuuppbyggingar í dreifbýli. Þar býr Ísland að dýrmætri reynslu m.a. með þátttöku í rannsóknarsamstarfi ESB á grundvelli EES-samningsins þar sem íslenskir vísindamenn hafa náð góðum árangri. Hvað með vandræðin á evrusvæðinu?Ríkjaráðstefnan um aðild Íslands fór fram í beinu framhaldi af leiðtogafundi ESB um aukið aðhald í ríkisfjármálum og efnahagsmálum. Ákvarðanir ESB um að takast á við skulda- og fjármálakreppuna kunna að sönnu að hafa áhrif á framtíðarsamstarfið innan vébanda Evrópusambandsins. Samninganefndin mun fylgjast með þeirri þróun og leggja mat á hana út frá hagsmunum Íslands í yfirstandandi viðræðum en eitt af þeim samningsmarkmiðum sem lagt er upp með í áliti Alþingis lýtur að því hvernig tryggja megi stöðugleika íslensku krónunnar með þátttöku Íslands í myntsamstarfinu ERM II. Rétt er að hafa í huga að staðan á evrusvæðinu og aðgerðir ESB til að takast á við skuldavanda ákveðinna Evrópuríkja tengist ekki aðildarviðræðum Íslands eða stækkun ESB með beinum hætti eins og merkja má af því að Króatía undirritaði aðildarsamning sinn við ESB nú í desember. En þróunin í Evrópu og á evrusvæðinu hefur hins vegar umtalsverða þýðingu fyrir íslenska hagsmuni enda er mikill meirihluti okkar utanríkisviðskipta við aðildarríki ESB. Næstu skrefÍ mars næstkomandi verða fleiri samningskaflar opnaðir og svo aftur í júní í lok dönsku formennskunnar í ESB. Fram undan er að takast á við erfiða kafla í samningaferlinu, þar á meðal um sjávarútvegsmál, landbúnaðarmál og umhverfismál. Enginn þarf að óttast að viðræðurnar einkennist af asa eða óðagoti. Þvert á móti ráða gæði starfsins hraðanum og viðræðum mun ekki ljúka fyrr en góður samningur liggur fyrir. Vandað hefur verið til verka í málsmeðferð allri og eiga hagsmunaaðilar og félagasamtök hrós skilið fyrir virka þátttöku í ferlinu. Alþingi er í lykilhlutverki en utanríkismálanefnd fær allar upplýsingar og fylgist á virkan hátt með hverju skrefi. Nánari útskýringar á innihaldi samningskafla í aðildarviðræðunum við ESB er að finna á esb.utn.is. Þar eru einnig samningsafstöður Íslands, önnur gögn og nánari upplýsingar um viðræðuferlið. Við hvetjum alla til að heimsækja þá síðu og kynna sér málið. Einnig skal bent á vandaða heimasíðu vísindavefs Háskóla Íslands á slóðinni evropuvefur.is þar sem er að finna ýmsar spurningar og svör um Evrópumálin og viðræðuferlið.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar