Staðgöngumóðir má ekki vera skyld barninu í beinan legg Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. október 2015 15:26 Á meðal skilyrða sem staðgöngumóðir þarf að uppfylla er að hafa náð 25 ára aldri og vera ekki eldri en 39 ára. vísir/getty Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, hefur lagt fram á Alþingi frumvarp um staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni. Í frumvarpinu er kveðið á um nokkuð mörg skilyrði sem bæði staðgöngumóðir, og maki hennar ef við á, þurfa að uppfylla, auk skilyrða sem væntanlegir foreldrar þurfa að uppfylla. Á meðal skilyrða sem staðgöngumóðir þarf að uppfylla er að hafa náð 25 ára aldri og vera ekki eldri en 39 ára. Þá verður hún að hafa eignast að minnsta kosti eitt barn eftir eðlilega meðgöngu og fæðingu.Samkvæmt frumvarpinu verða að hafa liðið tvö ár að lágmarki frá fæðingu barns staðgöngumóðurinnar og þá má síðasta meðganga hennar ekki hafa endað með fósturmissi eftir fyrst þriðjung eða fæðingu andvana barns. Auk þess verða að hafa liðið að lágmarki tvö ár frá andláti barns hafi staðgöngumóðir eða maki hennar misst barn.Væntanlegir foreldrar ekki eldri en 45 ára Þá má hvorki staðgöngumóðirin, né maki hennar, vera systir, bróðir eða skyld í beinan legg því væntanlega foreldri sem leggur til kynfrumu, en skylda er samkvæmt frumvarpinu að nota kynfrumu frá að minnsta kosti öðru væntanlegra foreldra. Væntanlegir foreldrar skulu hafa náð 25 ára aldri en mega ekki vera eldri en 45 ára. Þeir skulu vera hjón eða einstaklingar í sambúð sem er skráð í þjóðskrá og eiga samkvæmt frumvarpinu að standa saman að umsókn um staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni. Þá skulu foreldrarnir ekki hafa verið skemur í samfelldri sambúð en þrjú ár þegar umsókn er lögð fram. Hjúskapur eða skráð sambúð þar af skal hafa varað í eitt ár hið minnsta. Í frumvarpinu segir að einhleypir geti „fengið leyfi til staðgöngumæðrunar í velgjörðarskyni ef sérstaklega stendur á og ótvírætt þykir að hagsmunir barns verði tryggðir og að uppfylltum öðrum skilyrðum laga þessara.“Þriggja manna nefnd mun veita leyfi til staðgöngumæðrunar Væntanlegir foreldrar mega þar að auki hvorki eiga barn undir tveggja ára aldri né bera ábyrgð á uppeldi svo ungs barns. Þá er sett það skilyrði að „væntanlegir foreldrar geti af læknisfræðilegum ástæðum ekki tekist á við það álag sem fylgir meðgöngu og fæðingu barns eða líffræðilegar ástæður útiloki meðgöngu. Miða skal við alvarleg, skaðleg áhrif meðgöngu og fæðingar með hliðsjón af almennum læknisfræðilegum og fæðingarfræðilegum viðmiðum.“ Samkvæmt frumvarpinu mun ráðherra skipa þriggja manna nefnd sem veita mun leyfi til staðgöngumæðrunar í velgjörðarskyni. Nefndin verður skipuð til fjögurra ára í senn og í henni eiga að sitja einn lögfræðingur, einn læknir auk sálfræðings eða félagsráðgjafa. Tengdar fréttir Vill umræðu um staðgöngumæðrun: „Kraftaverk ef ég get sjálf gengið með barn“ Þingmaðurinn og bóndinn Jóhanna María Sigmundsdóttir fékk að vita tvítug að hún geti aldrei gengið með barn. 15. ágúst 2015 09:00 Staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni gæti orðið að veruleika innan tíðar Frumvarp þess efnis kynnt á ríkisstjórnarfundi í dag. 6. október 2015 20:00 „Ættleiðingar eru bara óafturkræfur gjörningur“ Leikkonan Guðlaug Elísabet fjallar um reynslu sína af staðgöngumæðrun í Kastljósinu. 24. september 2015 14:30 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Sjá meira
Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, hefur lagt fram á Alþingi frumvarp um staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni. Í frumvarpinu er kveðið á um nokkuð mörg skilyrði sem bæði staðgöngumóðir, og maki hennar ef við á, þurfa að uppfylla, auk skilyrða sem væntanlegir foreldrar þurfa að uppfylla. Á meðal skilyrða sem staðgöngumóðir þarf að uppfylla er að hafa náð 25 ára aldri og vera ekki eldri en 39 ára. Þá verður hún að hafa eignast að minnsta kosti eitt barn eftir eðlilega meðgöngu og fæðingu.Samkvæmt frumvarpinu verða að hafa liðið tvö ár að lágmarki frá fæðingu barns staðgöngumóðurinnar og þá má síðasta meðganga hennar ekki hafa endað með fósturmissi eftir fyrst þriðjung eða fæðingu andvana barns. Auk þess verða að hafa liðið að lágmarki tvö ár frá andláti barns hafi staðgöngumóðir eða maki hennar misst barn.Væntanlegir foreldrar ekki eldri en 45 ára Þá má hvorki staðgöngumóðirin, né maki hennar, vera systir, bróðir eða skyld í beinan legg því væntanlega foreldri sem leggur til kynfrumu, en skylda er samkvæmt frumvarpinu að nota kynfrumu frá að minnsta kosti öðru væntanlegra foreldra. Væntanlegir foreldrar skulu hafa náð 25 ára aldri en mega ekki vera eldri en 45 ára. Þeir skulu vera hjón eða einstaklingar í sambúð sem er skráð í þjóðskrá og eiga samkvæmt frumvarpinu að standa saman að umsókn um staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni. Þá skulu foreldrarnir ekki hafa verið skemur í samfelldri sambúð en þrjú ár þegar umsókn er lögð fram. Hjúskapur eða skráð sambúð þar af skal hafa varað í eitt ár hið minnsta. Í frumvarpinu segir að einhleypir geti „fengið leyfi til staðgöngumæðrunar í velgjörðarskyni ef sérstaklega stendur á og ótvírætt þykir að hagsmunir barns verði tryggðir og að uppfylltum öðrum skilyrðum laga þessara.“Þriggja manna nefnd mun veita leyfi til staðgöngumæðrunar Væntanlegir foreldrar mega þar að auki hvorki eiga barn undir tveggja ára aldri né bera ábyrgð á uppeldi svo ungs barns. Þá er sett það skilyrði að „væntanlegir foreldrar geti af læknisfræðilegum ástæðum ekki tekist á við það álag sem fylgir meðgöngu og fæðingu barns eða líffræðilegar ástæður útiloki meðgöngu. Miða skal við alvarleg, skaðleg áhrif meðgöngu og fæðingar með hliðsjón af almennum læknisfræðilegum og fæðingarfræðilegum viðmiðum.“ Samkvæmt frumvarpinu mun ráðherra skipa þriggja manna nefnd sem veita mun leyfi til staðgöngumæðrunar í velgjörðarskyni. Nefndin verður skipuð til fjögurra ára í senn og í henni eiga að sitja einn lögfræðingur, einn læknir auk sálfræðings eða félagsráðgjafa.
Tengdar fréttir Vill umræðu um staðgöngumæðrun: „Kraftaverk ef ég get sjálf gengið með barn“ Þingmaðurinn og bóndinn Jóhanna María Sigmundsdóttir fékk að vita tvítug að hún geti aldrei gengið með barn. 15. ágúst 2015 09:00 Staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni gæti orðið að veruleika innan tíðar Frumvarp þess efnis kynnt á ríkisstjórnarfundi í dag. 6. október 2015 20:00 „Ættleiðingar eru bara óafturkræfur gjörningur“ Leikkonan Guðlaug Elísabet fjallar um reynslu sína af staðgöngumæðrun í Kastljósinu. 24. september 2015 14:30 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Sjá meira
Vill umræðu um staðgöngumæðrun: „Kraftaverk ef ég get sjálf gengið með barn“ Þingmaðurinn og bóndinn Jóhanna María Sigmundsdóttir fékk að vita tvítug að hún geti aldrei gengið með barn. 15. ágúst 2015 09:00
Staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni gæti orðið að veruleika innan tíðar Frumvarp þess efnis kynnt á ríkisstjórnarfundi í dag. 6. október 2015 20:00
„Ættleiðingar eru bara óafturkræfur gjörningur“ Leikkonan Guðlaug Elísabet fjallar um reynslu sína af staðgöngumæðrun í Kastljósinu. 24. september 2015 14:30