Staðið við samkomulag um lokun flugbrautar Kristján Már Unnarsson skrifar 19. nóvember 2013 21:24 Hanna Birna Kristjánsdóttir, ráðherra flugmála, segir að staðið verði við samkomulag við borgina um að minnstu flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað. Fyrst verði þó að opna samsvarandi öryggisbraut í Keflavík. Misvísandi skilaboð berast um hvað nýlegt samkomulag þýðir fyrir skerðingu flugvallarins. Forsætisráðherra leggst alfarið gegn lokun minnstu brautarinnar og segir ekkert fjallað um hana í samkomulaginu. Borgaryfirvöld skipuleggja samt nýtt íbúðahverfi á brautarstæðinu. Hanna Birna segir mörg ár, ef ekki áratugir, síðan ríki og borg sömdu um það að þessi flugbraut skyldi fara og að við tæki önnur öryggisbraut í Keflavík. „Ég vil standa við gerða samninga,” segir ráðherrann í viðtali á Stöð 2 og segir ríkið hafa fengið margt í staðinn, eins og að fá að byggja upp flugstöð, að tré verði klippt og að flugbrautarljós verði í lagi. Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, og Katrín Júlíusdóttir, þáverandi fjármálaráðherra, handsala samkomulag um sölu ríkisins á hluta af landi Reykjavíkurflugvallar í marsmánuði sl. Hún tekur þó skýrt fram að öryggi verði að vera tryggt með samsvarandi braut á Keflavíkurflugvelli. „Hún er til staðar og hana er hægt að nota og hún verður virkjuð áður en þessi þriðja flugbraut verður tekin héðan.” Nefnd undir forystu Rögnu Árnadóttur, fyrrverandi ráðherra, hefur núna verið falið að fullkanna alla kosti sem eru í boði um framtíðarstaðsetningu flugvallar á Reykjavíkursvæðinu. Kröfur hafa komið fram um að áður en nefndin lýkur störfum verði ekkert gert sem skerði valkostina, eins og að loka litlu flugbrautinni. Hanna Birna segir skipulagsvinnu borgarinnar taka lengri tíma en svo. „Þannig að ég held að menn þurfi litlar áhyggjur að hafa af því. Það verða allir kostir skoðaðir. Það er búið að segja það margsinnis og ég get endurtekið það.” Forsætisráðherra kvaðst í gær vilja vinda ofan af eldra samkomulagi um brotthvarf brautarinnar. –Vilt þú vinna að því að snúa til baka? „Við erum búin að vera að vinna að því, núna í langan tíma, í marga mánuði, að tryggja það að völlurinn verði áfram fullfúnkerandi. Það er búið að tryggja það til ársins 2022. Það er það sem skiptir mestu máli. Við vinnum í samræmi við það samkomulag sem við höfum gert við núverandi meirihluta í Reykjavík. Þannig er samkomulagið. Svo sjáum við til hvað framtíðin ber í skauti sér,” sagði Hanna Birna. Tengdar fréttir Gera ráð fyrir 800 íbúðum í Skerjafirði Samningar hafa tekist á milli Reykjavíkurborgar og ríkisins um kaup á landi ríkisins í Skerjafirði. Í samningnum felst að Reykjavíkurborg kaupir land ríkisins, alls um 112 þúsund fermetra svæði. Gera má ráð fyrir að allt að 800 íbúðir geti risið á byggingarlandinu. 14. mars 2013 17:09 Ekki var samið um lokun þriðju flugbrautarinnar Forsætisráðherra leggst alfarið gegn því að þriðju flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað. 18. nóvember 2013 19:27 Svona sér Ómar sátt um flugvöll Flugmaðurinn sem lent hefur oftar á Reykjavíkurflugvelli en flestir aðrir, Ómar Ragnarsson, segir fáránlegt að einn besti möguleikinn til málamiðlunar verði strax útilokaður. 16. nóvember 2013 18:58 Kemur ekki til greina að loka neyðarbraut suðvesturlands Áform um að loka minnstu flugbraut Reykjavíkurflugvallar mæta harðri andstöðu. Friðrik Pálsson, sem fór fyrir undirskriftasöfnun til stuðnings vellinum, segir ekki koma til greina að suðvesturhorn landsins verði skilið eftir án neyðarflugbrautar í hvössum suðvestan- og norðaustanáttum. 13. nóvember 2013 19:24 Mest lesið Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Innlent Fleiri fréttir Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Sjá meira
Hanna Birna Kristjánsdóttir, ráðherra flugmála, segir að staðið verði við samkomulag við borgina um að minnstu flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað. Fyrst verði þó að opna samsvarandi öryggisbraut í Keflavík. Misvísandi skilaboð berast um hvað nýlegt samkomulag þýðir fyrir skerðingu flugvallarins. Forsætisráðherra leggst alfarið gegn lokun minnstu brautarinnar og segir ekkert fjallað um hana í samkomulaginu. Borgaryfirvöld skipuleggja samt nýtt íbúðahverfi á brautarstæðinu. Hanna Birna segir mörg ár, ef ekki áratugir, síðan ríki og borg sömdu um það að þessi flugbraut skyldi fara og að við tæki önnur öryggisbraut í Keflavík. „Ég vil standa við gerða samninga,” segir ráðherrann í viðtali á Stöð 2 og segir ríkið hafa fengið margt í staðinn, eins og að fá að byggja upp flugstöð, að tré verði klippt og að flugbrautarljós verði í lagi. Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, og Katrín Júlíusdóttir, þáverandi fjármálaráðherra, handsala samkomulag um sölu ríkisins á hluta af landi Reykjavíkurflugvallar í marsmánuði sl. Hún tekur þó skýrt fram að öryggi verði að vera tryggt með samsvarandi braut á Keflavíkurflugvelli. „Hún er til staðar og hana er hægt að nota og hún verður virkjuð áður en þessi þriðja flugbraut verður tekin héðan.” Nefnd undir forystu Rögnu Árnadóttur, fyrrverandi ráðherra, hefur núna verið falið að fullkanna alla kosti sem eru í boði um framtíðarstaðsetningu flugvallar á Reykjavíkursvæðinu. Kröfur hafa komið fram um að áður en nefndin lýkur störfum verði ekkert gert sem skerði valkostina, eins og að loka litlu flugbrautinni. Hanna Birna segir skipulagsvinnu borgarinnar taka lengri tíma en svo. „Þannig að ég held að menn þurfi litlar áhyggjur að hafa af því. Það verða allir kostir skoðaðir. Það er búið að segja það margsinnis og ég get endurtekið það.” Forsætisráðherra kvaðst í gær vilja vinda ofan af eldra samkomulagi um brotthvarf brautarinnar. –Vilt þú vinna að því að snúa til baka? „Við erum búin að vera að vinna að því, núna í langan tíma, í marga mánuði, að tryggja það að völlurinn verði áfram fullfúnkerandi. Það er búið að tryggja það til ársins 2022. Það er það sem skiptir mestu máli. Við vinnum í samræmi við það samkomulag sem við höfum gert við núverandi meirihluta í Reykjavík. Þannig er samkomulagið. Svo sjáum við til hvað framtíðin ber í skauti sér,” sagði Hanna Birna.
Tengdar fréttir Gera ráð fyrir 800 íbúðum í Skerjafirði Samningar hafa tekist á milli Reykjavíkurborgar og ríkisins um kaup á landi ríkisins í Skerjafirði. Í samningnum felst að Reykjavíkurborg kaupir land ríkisins, alls um 112 þúsund fermetra svæði. Gera má ráð fyrir að allt að 800 íbúðir geti risið á byggingarlandinu. 14. mars 2013 17:09 Ekki var samið um lokun þriðju flugbrautarinnar Forsætisráðherra leggst alfarið gegn því að þriðju flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað. 18. nóvember 2013 19:27 Svona sér Ómar sátt um flugvöll Flugmaðurinn sem lent hefur oftar á Reykjavíkurflugvelli en flestir aðrir, Ómar Ragnarsson, segir fáránlegt að einn besti möguleikinn til málamiðlunar verði strax útilokaður. 16. nóvember 2013 18:58 Kemur ekki til greina að loka neyðarbraut suðvesturlands Áform um að loka minnstu flugbraut Reykjavíkurflugvallar mæta harðri andstöðu. Friðrik Pálsson, sem fór fyrir undirskriftasöfnun til stuðnings vellinum, segir ekki koma til greina að suðvesturhorn landsins verði skilið eftir án neyðarflugbrautar í hvössum suðvestan- og norðaustanáttum. 13. nóvember 2013 19:24 Mest lesið Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Innlent Fleiri fréttir Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Sjá meira
Gera ráð fyrir 800 íbúðum í Skerjafirði Samningar hafa tekist á milli Reykjavíkurborgar og ríkisins um kaup á landi ríkisins í Skerjafirði. Í samningnum felst að Reykjavíkurborg kaupir land ríkisins, alls um 112 þúsund fermetra svæði. Gera má ráð fyrir að allt að 800 íbúðir geti risið á byggingarlandinu. 14. mars 2013 17:09
Ekki var samið um lokun þriðju flugbrautarinnar Forsætisráðherra leggst alfarið gegn því að þriðju flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað. 18. nóvember 2013 19:27
Svona sér Ómar sátt um flugvöll Flugmaðurinn sem lent hefur oftar á Reykjavíkurflugvelli en flestir aðrir, Ómar Ragnarsson, segir fáránlegt að einn besti möguleikinn til málamiðlunar verði strax útilokaður. 16. nóvember 2013 18:58
Kemur ekki til greina að loka neyðarbraut suðvesturlands Áform um að loka minnstu flugbraut Reykjavíkurflugvallar mæta harðri andstöðu. Friðrik Pálsson, sem fór fyrir undirskriftasöfnun til stuðnings vellinum, segir ekki koma til greina að suðvesturhorn landsins verði skilið eftir án neyðarflugbrautar í hvössum suðvestan- og norðaustanáttum. 13. nóvember 2013 19:24