Stærðfræðilæsi íslenskra barna hrynur Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 19. desember 2013 20:05 "Það er hægt að kenna öllum allt með réttum aðferðum.“ Þetta segir forseti Menntavísindasviðs Háskóla Íslands sem kallar eftir breyttum kennsluaðferðum í stærðfræði enda hrynur stærðfræðilæsi íslenskra barna samkvæmt nýrri PISA-könnun. Eins og Fréttablaðið greindi frá á dögunum benda nýjustu rannsóknir til þess að yfirburðageta í stærðfræði hafi ekkert með erfðir að gera, heldur áhuga og eljusemi. Þetta er afar áhugaverð staðreynd í sögulegu samhengi, enda byggir námið á því að apa eftir snillingum fyrri alda. Breski stærðfræðingurinn Isaac Newton er gott dæmi um þetta, þó öfgakennt sé. Hann lagði grunn að klassískri eðlisfræði áður en hann varð 25 ára gamall. Sagnfræðingar eru sammála um að áhugi hans á náttúrunni hafi gert þetta að verkum, ekki erfðirnar einar. Einhverjum 350 árum seinna er staðan á Íslandi þessi: meðaleinkunn barnanna okkar hrynur samkvæmt PISA-könnun og spurningar vakna um hvort að breyta þurfi kennsluháttum. Þessi þróun á ekki bara við um íslenska grunnskólanemendur þegar stærðfræðin er annars vegar. Eins og niðurstöður nýjustu PISA-könnunarinnar sýna er stærðfræðilæsi á hraðri niðurleið um gjörvalla Skandinavíu. „Við getum kennt öllum allt með réttum aðferðum,“ Jóhanna Einarsdóttir, forseti Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. „Börn eru að læra stærðfræði frá unga aldri, í gegnum leik og rannsóknir á umhverfi sínu. Ef að vel á málum haldið í leikskóla þá eru börn að læra mjög mikilvæga þætti í sambandi við stærðfræði. Það skiptir sköpum að þessi reynsla skili sér á efri skólastig.“ Jóhanna ítrekar að nú sem aldrei fyrr sé nauðsynlegt fyrir kennara að aðlagast breyttum tímum, enda sé hinn stafræni veruleiki staðreynd og mikilvægur hluti af daglegu lífi barna. „Ég held að við séum á krossgötum í kennslumálum. Þó svo að sömu grundvallarhugtökin séu til staðar þá þurfum við að nota aðrar leiðir í kennslu, þær leiðir sem henta börnum í dag.“ Mest lesið Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
"Það er hægt að kenna öllum allt með réttum aðferðum.“ Þetta segir forseti Menntavísindasviðs Háskóla Íslands sem kallar eftir breyttum kennsluaðferðum í stærðfræði enda hrynur stærðfræðilæsi íslenskra barna samkvæmt nýrri PISA-könnun. Eins og Fréttablaðið greindi frá á dögunum benda nýjustu rannsóknir til þess að yfirburðageta í stærðfræði hafi ekkert með erfðir að gera, heldur áhuga og eljusemi. Þetta er afar áhugaverð staðreynd í sögulegu samhengi, enda byggir námið á því að apa eftir snillingum fyrri alda. Breski stærðfræðingurinn Isaac Newton er gott dæmi um þetta, þó öfgakennt sé. Hann lagði grunn að klassískri eðlisfræði áður en hann varð 25 ára gamall. Sagnfræðingar eru sammála um að áhugi hans á náttúrunni hafi gert þetta að verkum, ekki erfðirnar einar. Einhverjum 350 árum seinna er staðan á Íslandi þessi: meðaleinkunn barnanna okkar hrynur samkvæmt PISA-könnun og spurningar vakna um hvort að breyta þurfi kennsluháttum. Þessi þróun á ekki bara við um íslenska grunnskólanemendur þegar stærðfræðin er annars vegar. Eins og niðurstöður nýjustu PISA-könnunarinnar sýna er stærðfræðilæsi á hraðri niðurleið um gjörvalla Skandinavíu. „Við getum kennt öllum allt með réttum aðferðum,“ Jóhanna Einarsdóttir, forseti Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. „Börn eru að læra stærðfræði frá unga aldri, í gegnum leik og rannsóknir á umhverfi sínu. Ef að vel á málum haldið í leikskóla þá eru börn að læra mjög mikilvæga þætti í sambandi við stærðfræði. Það skiptir sköpum að þessi reynsla skili sér á efri skólastig.“ Jóhanna ítrekar að nú sem aldrei fyrr sé nauðsynlegt fyrir kennara að aðlagast breyttum tímum, enda sé hinn stafræni veruleiki staðreynd og mikilvægur hluti af daglegu lífi barna. „Ég held að við séum á krossgötum í kennslumálum. Þó svo að sömu grundvallarhugtökin séu til staðar þá þurfum við að nota aðrar leiðir í kennslu, þær leiðir sem henta börnum í dag.“
Mest lesið Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira