Stærri virkjun ekki risið norðanlands frá Blöndu Kristján Már Unnarsson skrifar 13. apríl 2015 20:52 Hátt í tvöhundruð manns verða í vinnu á Þeistareykjum í sumar en samningar um smíði stöðvarhúss voru undirritaðir í dag. Þetta er fyrsta jarðvarmavirkjun sem Landsvirkjun reisir og jafnframt stærsta virkjun sem byggð hefur verið á Norðurlandi frá því Blönduvirkjun var gangsett fyrir aldarfjórðungi. Forstjóri Landsvirkjunar, Hörður Arnarson, og framkvæmdastjóri verktakans LNS Saga, Ásgeir Loftsson, undirrituðu 6,6 milljarða króna verksamninga um smíði stöðvarhúss og lagningu gufuveitna. Fyrir Landsvirkjun markar þetta tímamót. Þær tvær jarðvarmavirkjanir, sem félagið rekur, við Kröflu og í Bjarnarflagi, voru byggðar af öðrum. Þetta verður því fyrsta jarðvarmavirkjunin sem Landsvirkjun reisir. Áætlað er að þessi fyrsti áfangi Þeistareykjavirkjunar kosti 20 til 24 milljarða króna en miðað er við 45 megavatta afl. Svo stór virkjun hefur ekki risið á Norðurlandi í aldarfjórðung, eða frá því Blöndvirkjun tók til starfa árið 1991. „Þetta mun styrkja mjög afhendingu, sérstaklega til stórnotenda, hvort heldur iðnfyrirtækja eða fiskimjölsverksmiðja, á Norðausturlandi,“ segir Hörður í fréttum Stöðvar 2.Þeistareykjavirkjun að vetri.Grafík/Landsvirkjun.Athygli vekur að Landsvirkjun lítur svo á að þessar framkvæmdir séu óháðar því hvort samningar verði kláraðir um smíði kísilvers á Bakka. Virkjunin mun hins vegar styðja við kísilverið en þörf sé fyrir orkuna, óháð því, að sögn Harðar. Undirbúningsframkvæmdir voru á Þeistareykjum í fyrra en verktakinn LNS Saga gerir ráð fyrir að mæta á svæðið og hefja framkæmdir á næstu vikum. Áætlað er þar verði hátt í 200 manns í vinnu í sumar en stefnt er að því að orkuframleiðslan hefjist haustið 2017. Tengdar fréttir Höggvið á hnútinn og Bakki á beinu brautina Forstjóri Landsvirkjunar lýsir ánægju með nýjan raforkusamning vegna kísilvers á Bakka, sem hann segir vera stórt skref í að koma verkefninu í höfn. 31. mars 2015 20:59 Brýnt að bjóða út Bakkajarðgöngin Þýska félagið PCC og Landsvirkjun gera nú bæði ráð fyrir því að stórframkvæmdir í Þingeyjarsýslum fari á fullt í vor. 12. mars 2015 19:18 Nýr verktaki með lægstu boð í Þeistareykjavirkjun Verktakafyrirtæki í eigu Norðmanna, með íslenskum stjórnendum, virðist ætla að taka íslenska markaðinn með trompi. 2. mars 2015 20:45 Mest lesið Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Sjá meira
Hátt í tvöhundruð manns verða í vinnu á Þeistareykjum í sumar en samningar um smíði stöðvarhúss voru undirritaðir í dag. Þetta er fyrsta jarðvarmavirkjun sem Landsvirkjun reisir og jafnframt stærsta virkjun sem byggð hefur verið á Norðurlandi frá því Blönduvirkjun var gangsett fyrir aldarfjórðungi. Forstjóri Landsvirkjunar, Hörður Arnarson, og framkvæmdastjóri verktakans LNS Saga, Ásgeir Loftsson, undirrituðu 6,6 milljarða króna verksamninga um smíði stöðvarhúss og lagningu gufuveitna. Fyrir Landsvirkjun markar þetta tímamót. Þær tvær jarðvarmavirkjanir, sem félagið rekur, við Kröflu og í Bjarnarflagi, voru byggðar af öðrum. Þetta verður því fyrsta jarðvarmavirkjunin sem Landsvirkjun reisir. Áætlað er að þessi fyrsti áfangi Þeistareykjavirkjunar kosti 20 til 24 milljarða króna en miðað er við 45 megavatta afl. Svo stór virkjun hefur ekki risið á Norðurlandi í aldarfjórðung, eða frá því Blöndvirkjun tók til starfa árið 1991. „Þetta mun styrkja mjög afhendingu, sérstaklega til stórnotenda, hvort heldur iðnfyrirtækja eða fiskimjölsverksmiðja, á Norðausturlandi,“ segir Hörður í fréttum Stöðvar 2.Þeistareykjavirkjun að vetri.Grafík/Landsvirkjun.Athygli vekur að Landsvirkjun lítur svo á að þessar framkvæmdir séu óháðar því hvort samningar verði kláraðir um smíði kísilvers á Bakka. Virkjunin mun hins vegar styðja við kísilverið en þörf sé fyrir orkuna, óháð því, að sögn Harðar. Undirbúningsframkvæmdir voru á Þeistareykjum í fyrra en verktakinn LNS Saga gerir ráð fyrir að mæta á svæðið og hefja framkæmdir á næstu vikum. Áætlað er þar verði hátt í 200 manns í vinnu í sumar en stefnt er að því að orkuframleiðslan hefjist haustið 2017.
Tengdar fréttir Höggvið á hnútinn og Bakki á beinu brautina Forstjóri Landsvirkjunar lýsir ánægju með nýjan raforkusamning vegna kísilvers á Bakka, sem hann segir vera stórt skref í að koma verkefninu í höfn. 31. mars 2015 20:59 Brýnt að bjóða út Bakkajarðgöngin Þýska félagið PCC og Landsvirkjun gera nú bæði ráð fyrir því að stórframkvæmdir í Þingeyjarsýslum fari á fullt í vor. 12. mars 2015 19:18 Nýr verktaki með lægstu boð í Þeistareykjavirkjun Verktakafyrirtæki í eigu Norðmanna, með íslenskum stjórnendum, virðist ætla að taka íslenska markaðinn með trompi. 2. mars 2015 20:45 Mest lesið Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Sjá meira
Höggvið á hnútinn og Bakki á beinu brautina Forstjóri Landsvirkjunar lýsir ánægju með nýjan raforkusamning vegna kísilvers á Bakka, sem hann segir vera stórt skref í að koma verkefninu í höfn. 31. mars 2015 20:59
Brýnt að bjóða út Bakkajarðgöngin Þýska félagið PCC og Landsvirkjun gera nú bæði ráð fyrir því að stórframkvæmdir í Þingeyjarsýslum fari á fullt í vor. 12. mars 2015 19:18
Nýr verktaki með lægstu boð í Þeistareykjavirkjun Verktakafyrirtæki í eigu Norðmanna, með íslenskum stjórnendum, virðist ætla að taka íslenska markaðinn með trompi. 2. mars 2015 20:45