Innlent

Stærsti amfetamínfundur Íslandssögunnar

Lögregla og tollgæsla lögðu hald á 20 lítra af amfetamínbasa sem var falið í bifreið sem kom með Norrænu til Seyðisfjarðar 17. júní. Mynd/Lögreglan
Lögregla og tollgæsla lögðu hald á 20 lítra af amfetamínbasa sem var falið í bifreið sem kom með Norrænu til Seyðisfjarðar 17. júní. Mynd/Lögreglan

Alls var hægt að framleiða 263 kíló af amfetamíni úr amfetamín-vökvanum sem lögreglan lagði hald á í Norrænu 17. júní síðastliðinn. Alls lagði lögreglan hald á 20 lítra af amfetamín-basa.

Fram kom á fréttafundi með yfirmönnum lögreglunnar klukkan fjögur að talið er að ársneysla amfetamíns hér á Íslandi sé um 300 kíló.

Tvær konur voru handteknar við komuna til Seyðisfjarðar. Þær eru báðar á fimmtugsaldrinum. Önnur konan var með fimm ára gamlan son sinn með sér. Hann var sóttur af ættingjum frá Þýskalandi nokkrum dögum síðar.

Barnið dvaldi hjá barnaverndaryfirvöldum áður en það var sótt.








Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×