Stærstu fyrirtækin hafa aukið hluta kvenna í stjórnum 13. maí 2011 13:51 Mari Teigen í ræðustól. Í dag fór fram á Hilton Reykjavík Nordica ráðstefnan Virkjum karla og konur til athafna. Á henni kom fram að stærstu fyrirtæki landsins hafa aukið hlut kvenna í stjórnum sínum. Í tilkynningu segir að þetta hafi verið framhaldsráðstefna frá því í fyrra en upphafið má rekja til samnings Viðskiptaráðs Íslands, Samtaka atvinnulífsins, Félags kvenna í atvinnurekstri, Creditinfo og fulltrúar allra stjórnmálaflokka skrifuðu undir 2009 um að auka hlutdeild kvenna í atvinnulífinu. Í ár var áherslan lögð á umræðu um kynjakvótalögin, en lög um kynjakvóta munu taka gildi hér á landi árið 2013 og komu fyrirlesarar meðal annars frá Noregi til að ræða árangur Norðmanna í þessum efnum. Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, setti ráðstefnuna og þátttakendur voru tæplega 300. Á fundinum voru kynntar nýjar tölur frá Creditinfo þar sem m.a. kom fram að á Íslandi eru 60% stjórna með bæði kyn í stjórn ef varamenn eru meðtaldir en aðeins 14,5% ef varamenn eru ekki taldir með. Hlutföll eru því sambærileg og verið hafa síðustu ár þar sem 70% stjórna telja eingöngu karlmenn, 14,5% með bæði kyn og 14,8% með aðeins konur í stjórn. Hlutfall blandaðra stjórna hækkar hins vegar verulega þegar aðeins eru skoðuð stærstu fyrirtæki landsins en 44% stjórna 300 stærstu fyrirtækja landsins eru með bæði kyn í stjórn og 55% þeirra 100 stærstu. Það virðist því vera að stærstu fyrirtæki landsins séu að leiða áfram þá breytingu að fjölga konum í stjórn en gera má ráð fyrir að öll fyrirtæki á þessum lista þurfi að uppfylla kynjakvóta frá og með árinu 2013. Mari Teigen, doktor í félagsfræði og rannsóknarstjóri hjá Rannsóknarstofnun í félagsvísindum í Osló, fór yfir reynslu Norðmanna af kynjakvótalögum í stjórnum fyrirtækja og sagði hún lagasetningu hafa aukið hlut kvenna í stjórnum til muna og fór hlutfall kvenna í stjórnum úr 6% í 39% á síðasta ári. Samsetning stjórna í Noregi hefur breyst, fleiri konur hafi komið inn, jafnframt yngri stjórnarmenn, minni tengsl stjórnarmanna eru bundin við eigendur og menntaðri einstaklingar eru komnir inn í norskar stjórnir. Niðurstöðurnar sem Mari kynnti gefa til kynna að Norðmönnum hefur tekist að innleiða kynjakvótalögin án mikilla vandkvæða og að þau séu almennt viðurkennd. Liv Bergþórsdóttir, framkvæmdastjóri NOVA og stjórnarmaður í Telio, fjallaði um stöðu kynjahlutfalls í íslenskum stjórnum. Liv sagði kynjakvótalög geta verið tækifæri til að auka fjölbreytni, gagnsæji og betri stjórnarhættti. Liv hvatti athafnalífið til að auglýsa oftar eftir stjórnarmönnum því það skapi traust og trúverðugleika og segir reynslu af því að auglýsa stjórnarsetu sýna að ekki vanti áhuga kvenna. Benja Fagerlund, eigandi Talent Tuning, fjallaði að lokum um að stjórnarseta kynja sé ekki mál kvenna heldur viðskiptalífsins í heild og benti hún á að fjölbreytni sé nauðsynleg fyrirtækjum til árangurs. Í erindi Benju kom fram að konur séu sterkasta aflið í efnhagslegum vexti í dag og það sé tækifæri sem engin ætti að láta fram hjá sér fara. Hún varpaði upp þeirri spurningu hvað gæti verið að hjá stjórnum og fyrirtækjum sem hafa efni á því að setja konur ekki í framvarðasveit sína því þannig má hækka menntastig stjórna því staðreyndir sýna að konur eru um 60% allra háskólanema. Fundarstjórar voru Rakel Sveinsdóttir hjá CreditInfo Group og Ásbjörn Gíslason forstjóri Samskipa. Mest lesið Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Sjá meira
Í dag fór fram á Hilton Reykjavík Nordica ráðstefnan Virkjum karla og konur til athafna. Á henni kom fram að stærstu fyrirtæki landsins hafa aukið hlut kvenna í stjórnum sínum. Í tilkynningu segir að þetta hafi verið framhaldsráðstefna frá því í fyrra en upphafið má rekja til samnings Viðskiptaráðs Íslands, Samtaka atvinnulífsins, Félags kvenna í atvinnurekstri, Creditinfo og fulltrúar allra stjórnmálaflokka skrifuðu undir 2009 um að auka hlutdeild kvenna í atvinnulífinu. Í ár var áherslan lögð á umræðu um kynjakvótalögin, en lög um kynjakvóta munu taka gildi hér á landi árið 2013 og komu fyrirlesarar meðal annars frá Noregi til að ræða árangur Norðmanna í þessum efnum. Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, setti ráðstefnuna og þátttakendur voru tæplega 300. Á fundinum voru kynntar nýjar tölur frá Creditinfo þar sem m.a. kom fram að á Íslandi eru 60% stjórna með bæði kyn í stjórn ef varamenn eru meðtaldir en aðeins 14,5% ef varamenn eru ekki taldir með. Hlutföll eru því sambærileg og verið hafa síðustu ár þar sem 70% stjórna telja eingöngu karlmenn, 14,5% með bæði kyn og 14,8% með aðeins konur í stjórn. Hlutfall blandaðra stjórna hækkar hins vegar verulega þegar aðeins eru skoðuð stærstu fyrirtæki landsins en 44% stjórna 300 stærstu fyrirtækja landsins eru með bæði kyn í stjórn og 55% þeirra 100 stærstu. Það virðist því vera að stærstu fyrirtæki landsins séu að leiða áfram þá breytingu að fjölga konum í stjórn en gera má ráð fyrir að öll fyrirtæki á þessum lista þurfi að uppfylla kynjakvóta frá og með árinu 2013. Mari Teigen, doktor í félagsfræði og rannsóknarstjóri hjá Rannsóknarstofnun í félagsvísindum í Osló, fór yfir reynslu Norðmanna af kynjakvótalögum í stjórnum fyrirtækja og sagði hún lagasetningu hafa aukið hlut kvenna í stjórnum til muna og fór hlutfall kvenna í stjórnum úr 6% í 39% á síðasta ári. Samsetning stjórna í Noregi hefur breyst, fleiri konur hafi komið inn, jafnframt yngri stjórnarmenn, minni tengsl stjórnarmanna eru bundin við eigendur og menntaðri einstaklingar eru komnir inn í norskar stjórnir. Niðurstöðurnar sem Mari kynnti gefa til kynna að Norðmönnum hefur tekist að innleiða kynjakvótalögin án mikilla vandkvæða og að þau séu almennt viðurkennd. Liv Bergþórsdóttir, framkvæmdastjóri NOVA og stjórnarmaður í Telio, fjallaði um stöðu kynjahlutfalls í íslenskum stjórnum. Liv sagði kynjakvótalög geta verið tækifæri til að auka fjölbreytni, gagnsæji og betri stjórnarhættti. Liv hvatti athafnalífið til að auglýsa oftar eftir stjórnarmönnum því það skapi traust og trúverðugleika og segir reynslu af því að auglýsa stjórnarsetu sýna að ekki vanti áhuga kvenna. Benja Fagerlund, eigandi Talent Tuning, fjallaði að lokum um að stjórnarseta kynja sé ekki mál kvenna heldur viðskiptalífsins í heild og benti hún á að fjölbreytni sé nauðsynleg fyrirtækjum til árangurs. Í erindi Benju kom fram að konur séu sterkasta aflið í efnhagslegum vexti í dag og það sé tækifæri sem engin ætti að láta fram hjá sér fara. Hún varpaði upp þeirri spurningu hvað gæti verið að hjá stjórnum og fyrirtækjum sem hafa efni á því að setja konur ekki í framvarðasveit sína því þannig má hækka menntastig stjórna því staðreyndir sýna að konur eru um 60% allra háskólanema. Fundarstjórar voru Rakel Sveinsdóttir hjá CreditInfo Group og Ásbjörn Gíslason forstjóri Samskipa.
Mest lesið Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Sjá meira