Erlent

Stal myndum, myndböndum og gögnum af rúmlega hundrað frægum konum

Samúel Karl Ólason skrifar
Jennifer Lawrence, Kate Upton og Lea Michelle voru meðal fórnarlamba Ryan Collins.
Jennifer Lawrence, Kate Upton og Lea Michelle voru meðal fórnarlamba Ryan Collins. Vísir/Getty
Hakkarinn Ryan Collins hefur játað að hafa stolið myndum, myndböndum af Apple og Google reikninum 120 kvenna. Þar á meðal eru þekktar leikkonur, íþróttakonur og fleira. Saksóknarar hafa mælt með því að Collins verði dæmdur í 18 mánaða fangelsi, en hann gæti verið dæmdur til fimm ára fangelsisvistar.

Nektarmyndir og myndbönd af konunum voru birtar á 4Chan og hefur atvikið hlotið tvö nöfn. Annars vegar The Fappening og hins vegar Celebgate.

Lengi vel var talið að hakkarinn hefði brotist inn í reikninga kvennanna og mynduðust miklar umræður um öryggi vefsvæða Apple og Google, en nú hefur komið í ljós að svo var ekki. Hann þóttist vera starfa fyrir fyrirtækin og sendi konunum tölvupósta og í raun gabbaði þær til þess að gefa upp notendanöfn og lykilorð.

Samkvæmt Washington Post notaði Collins þessa leið til að komast inn í um 50 iCloud reikninga og 73 Gmail reikninga frá nóvember 2012 til september 2014.

Myndirnar og myndböndin voru birt í september 2014. Rannsakendur hafa þó ekki fundið bein tengsl á milli Collins og birtingarinnar. Hann hefur ekki verið ákærður fyrir birtinguna.


Tengdar fréttir

Apple herðir öryggi

Með því vill fyrirtækið draga úr því að fólk verði fyrir barðinu á óprúttnum aðilum, sem steli myndum og gögnum frá notendum snjalltækja sinna.

FBI og Apple leita þrjótanna: Lawrence-lekinn í hnotskurn

Tölvuþrjótar brutust inn á varða reikninga rúmlega eitt hundrað þekktra einstaklinga og láku nektarmyndum á netið. Þeirra á meðal voru svæsnar myndir af Óskarsverðlaunaleikkonunni Jennifer Lawrence.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×