Viðskipti innlent

Starfsfólk í ferðaþjónustu hlunnfarið

Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar
Drífa Snædal, framkvæmdastjóri SGS, segir að margir innan ferðaþjónustunnar vangreiði laun af kunnáttuleysi en aðrir af ásetningi.
Drífa Snædal, framkvæmdastjóri SGS, segir að margir innan ferðaþjónustunnar vangreiði laun af kunnáttuleysi en aðrir af ásetningi.
 „Við höfum gríðarlegar áhyggjur af þessari atvinnugrein. Ef Ísland ætlar byggja upp þessa ferðaþjónustu þá þarf að taka mjög hressilega til,“ segir Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins.

Hún segir að stéttarfélög hringinn í kringum landið hafi ekki haft undan í sumar við að greiða úr málum þeirra sem starfa innan ferðaþjónustunnar og telja að þeir hafi verið hlunnfarnir í launum.

„Það eru tveir hópar innan ferðaþjónustunnar, þeir sem greiða ekki rétt laun af kunnáttuleysi og þeir sem borga ekki rétt laun af ásetningi,“ segir hún og bætir við að það séu þeir sem séu tregir að borga rétt laun.

Algeng mistök eru að greitt sé vaktaálag í stað yfirvinnu, þó að ekki sé um eiginlegar vaktir að ræða. Jafnaðarkaup er algengt þar sem ekki er gerður greinarmunur á dagvinnu og yfirvinnu og jafnvel eru þess dæmi að starfsfólk sé á dagvinnukaupi á kvöldin og um helgar. Þá er svört vinna alltof tíð og sömuleiðis að ekki sé skilað af fólki gjöldum í stéttarfélög, lífeyrissjóði, starfsmenntasjóði, sjúkrasjóði og svo framvegis. Slíkt rýrir réttindi starfsfólks verulega og dæmi eru um að fólk sé jafnvel ekki tryggt í vinnunni.

Atvinnurekendur verða að gera sér grein fyrir því að þá eru þeir skaðabótaskyldir ef eitthvað kemur fyrir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×