Fréttastjóri

Kolbeinn Tumi Daðason

Kolbeinn Tumi er fréttastjóri Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Litaðir seðlar til skoðunar og málið á mjög við­kvæmu stigi

Lögregla heldur spilunum afar þétt að sér við rannsókn á þjófnaði á tuttugu til þrjátíu milljónum króna í Hamraborginni fyrir rúmum fimm vikum. Samkvæmt heimildum fréttastofu er grunur um að reynt hafi verið að koma lituðum peningum í umferð.

Nokkurra bíla á­rekstur á Miklu­braut

Að minnsta kosti fjögurra bíla árekstur varð á Miklubraut á leiðinni í austurátt um klukkan korter yfir þrjú í dag. Þá lá eitt mótorhjól sömuleiðis á götunni.

Quang Le hakkaður á Facebook

Óþekktur aðili hefur komist yfir Facebook-aðgang veitingamannsins Quang Le, sem breytti nafni sínu í Davíð Viðarsson í fyrra. Viðkomandi hefur tekið sig til og birt skjáskot af ýmsum upplýsingum um veitingamanninn á Facebook-síðu hans.

Hafa tryggt út­gáfu ís­lenska tölvuleiksins Island of Winds

Íslenski tölvuleikurinn Island of Winds (Eyja vindanna) sem framleiddur er af Parity Games hefur tryggt sér útgáfu. Útgefandinn er fyrirtækið ESDigital Games. Mun leikurinn koma út á heimsvísu samtímis á PC, PlayStation 5 og Xbox X/S á fyrsta árshluta 2025.

Ó­sáttir karlar flautuðu á Fríðu

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fagnar 40 ára afmæli í ár og í tilefni þess verður öllu til tjaldað til að gera hlaupið sem glæsilegast. Þá verður því einnig fagnað að 40 ár eru liðin frá því að Fríða Bjarnadóttir hljóp fyrst íslenskra kvenna maraþon á Íslandi. Ári fyrr hafði henni verið meinuð þátttaka, því hún var kona.

Vonast til að koma dánar­búinu í góðar hendur

Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra vonast til þess að hlutir úr dánarbúi foreldra sinna komi öðrum að góðum notum. Neikvæð þróun sé í grænni orku hér á landi og fyrirtæki þurfi að notast við olíu á ný vegna skorts á raforku.

Veislu­höld for­seta séu barns síns tíma

Arnar Þór Jónsson forsetaframbjóðandi segir að upp séu runnir mjög alvarlegir tímar í sögu þjóðar. Sá tími sem forseti sé fyrst og fremst við veisluhöld sé liðinn.

Manna­sættir sem óttist ekki að standa í fæturna

Halla Tómasdóttir forsetaframbjóðandi segir tilfinninguna mjög góða að skila inn framboði sínu til forseta Íslands. Hún sé þó rétt að koma út úr búningsherberginu og samtalið við þjóðina að hefjast.

Ástþór sann­færður um að verða sjöundi for­setinn

Ástþór Magnússon var í skýjunum með að fá númerið sjö þegar hann mætti til Hörpu í morgun að skila meðmælalistum framboðs síns. Verið væri að kjósa sjöunda forsetann og hann væri sannfærður um að ná kjöri.

Sjá meira