Ferðamaður ákærður og krafinn um bætur Bandarískur ferðamaður hefur verið ákærður fyrir líkamsmeiðingar af gáleysi er hann ók á kyrrstæðan bíl á Reykjanesbraut í fyrra. Maður slasaðist lífshættulega. Kröfu um farbann var hafnað og fór ferðamaðurinn til síns heima. 29.3.2019 06:00
Óttast fleiri uppsagnir Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir fyrirtæki hafa verið í aðhaldsfasa. Búist við miklu álagi hjá Vinnumálastofnun komandi misseri. 29.3.2019 06:00
Lögreglumenn fái aftur að fara í verkfall Lögreglumenn munu á ný fá að fara í verkfall verði frumvarp Miðflokksins að lögum. Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi skólastjóri Lögregluskóla ríkisins, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins. 27.3.2019 06:00
Ísraelsher lét sprengjum rigna yfir Gaza-ströndina í gærkvöld Ísraelski herinn hóf í gær loftárásir á Gaza-svæðið. Að sögn ísraelskra yfirvalda er árásin til komin vegna flugskeytaárásar Palestínumanna árla í gær. Skeytið hæfði hús í Ísrael miðju og særði sjö. 26.3.2019 06:10
Aukagreiðslur handa æðsta embættisfólki Dæmi eru um að forstöðumenn opinberra stofnana hafi fengið aukagreiðslur vegna tímabundins álags í starfi. 26.3.2019 06:00
50 milljóna króna bætur Síminn hf. var fyrir helgi dæmt af Héraðsdómi Reykjavíkur til að greiða TSC ehf. 50 milljónir króna í bætur vegna samkeppnislagabrota. 26.3.2019 06:00
Tveir af þremur ríkisforstjórum hækka í launum Laun flestra embættismanna og stjórnenda ríkisstofnana sem áður heyrðu undir kjararáð hækka áfram. Laun lækka þó hjá 36 embættismönnum. 25.3.2019 07:30
Skúli þarf fimm milljarða til að halda flugi Forsvarsmenn WOW leggja til fækkun í vélaflota og að skuldum verði breytt í hlutafé svo hægt sé að halda rekstri áfram. Starfsmenn flugfélagsins viðra hugmyndir um að leggja brot launa í hlutafé. 25.3.2019 06:00
Klaufavilla í frumvarpi sem gerir erlenda netverslun dýrari Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur lagt fram frumvarp á Alþingi sem heimilar Íslandspósti ohf. (ÍSP) að velta kostnaði af erlendum sendingum yfir á neytendur. 22.3.2019 07:30
Allir ósáttir við makrílútspil Viðbrögð sjávarútvegsráðherra við makríldómum Hæstaréttar virðast síst hafa orðið til að lægja öldurnar. Lagt er til að makríll verði kvótasettur fyrir komandi vertíð og fá menn ýmist of lítið eða of mikið. 22.3.2019 07:00